"Þessir jólasveinar fóru að berjast við vitlausan mann“ Stígur Helgason skrifar 22. október 2013 07:00 Borgarráð telur að á Monte Carlo og Mónakó sé óeðlilega mikið um lögregluútköll og ónæði. Margeir Margeirsson, vert á börunum Monte Carlo og Mónakó við Laugaveg, hefur stefnt Reykjavíkurborg til greiðslu samtals tæpra fimmtán milljóna króna í bætur fyrir tjón sem hann telur að rekstur hans hafi hlotið af umsögnum borgarráðs um barina. „Þegar kjörnir fulltrúar fólksins í bænum ákveða, meira og minna allir í sameiningu, að vera með valdníðslu, einelti og lögbrot á fólki úti í bæ, í samvinnu við lögreglustjórann, þá er ekki hægt annað en að fara dómstólaleiðina,“ segir Margeir, sem leggur fram stefnur í nafni rekstrarfélaga staðanna tveggja. Lögreglan hefur tvisvar verið gerð afturreka með ákvarðanir sem varða staðina tvo, fyrst árið 2008, þegar ákveðið var að takmarka afgreiðslutíma þeirra, og aftur í fyrra, þegar ákveðið var að endurnýja ekki rekstrarleyfið. Báðar ákvarðanirnar byggðu á umsögnum borgarráðs, þar sem vísað var til kvartana yfir ónæði frá stöðunum og fjölda mála á skrá hjá lögreglu sem tengdust þeim. Báðar ákvarðarnirnar voru kærðar til innanríkisráðuneytisins og í bæði skiptin var þeim hnekkt eftir að ráðuneytið komst að þeirri niðurstöðu að þær hefðu ekki verið í samræmi við lög, meðal annars hefði andmælaréttar Margeirs ekki verið gætt í umsagnarferlinu og að borgin hafi í umsögnunum farið út fyrir valdsvið sitt.Margeir Margeirsson„Á sjö árum eru þeir búnir að kosta mig langleiðina í tíu milljónir í lögfræðikostnað auk þess sem þeir eru búnir að skaða mig persónulega, nafnið mitt og rekstrarlega séð, stórlega. Þá er ekki annað hægt en að stefna fólki – til þess eru dómstólarnir,“ segir Margeir. Að sögn Jónasar Arnar Jónssonar, lögmanns Margeirs, er bótakrafan þríþætt; í fyrsta lagi sé um að ræða kostnað við að verjast aðgerðum borgarinnar og lögreglu, í öðru lagi skaða vegna tapaðrar sölu þegar þegar stöðunum var í tvígang lokað tímabundið og í þriðja lagi miski vegna tjóns á viðskiptavild – orðspor staðanna hafi með öðrum orðum beðið hnekki af öllu saman. Það síðastnefnda er um þriðjungur bótakröfunnar. Staðirnir eru enn í rekstri og verða það áfram ef Margeir fær einhverju um það ráðið. „Ég er búinn að fá full leyfi og ætla mér að vera með leyfi eins lengi og ég vil. Þessir jólasveinar fóru að berjast við vitlausan mann. Þeir áttu nefnilega að finna sér einhvern sem var tilbúinn að gefast upp – en það geri ég aldrei.“ Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Margeir Margeirsson, vert á börunum Monte Carlo og Mónakó við Laugaveg, hefur stefnt Reykjavíkurborg til greiðslu samtals tæpra fimmtán milljóna króna í bætur fyrir tjón sem hann telur að rekstur hans hafi hlotið af umsögnum borgarráðs um barina. „Þegar kjörnir fulltrúar fólksins í bænum ákveða, meira og minna allir í sameiningu, að vera með valdníðslu, einelti og lögbrot á fólki úti í bæ, í samvinnu við lögreglustjórann, þá er ekki hægt annað en að fara dómstólaleiðina,“ segir Margeir, sem leggur fram stefnur í nafni rekstrarfélaga staðanna tveggja. Lögreglan hefur tvisvar verið gerð afturreka með ákvarðanir sem varða staðina tvo, fyrst árið 2008, þegar ákveðið var að takmarka afgreiðslutíma þeirra, og aftur í fyrra, þegar ákveðið var að endurnýja ekki rekstrarleyfið. Báðar ákvarðanirnar byggðu á umsögnum borgarráðs, þar sem vísað var til kvartana yfir ónæði frá stöðunum og fjölda mála á skrá hjá lögreglu sem tengdust þeim. Báðar ákvarðarnirnar voru kærðar til innanríkisráðuneytisins og í bæði skiptin var þeim hnekkt eftir að ráðuneytið komst að þeirri niðurstöðu að þær hefðu ekki verið í samræmi við lög, meðal annars hefði andmælaréttar Margeirs ekki verið gætt í umsagnarferlinu og að borgin hafi í umsögnunum farið út fyrir valdsvið sitt.Margeir Margeirsson„Á sjö árum eru þeir búnir að kosta mig langleiðina í tíu milljónir í lögfræðikostnað auk þess sem þeir eru búnir að skaða mig persónulega, nafnið mitt og rekstrarlega séð, stórlega. Þá er ekki annað hægt en að stefna fólki – til þess eru dómstólarnir,“ segir Margeir. Að sögn Jónasar Arnar Jónssonar, lögmanns Margeirs, er bótakrafan þríþætt; í fyrsta lagi sé um að ræða kostnað við að verjast aðgerðum borgarinnar og lögreglu, í öðru lagi skaða vegna tapaðrar sölu þegar þegar stöðunum var í tvígang lokað tímabundið og í þriðja lagi miski vegna tjóns á viðskiptavild – orðspor staðanna hafi með öðrum orðum beðið hnekki af öllu saman. Það síðastnefnda er um þriðjungur bótakröfunnar. Staðirnir eru enn í rekstri og verða það áfram ef Margeir fær einhverju um það ráðið. „Ég er búinn að fá full leyfi og ætla mér að vera með leyfi eins lengi og ég vil. Þessir jólasveinar fóru að berjast við vitlausan mann. Þeir áttu nefnilega að finna sér einhvern sem var tilbúinn að gefast upp – en það geri ég aldrei.“
Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira