Lífið

Dansaðu á toppnum með Kameron Bink

Marín Manda skrifar
Nanna Ósk Jónsdóttir, eigandi Dance Center Reykjavík, og Kameron Bink dansari.
Nanna Ósk Jónsdóttir, eigandi Dance Center Reykjavík, og Kameron Bink dansari. Fréttablaðid/Stefán Karlsson
Nanna Ósk Jónsdóttir rekur dansskólann Dance Center Reykjavík og hvetur dansara til að dansa undir leiðsögn Kameron Bink.

„Við erum að bjóða upp á krefjandi danstíma fyrir þá sem eru í atvinnumennsku, að klára danslistarnám og þá sem eru lengra komnir. Kameron Bink kennir þessa tíma en hann á glæsilegan feril að baki og er hokinn af reynslu,“ segir Nanna Ósk Jónsdóttir eigandi Dance Center Reykjavík.

Hann dansar með ballettflokknum Rock the ballet og hefur tekið þátt í fjölmörgum uppfærslum víða um heim. Árið 2007 komst hann á topp tíu-lista í alþjóðlega sjónvarpsþættinum So You Think You Can Dance en sú reynsla kom honum á kortið.

Nanna segir Bink vera mjög fjölhæfan kennara þar sem hann kenni bæði nútímadans, hip hop og Jazzfunk. Hún telur Bink vera einn af fáum dönsurum sem geta dansað bæði klassískan dans og hipphopp.

„Oft eru dansarar mjög sérhæfðir í einum stíl en svona menn opna náttúrulega dyrnar fyrir dansara sem vilja komast út í heim þar sem samkeppnin er gríðarlega mikil,“ útskýrir hún.

Aðspurð segir hún þau vera að reyna að tengja íslenska dansara í atvinnumennsku við erlenda markaðinn og því ætti fólk að nýta sér þetta tækifæri. Nánari upplýsingar fást á dancecenter.is






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.