Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar 18. ágúst 2025 08:33 Nú hefur tekið gildi ein stærsta þjónustuaukning Strætó um árabil. Með tíðari ferðum, lengri kvöldakstri og betra aðgengi verða almenningssamgöngur raunhæfur valkostur fyrir fleiri íbúa en áður. Hlutfall íbúa sem búa nálægt stoppistöð með 10-mínútna þjónustu á annatíma hækkar úr 18% í yfir 50% sem verður að kallast bylting í aðgengi. Þessi breyting er grundvallarskref í átt að framtíðarsýn þar sem almenningssamgöngur eru burðarás í sjálfbæru samfélagi og er hluti af innleiðingu Borgarlínu. Á annatíma ganga nú leiðir 3, 5, 6 og 12 á 10 mínútna fresti, í stað 15 mínútna áður. Leiðirnar 19, 21 og 24 eru nú tvöfalt tíðari á annatíma og 3, 5, 12 og 15 utan annatíma. Með þessu aukast lífsgæði íbúa því víða er orðið einfalt að taka strætó án mikillar skipulagningar, tengingar verða öruggari og biðtími styttist verulega. Ég hvet þig til að prófa strax í dag! Fjórtán leiðir, þar á meðal helstu tengileiðir höfuðborgarsvæðisins, ganga nú lengur á kvöldin. Þá stytta nýjar forgangsakreinar ferðatíma og koma strætó fram hjá umferðarþyngslum. Þjónustuaukningin stendur ekki ein og sér heldur er hún hluti af víðtækri þjónustuumbótavinnu. Undir minni stjórmarformennskutíð í Strætó bs höfum við lagt mikla áherslu á notendamiðaða nálgun, þjónustumenningu og stöðugt samtal við farþega. Með því að hlusta á þarfir notenda og bregðast við með áþreifanlegum úrbótum er verið að byggja upp traust og styrkja stöðu almenningssamgangna. Með þessari þjónustuaukningu er sömuleiðis verið að leggja grunn að nýju leiðarneti og komu Borgarlínu. Sterkar almenningssamgöngur draga úr umferðarteppum, minnka kolefnislosun, bæta heilsu, auka jafnræði í aðgengi að atvinnu og menntun og stuðla að betri nýtingu landrýmis. En þær stuðla líka að vellíðan og hamingju. Nú er lítið mál að rölta út á stoppistöð og taka næsta strætó og leyfa huganum að reika á leið til vinnu eða skóla í stað oft á tíðum stressandi aksturs. Það er jú besta leiðin. Höfundur er formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur og fyrrum stjórnarformaður Strætó bs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dóra Björt Guðjónsdóttir Strætó Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson Skoðun Skoðun Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Sjá meira
Nú hefur tekið gildi ein stærsta þjónustuaukning Strætó um árabil. Með tíðari ferðum, lengri kvöldakstri og betra aðgengi verða almenningssamgöngur raunhæfur valkostur fyrir fleiri íbúa en áður. Hlutfall íbúa sem búa nálægt stoppistöð með 10-mínútna þjónustu á annatíma hækkar úr 18% í yfir 50% sem verður að kallast bylting í aðgengi. Þessi breyting er grundvallarskref í átt að framtíðarsýn þar sem almenningssamgöngur eru burðarás í sjálfbæru samfélagi og er hluti af innleiðingu Borgarlínu. Á annatíma ganga nú leiðir 3, 5, 6 og 12 á 10 mínútna fresti, í stað 15 mínútna áður. Leiðirnar 19, 21 og 24 eru nú tvöfalt tíðari á annatíma og 3, 5, 12 og 15 utan annatíma. Með þessu aukast lífsgæði íbúa því víða er orðið einfalt að taka strætó án mikillar skipulagningar, tengingar verða öruggari og biðtími styttist verulega. Ég hvet þig til að prófa strax í dag! Fjórtán leiðir, þar á meðal helstu tengileiðir höfuðborgarsvæðisins, ganga nú lengur á kvöldin. Þá stytta nýjar forgangsakreinar ferðatíma og koma strætó fram hjá umferðarþyngslum. Þjónustuaukningin stendur ekki ein og sér heldur er hún hluti af víðtækri þjónustuumbótavinnu. Undir minni stjórmarformennskutíð í Strætó bs höfum við lagt mikla áherslu á notendamiðaða nálgun, þjónustumenningu og stöðugt samtal við farþega. Með því að hlusta á þarfir notenda og bregðast við með áþreifanlegum úrbótum er verið að byggja upp traust og styrkja stöðu almenningssamgangna. Með þessari þjónustuaukningu er sömuleiðis verið að leggja grunn að nýju leiðarneti og komu Borgarlínu. Sterkar almenningssamgöngur draga úr umferðarteppum, minnka kolefnislosun, bæta heilsu, auka jafnræði í aðgengi að atvinnu og menntun og stuðla að betri nýtingu landrýmis. En þær stuðla líka að vellíðan og hamingju. Nú er lítið mál að rölta út á stoppistöð og taka næsta strætó og leyfa huganum að reika á leið til vinnu eða skóla í stað oft á tíðum stressandi aksturs. Það er jú besta leiðin. Höfundur er formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur og fyrrum stjórnarformaður Strætó bs.
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar