Mikil vinna hefur slæm áhrif Jóhanna Margrét Einarsdóttir skrifar 11. október 2013 08:30 Þátttaka íslenskra ungmenna á vinnumarkaði er mikil. Umboðsmaður barna segir að fólk megi ekki gleyma því að nám sé vinna og mörg ungmenni vinni tvöfaldan vinnudag. Fréttablaðið/GVA „Það er greinileg fylgni á milli slaks árangurs í námi og þess að nemendur séu á vinnumarkaði. Vinnan leiðir svo oft til þess að krakkarnir hætta í skóla,“ segir Aðalheiður Steingrímsdóttir, formaður Félags framhaldsskólakennara. Samkvæmt niðurstöðum samnorrænnar rannsóknar sem birtist í Arbetsliv i Norden vinna íslensk ungmenni á aldrinum 15 til 19 ára mest allra ungmenna á Norðurlöndunum. Rúmlega helmingur þeirra er í vinnu en til samanburðar má nefna að rúmlega 40 prósent danskra unglinga eru á vinnumarkaði. Aðalheiður segir að það séu tvær ástæður fyrir því að börn og ungmenni vinna svo mikið hér á landi. „Það er dýrt að vera í framhaldsskóla á Íslandi. Nemendur þurfa að greiða fyrir námsgögn og fleira sem tengist skólagöngunni. Sum heimili eru svo illa sett fjárhagslega að þau hafa ekki efni á að greiða þennan kostnað fyrir börnin svo þau verða að vinna. Hinn hópurinn er að vinna til að fjármagna ýmiss konar neyslu, svo sem fatnað, dýra síma og svo framvegis.“ Aðalheiður segir að á hinum Norðurlöndunum fái unglingar styrki til að stunda framhaldsskólanám og kennarar hér á landi hafi lengi talað fyrir því að slíkt kerfi yrði tekið upp hér á landi. Samkvæmt könnuninni eru það einkum hlutastörf sem ungmennin sinna. Þetta eru láglaunastörf þar sem ekki er krafist skilgreindrar kunnáttu eða þekkingar. Vinnutíminn er oft og tíðum óreglulegur. Margrét María Sigurðardóttir, umboðsmaður barna, segir að hvergi í Evrópu sé meira brottfall úr framhaldsskólum en á Íslandi. Mikil vinna geti átt þátt í því. Hún segir að margir gleymi því að nám sé vinna og því megi segja að mörg ungmenni vinni tvöfaldan vinnudag. Umboðsmaður bendir jafnframt á að ýmis lög og reglugerðir hafi verið sett til að takmarka vinnutíma ungmenna. Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Erlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Fleiri fréttir Ríkið sakfellt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Sjá meira
„Það er greinileg fylgni á milli slaks árangurs í námi og þess að nemendur séu á vinnumarkaði. Vinnan leiðir svo oft til þess að krakkarnir hætta í skóla,“ segir Aðalheiður Steingrímsdóttir, formaður Félags framhaldsskólakennara. Samkvæmt niðurstöðum samnorrænnar rannsóknar sem birtist í Arbetsliv i Norden vinna íslensk ungmenni á aldrinum 15 til 19 ára mest allra ungmenna á Norðurlöndunum. Rúmlega helmingur þeirra er í vinnu en til samanburðar má nefna að rúmlega 40 prósent danskra unglinga eru á vinnumarkaði. Aðalheiður segir að það séu tvær ástæður fyrir því að börn og ungmenni vinna svo mikið hér á landi. „Það er dýrt að vera í framhaldsskóla á Íslandi. Nemendur þurfa að greiða fyrir námsgögn og fleira sem tengist skólagöngunni. Sum heimili eru svo illa sett fjárhagslega að þau hafa ekki efni á að greiða þennan kostnað fyrir börnin svo þau verða að vinna. Hinn hópurinn er að vinna til að fjármagna ýmiss konar neyslu, svo sem fatnað, dýra síma og svo framvegis.“ Aðalheiður segir að á hinum Norðurlöndunum fái unglingar styrki til að stunda framhaldsskólanám og kennarar hér á landi hafi lengi talað fyrir því að slíkt kerfi yrði tekið upp hér á landi. Samkvæmt könnuninni eru það einkum hlutastörf sem ungmennin sinna. Þetta eru láglaunastörf þar sem ekki er krafist skilgreindrar kunnáttu eða þekkingar. Vinnutíminn er oft og tíðum óreglulegur. Margrét María Sigurðardóttir, umboðsmaður barna, segir að hvergi í Evrópu sé meira brottfall úr framhaldsskólum en á Íslandi. Mikil vinna geti átt þátt í því. Hún segir að margir gleymi því að nám sé vinna og því megi segja að mörg ungmenni vinni tvöfaldan vinnudag. Umboðsmaður bendir jafnframt á að ýmis lög og reglugerðir hafi verið sett til að takmarka vinnutíma ungmenna.
Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Erlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Fleiri fréttir Ríkið sakfellt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Sjá meira