Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar 19. ágúst 2025 07:00 Síðustu daga hafa býsna margar fréttir borist af „hamförum“ í Haukadalsá. Þeim hefur reyndar fækkað eftir að í ljós kom að megnið af löxunum dularfullu virðast vera hnúðlaxar. Það er merkilegt að sjá hve mörgu hefur verið haldið fram í fjölmiðlum sem stenst ekki skoðun og passar engan veginn við vísindi fiskifræðinnar. Það er vissulega rétt að laxar, sem bera einkenni eldislax, fundust í Haukadalsá. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi vilja árétta að slík mál eru alltaf tekin alvarlega, en nauðsynlegt er að halda ró og byggja umræðuna á staðreyndum. Sjónræn greining getur gefið sterkar vísbendingar um uppruna laxfiska, en ekki er hægt að fullyrða um eldisuppruna nema með erfðagreiningu. Ísland er í þeirri einstöku stöðu að geta rakið uppruna hvers einasta eldisfisks sem settur er í sjó til framleiðanda, og niðurstöður um fjölda og uppruna viðkomandi laxfiska munu liggja fyrir þegar sýni hafa verið rannsökuð. Það er einnig mikilvægt að minna á að ganga eldislaxa í ár jafngildir ekki sjálfkrafa erfðablöndun við villta laxastofna, eins og gjarnan virðist gæta misskilnings um. Rannsóknir hafa sýnt að eldislax hefur takmarkaða æxlunarhæfni og því verður erfðablöndun í raun mun minni en einfalt hlutfall eldislaxa í laxveiðiá gæti gefið til kynna. Þá er einnig ástæða til að árétta að á Íslandi er þegar gengið lengra en í nokkru öðru landi til verndar villtum laxastofnum. Ólíkt Noregi til dæmis er sjókvíaeldi hér aðeins heimilt fjarri þekktum laxveiðiám. Hæst ber þó hið svokallaða áhættumat erfðablöndunar, en með því er Hafrannsóknastofnun falið að meta leyfilegt hámarksmagn frjórra eldisfiska sem heimilt er að ala hér við land án þess að villtum laxastofnum stafi hætta af. Í matinu er beinlínis gert ráð fyrir að strok muni eiga sér stað í ákveðnu hlutfalli við leyfilegt framleiðslumagn, með þá meginforsendu til grundvallar að villtur íslenskur lax hefur aðlagast íslenskri náttúru um árhundruð og hefur getu til að standa af sér ágang eldislaxa ef strok eru innan ákveðinna marka. Þótt áhættumat Hafrannsóknastofnunar geri ráð fyrir að tiltekið hlutfall eldislaxa kunni að rata í ár, er það engu að síður sjálfstætt markmið allra sem starfa við fiskeldi á Íslandi að koma í veg fyrir strok með öllu. Ábyrgð okkar felst í því að halda fjölda strokufiska í algjöru lágmarki, enda er allra hagur að uppbygging fiskeldis fari ekki fram á kostnað villtra laxastofna. Við leggjum metnað í að draga úr þessari áhættu og vinnum áfram með stjórnvöldum og vísindasamfélaginu að úrbótum og vernd villta laxins. Til marks um það var árið 2023 gripið til víðtækra aðgerða í kjölfar umfangsmikillar göngu eldislaxa í ár, meðal annars með auknu eftirliti með kynþroska fiski í eldi og auknu neðansjávareftirliti. Við erum ávallt tilbúin til viðræðna um það sem betur má fara og gerum okkur grein fyrir að mistök geta orðið. Mikilvægt er að læra af reynslunni og byggja upp traust með opnum samskiptum. Það sem þjónar málinu síst er að tala um náttúruhamfarir áður en staðreyndir liggja fyrir. Skynsamlegast er að leyfa vísindunum að leiða umræðuna og vinna saman að áframhaldandi vernd villtra íslenskra laxastofna. Höfundur er framkvæmdastjóri SFS. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heiðrún Lind Marteinsdóttir Sjókvíaeldi Fiskeldi Mest lesið Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Sjá meira
