Verslanir bjóði upp á staðgreiðsluverð Brjánn Jónasson skrifar 9. október 2013 06:15 Íslendingar greiða almennt sama verð hvort sem þeir fá greiðslufrest með því að nota kreditkort eða staðgreiða með reiðufé eða debetkorti. Fréttablaðið/Vilhelm Með einfaldri lagabreytingu sem heimilar verslunum að innheimta gjald af þeim sem nota kreditkort gætu heildarútgjöld íslenskra heimila lækkað um allt að fimm milljarða króna á ári, um 30 til 50 þúsund krónur á hvert heimili, segir Frosti Sigurjónsson, þingmaður Framsóknarflokksins og formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis. Frosti er fyrsti flutningsmaður þingmannafrumvarps sem lagt hefur verið fram á Alþingi þar sem mælt er fyrir slíkri breytingu. Auk fjölmargra þingmanna Framsóknarflokks standa tveir þingmenn Pírata og einn þingmaður Sjálfstæðisflokks að frumvarpinu. „Í dag er þetta þannig að 20 daga greiðslufrestur er í raun innifalinn í vöruverðinu, hvort sem greitt er með kreditkorti eða staðgreitt. Það er ekki ókeypis,“ segir Frosti. Hann segir kaupmenn í raun til neydda til að velta kostnaði við það að sumir kjósi að greiða með kreditkortum yfir í verðlagið, og þar með hækka verðin einnig fyrir þá sem kjósi að staðgreiða með reiðufé eða debetkortum.Frosti SigurjónssonValið tekið af neytendum „Valið að staðgreiða er í raun tekið af neytendum og niðurstaðan sú að það er hvati til að taka hluti að láni,“ segir Frosti. Hann segir að verði frumvarpið að lögum megi búast við að vöruverð lækki um eitt til tvö prósent. Það muni hafa áhrif á verðbólguna og gæti lækkað skuldir heimilanna um 14 milljarða króna miðað við eins prósenta lækkun á vöruverði. Það geri um 300 þúsund krónur á hvert skuldsett heimili að meðaltali. „Verði frumvarpið að lögum geta söluaðilar auglýst staðgreiðsluverð sem hið almenna verð. Staðgreiðsluverð mun bjóðast þeim sem staðgreiða með debetkorti eða reiðufé. Aðeins þeir sem greiða með kreditkorti munu greiða álag,“ segir í greinargerð með frumvarpinu. Þar segir að verslunum beri að upplýsa viðskiptavini sína um álagið, sem verði að vera í samræmi við áætlaðan kostnað verslunarinnar af lánaviðskiptunum, líklega á bilinu eitt til þrjú prósent eftir atvikum. Frosti óttast ekki að kaupmenn haldi verðinu óbreyttu og bæti ofan á það álagi fyrir kreditkortanotendur. „Þeir sem eru í verðsamkeppni munu lækka verðin.“Haukur OddssonVarar við því að draga úr kortanotkun „Þetta frumvarp mun engin áhrif hafa á Borgun þó það verði að lögum,“ segir Haukur Oddsson, forstjóri Borgunar. Hann segir orðalag frumvarpsins falla fullkomlega að skilmálum fyrirtækisins, Borgun geri engar kröfur um að verslanir hafi sama verð fyrir þá sem staðgreiði og þá sem kjósi að nota kreditkort. Ísland er í dag það ríki sem er með langsamlega minnst magn peninga í umferð og Haukur varar við öllum tilraunum til að draga úr notkun greiðslukorta. Það sé ekki bara vont fyrir Borgun og önnur kortafyrirtæki heldur fyrir alla landsmenn. Það kalli á aukið magn seðla í umferð sem hafi eitt og sér umtalsverðan kostnað í för með sér. Seðlarnir beri enga vexti í veskinu ólíkt peningum sem séu geymdir í banka þar til þeir eru notaðir, auk þess sem kostnaður banka og verslana við að nota reiðufé sé umtalsverður. Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Innlent „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ Innlent Fleiri fréttir Löreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi „Lífið er miklu meira en peningar“ Sjá meira
Með einfaldri lagabreytingu sem heimilar verslunum að innheimta gjald af þeim sem nota kreditkort gætu heildarútgjöld íslenskra heimila lækkað um allt að fimm milljarða króna á ári, um 30 til 50 þúsund krónur á hvert heimili, segir Frosti Sigurjónsson, þingmaður Framsóknarflokksins og formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis. Frosti er fyrsti flutningsmaður þingmannafrumvarps sem lagt hefur verið fram á Alþingi þar sem mælt er fyrir slíkri breytingu. Auk fjölmargra þingmanna Framsóknarflokks standa tveir þingmenn Pírata og einn þingmaður Sjálfstæðisflokks að frumvarpinu. „Í dag er þetta þannig að 20 daga greiðslufrestur er í raun innifalinn í vöruverðinu, hvort sem greitt er með kreditkorti eða staðgreitt. Það er ekki ókeypis,“ segir Frosti. Hann segir kaupmenn í raun til neydda til að velta kostnaði við það að sumir kjósi að greiða með kreditkortum yfir í verðlagið, og þar með hækka verðin einnig fyrir þá sem kjósi að staðgreiða með reiðufé eða debetkortum.Frosti SigurjónssonValið tekið af neytendum „Valið að staðgreiða er í raun tekið af neytendum og niðurstaðan sú að það er hvati til að taka hluti að láni,“ segir Frosti. Hann segir að verði frumvarpið að lögum megi búast við að vöruverð lækki um eitt til tvö prósent. Það muni hafa áhrif á verðbólguna og gæti lækkað skuldir heimilanna um 14 milljarða króna miðað við eins prósenta lækkun á vöruverði. Það geri um 300 þúsund krónur á hvert skuldsett heimili að meðaltali. „Verði frumvarpið að lögum geta söluaðilar auglýst staðgreiðsluverð sem hið almenna verð. Staðgreiðsluverð mun bjóðast þeim sem staðgreiða með debetkorti eða reiðufé. Aðeins þeir sem greiða með kreditkorti munu greiða álag,“ segir í greinargerð með frumvarpinu. Þar segir að verslunum beri að upplýsa viðskiptavini sína um álagið, sem verði að vera í samræmi við áætlaðan kostnað verslunarinnar af lánaviðskiptunum, líklega á bilinu eitt til þrjú prósent eftir atvikum. Frosti óttast ekki að kaupmenn haldi verðinu óbreyttu og bæti ofan á það álagi fyrir kreditkortanotendur. „Þeir sem eru í verðsamkeppni munu lækka verðin.“Haukur OddssonVarar við því að draga úr kortanotkun „Þetta frumvarp mun engin áhrif hafa á Borgun þó það verði að lögum,“ segir Haukur Oddsson, forstjóri Borgunar. Hann segir orðalag frumvarpsins falla fullkomlega að skilmálum fyrirtækisins, Borgun geri engar kröfur um að verslanir hafi sama verð fyrir þá sem staðgreiði og þá sem kjósi að nota kreditkort. Ísland er í dag það ríki sem er með langsamlega minnst magn peninga í umferð og Haukur varar við öllum tilraunum til að draga úr notkun greiðslukorta. Það sé ekki bara vont fyrir Borgun og önnur kortafyrirtæki heldur fyrir alla landsmenn. Það kalli á aukið magn seðla í umferð sem hafi eitt og sér umtalsverðan kostnað í för með sér. Seðlarnir beri enga vexti í veskinu ólíkt peningum sem séu geymdir í banka þar til þeir eru notaðir, auk þess sem kostnaður banka og verslana við að nota reiðufé sé umtalsverður.
Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Innlent „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ Innlent Fleiri fréttir Löreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi „Lífið er miklu meira en peningar“ Sjá meira