Lífið

Yesmine með gómsætt chilli súkkulaði á markað.

Marín Manda skrifar
Yesmine Olsson listakokkur.
Yesmine Olsson listakokkur.
Listakokkurinn Yesmine Olsson hefur nóg fyrir stafni en hún gefur út matreiðslubókina Í tilefni dagsins, heldur námskeið heima hjá sér og kemur með nýtt chili-súkkulaði á markað.

„Þetta er svolítið nýtt og spennandi fyrir mig en bókin var skrifuð í stíl við sjónvarpsþáttinn minn, Framandi og freistandi, sem sýndur var á RÚV, segir Yesmine Olsson og bætir við: „Ég hef ferðast víða um heiminn svo að matarþekking mín er mjög víðtæk. Ég ákvað að bókin myndi innihalda upplifanir mínir af gómsætum mat sem passar við ýmis tilefni,“ útskýrir hún.

Bókin heitir Í tilefni dagsins og er væntanleg á næstunni. Hún er ætluð sem hvatning til fólks að skella sér í eldamennskuna og styðjast við uppskriftir í bókinni sem henta viðkomandi degi vikunnar. „Ég er búin að byggja þetta upp í tíu mismunandi kafla en er með sömu áherslu og áður á kryddaða rétti.“

Yesmine segir bókina hafa verið stórt og mikið verkefni en hún slær hvergi slöku við því í nóvember mun hún vinna þétt með kokkunum í Hörpudisknum í Hörpu með uppskotsmatseðli af réttum úr bókinni. Jafnframt heldur hún áfram að bjóða upp á indversk matreiðslunámskeið heima hjá sér. Hægt er að panta námskeið á yesmine.is 

Flest fólk elskar súkkulaði og segist hún því hafa fengið þá skemmtilegu hugmynd að koma með sitt eigið eftirréttasúkkulaði á markað sem mun vera stökkt hreint chili-súkkulaði. „Þetta verður fáanlegt í Hörpudisknum og á völdum kaffihúsum því ég verð jú að hafa tíma til að búa þetta til,“ segir hún að lokum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.