Síðustu daga hafa býsna margar fréttir borist af „hamförum“ í Haukadalsá. Þeim hefur reyndar fækkað eftir að í ljós kom að megnið af löxunum dularfullu virðast vera hnúðlaxar. Það er merkilegt að sjá hve mörgu hefur verið haldið fram í fjölmiðlum sem stenst ekki skoðun og passar engan veginn við vísindi fiskifræðinnar. Það er vissulega rétt að laxar, sem bera einkenni eldislax, fundust í Haukadalsá. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi vilja árétta að slík mál eru alltaf tekin alvarlega, en nauðsynlegt er að halda ró og byggja umræðuna á staðreyndum. Sjónræn greining getur gefið sterkar vísbendingar um uppruna laxfiska, en ekki er hægt að fullyrða um eldisuppruna nema með erfðagreiningu. Ísland er í þeirri einstöku stöðu að geta rakið uppruna hvers einasta eldisfisks sem settur er í sjó til framleiðanda, og niðurstöður um fjölda og uppruna viðkomandi laxfiska munu liggja fyrir þegar sýni hafa verið rannsökuð. Það er einnig mikilvægt að minna á að ganga eldislaxa í ár jafngildir ekki sjálfkrafa erfðablöndun við villta laxastofna, eins og gjarnan virðist gæta misskilnings um. Rannsóknir hafa sýnt að eldislax hefur takmarkaða æxlunarhæfni og því verður erfðablöndun í raun mun minni en einfalt hlutfall eldislaxa í laxveiðiá gæti gefið til kynna. Þá er einnig ástæða til að árétta að á Íslandi er þegar gengið lengra en í nokkru öðru landi til verndar villtum laxastofnum. Ólíkt Noregi til dæmis er sjókvíaeldi hér aðeins heimilt fjarri þekktum laxveiðiám. Hæst ber þó hið svokallaða áhættumat erfðablöndunar, en með því er Hafrannsóknastofnun falið að meta leyfilegt hámarksmagn frjórra eldisfiska sem heimilt er að ala hér við land án þess að villtum laxastofnum stafi hætta af. Í matinu er beinlínis gert ráð fyrir að strok muni eiga sér stað í ákveðnu hlutfalli við leyfilegt framleiðslumagn, með þá meginforsendu til grundvallar að villtur íslenskur lax hefur aðlagast íslenskri náttúru um árhundruð og hefur getu til að standa af sér ágang eldislaxa ef strok eru innan ákveðinna marka. Þótt áhættumat Hafrannsóknastofnunar geri ráð fyrir að tiltekið hlutfall eldislaxa kunni að rata í ár, er það engu að síður sjálfstætt markmið allra sem starfa við fiskeldi á Íslandi að koma í veg fyrir strok með öllu. Ábyrgð okkar felst í því að halda fjölda strokufiska í algjöru lágmarki, enda er allra hagur að uppbygging fiskeldis fari ekki fram á kostnað villtra laxastofna. Við leggjum metnað í að draga úr þessari áhættu og vinnum áfram með stjórnvöldum og vísindasamfélaginu að úrbótum og vernd villta laxins. Til marks um það var árið 2023 gripið til víðtækra aðgerða í kjölfar umfangsmikillar göngu eldislaxa í ár, meðal annars með auknu eftirliti með kynþroska fiski í eldi og auknu neðansjávareftirliti. Við erum ávallt tilbúin til viðræðna um það sem betur má fara og gerum okkur grein fyrir að mistök geta orðið. Mikilvægt er að læra af reynslunni og byggja upp traust með opnum samskiptum. Það sem þjónar málinu síst er að tala um náttúruhamfarir áður en staðreyndir liggja fyrir. Skynsamlegast er að leyfa vísindunum að leiða umræðuna og vinna saman að áframhaldandi vernd villtra íslenskra laxastofna. Höfundur er framkvæmdastjóri SFS.
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar