Lífið

Bassaleikari í Seðlabankann

Freyr Bjarnason skrifar
Elís Pétursson hefur hafið störf í Seðlabanka Íslands.
Elís Pétursson hefur hafið störf í Seðlabanka Íslands. fréttablaðið/stefán
Elís Pétursson, þekktastur sem bassaleikari í Jeff Who?, er byrjaður að vinna hjá Seðlabanka Íslands.

Þar starfar hann á sviði hagfræði og peningastefnu en hann hefur nýlokið meistaraprófi í hagfræði frá Háskóla Íslands.

„Þetta lofar mjög góðu. Maður kvartar ekki yfir þessu,“ segir Elís, spurður út í þennan nýja starfsvettvang. Einn góðan veðurdag vonast hann til að komast í hljómsveitina Tekjubandið, sem er starfrækt í Seðlabankanum. „Ég er ekkert með sjálfkrafa passa inn í hana. Þar er maður aftur kominn á byrjunarreit og þarf að vinna sér inn stöðu.“

Jeff Who? hefur gefið út tvær plötur á ferlinum, þá seinni árið 2009. Þekkasta lag sveitarinnar er án efa Barfly. Lítið hefur heyrst frá strákunum síðustu tvö árin en að sögn Elísar er Jeff Who? ekki hætt störfum.

Sjálfur plokkar hann bassann á fullu með hljómsveitinni Leaves, sem hann gekk nýlega til liðs við. Nýjasta plata sveitarinnar kom út fyrir skömmu og í kvöld spilar hún í Iðnó á Airwaves-hátíðinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.