Innlent

Pappírstunnur í mörgum litum

Haraldur Guðmundsson skrifar
Pappírstunna Reykjavíkurborgar er blá en græn tunna borgarinnar er fyrir blandað sorp.
Pappírstunna Reykjavíkurborgar er blá en græn tunna borgarinnar er fyrir blandað sorp.
Reykjavíkurborg hættir á morgun að tæma gráar eða grænar tunnur borgarinnar sem innihalda endurvinnanlegan pappír eða pappa.

Borgin hefur að undanförnu auglýst breytingarnar og minnt íbúa á að þeir geti meðal annars hent pappír í bláar endurvinnslutunnur borgarinnar.

Íbúar höfuðborgarsvæðisins geta einnig keypt mosagræna endurvinnslutunnu frá Íslenska gámafélaginu og gráa endurvinnslutunnu með grænu loki frá Gámaþjónustunni.

Eygerður Margrétardóttir, deildarstjóri umhverfis- og úrgangsstjórnunar hjá Reykjavíkurborg, segir að borgin hafi reynt að greina tunnur borgarinnar frá öðrum í þeirri von að draga úr misskilningi.

„Græn tunna Reykjavíkurborgar er ekki hefðbundin endurvinnslutunna heldur ætluð undir blandaðan úrgang, eins og gráa tunnan, og er losuð í annað hvert skipti,“ segir Eygerður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×