Verslanir bjóði upp á staðgreiðsluverð Brjánn Jónasson skrifar 9. október 2013 06:15 Íslendingar greiða almennt sama verð hvort sem þeir fá greiðslufrest með því að nota kreditkort eða staðgreiða með reiðufé eða debetkorti. Fréttablaðið/Vilhelm Með einfaldri lagabreytingu sem heimilar verslunum að innheimta gjald af þeim sem nota kreditkort gætu heildarútgjöld íslenskra heimila lækkað um allt að fimm milljarða króna á ári, um 30 til 50 þúsund krónur á hvert heimili, segir Frosti Sigurjónsson, þingmaður Framsóknarflokksins og formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis. Frosti er fyrsti flutningsmaður þingmannafrumvarps sem lagt hefur verið fram á Alþingi þar sem mælt er fyrir slíkri breytingu. Auk fjölmargra þingmanna Framsóknarflokks standa tveir þingmenn Pírata og einn þingmaður Sjálfstæðisflokks að frumvarpinu. „Í dag er þetta þannig að 20 daga greiðslufrestur er í raun innifalinn í vöruverðinu, hvort sem greitt er með kreditkorti eða staðgreitt. Það er ekki ókeypis,“ segir Frosti. Hann segir kaupmenn í raun til neydda til að velta kostnaði við það að sumir kjósi að greiða með kreditkortum yfir í verðlagið, og þar með hækka verðin einnig fyrir þá sem kjósi að staðgreiða með reiðufé eða debetkortum.Frosti SigurjónssonValið tekið af neytendum „Valið að staðgreiða er í raun tekið af neytendum og niðurstaðan sú að það er hvati til að taka hluti að láni,“ segir Frosti. Hann segir að verði frumvarpið að lögum megi búast við að vöruverð lækki um eitt til tvö prósent. Það muni hafa áhrif á verðbólguna og gæti lækkað skuldir heimilanna um 14 milljarða króna miðað við eins prósenta lækkun á vöruverði. Það geri um 300 þúsund krónur á hvert skuldsett heimili að meðaltali. „Verði frumvarpið að lögum geta söluaðilar auglýst staðgreiðsluverð sem hið almenna verð. Staðgreiðsluverð mun bjóðast þeim sem staðgreiða með debetkorti eða reiðufé. Aðeins þeir sem greiða með kreditkorti munu greiða álag,“ segir í greinargerð með frumvarpinu. Þar segir að verslunum beri að upplýsa viðskiptavini sína um álagið, sem verði að vera í samræmi við áætlaðan kostnað verslunarinnar af lánaviðskiptunum, líklega á bilinu eitt til þrjú prósent eftir atvikum. Frosti óttast ekki að kaupmenn haldi verðinu óbreyttu og bæti ofan á það álagi fyrir kreditkortanotendur. „Þeir sem eru í verðsamkeppni munu lækka verðin.“Haukur OddssonVarar við því að draga úr kortanotkun „Þetta frumvarp mun engin áhrif hafa á Borgun þó það verði að lögum,“ segir Haukur Oddsson, forstjóri Borgunar. Hann segir orðalag frumvarpsins falla fullkomlega að skilmálum fyrirtækisins, Borgun geri engar kröfur um að verslanir hafi sama verð fyrir þá sem staðgreiði og þá sem kjósi að nota kreditkort. Ísland er í dag það ríki sem er með langsamlega minnst magn peninga í umferð og Haukur varar við öllum tilraunum til að draga úr notkun greiðslukorta. Það sé ekki bara vont fyrir Borgun og önnur kortafyrirtæki heldur fyrir alla landsmenn. Það kalli á aukið magn seðla í umferð sem hafi eitt og sér umtalsverðan kostnað í för með sér. Seðlarnir beri enga vexti í veskinu ólíkt peningum sem séu geymdir í banka þar til þeir eru notaðir, auk þess sem kostnaður banka og verslana við að nota reiðufé sé umtalsverður. Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Fleiri fréttir Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Sjá meira
Með einfaldri lagabreytingu sem heimilar verslunum að innheimta gjald af þeim sem nota kreditkort gætu heildarútgjöld íslenskra heimila lækkað um allt að fimm milljarða króna á ári, um 30 til 50 þúsund krónur á hvert heimili, segir Frosti Sigurjónsson, þingmaður Framsóknarflokksins og formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis. Frosti er fyrsti flutningsmaður þingmannafrumvarps sem lagt hefur verið fram á Alþingi þar sem mælt er fyrir slíkri breytingu. Auk fjölmargra þingmanna Framsóknarflokks standa tveir þingmenn Pírata og einn þingmaður Sjálfstæðisflokks að frumvarpinu. „Í dag er þetta þannig að 20 daga greiðslufrestur er í raun innifalinn í vöruverðinu, hvort sem greitt er með kreditkorti eða staðgreitt. Það er ekki ókeypis,“ segir Frosti. Hann segir kaupmenn í raun til neydda til að velta kostnaði við það að sumir kjósi að greiða með kreditkortum yfir í verðlagið, og þar með hækka verðin einnig fyrir þá sem kjósi að staðgreiða með reiðufé eða debetkortum.Frosti SigurjónssonValið tekið af neytendum „Valið að staðgreiða er í raun tekið af neytendum og niðurstaðan sú að það er hvati til að taka hluti að láni,“ segir Frosti. Hann segir að verði frumvarpið að lögum megi búast við að vöruverð lækki um eitt til tvö prósent. Það muni hafa áhrif á verðbólguna og gæti lækkað skuldir heimilanna um 14 milljarða króna miðað við eins prósenta lækkun á vöruverði. Það geri um 300 þúsund krónur á hvert skuldsett heimili að meðaltali. „Verði frumvarpið að lögum geta söluaðilar auglýst staðgreiðsluverð sem hið almenna verð. Staðgreiðsluverð mun bjóðast þeim sem staðgreiða með debetkorti eða reiðufé. Aðeins þeir sem greiða með kreditkorti munu greiða álag,“ segir í greinargerð með frumvarpinu. Þar segir að verslunum beri að upplýsa viðskiptavini sína um álagið, sem verði að vera í samræmi við áætlaðan kostnað verslunarinnar af lánaviðskiptunum, líklega á bilinu eitt til þrjú prósent eftir atvikum. Frosti óttast ekki að kaupmenn haldi verðinu óbreyttu og bæti ofan á það álagi fyrir kreditkortanotendur. „Þeir sem eru í verðsamkeppni munu lækka verðin.“Haukur OddssonVarar við því að draga úr kortanotkun „Þetta frumvarp mun engin áhrif hafa á Borgun þó það verði að lögum,“ segir Haukur Oddsson, forstjóri Borgunar. Hann segir orðalag frumvarpsins falla fullkomlega að skilmálum fyrirtækisins, Borgun geri engar kröfur um að verslanir hafi sama verð fyrir þá sem staðgreiði og þá sem kjósi að nota kreditkort. Ísland er í dag það ríki sem er með langsamlega minnst magn peninga í umferð og Haukur varar við öllum tilraunum til að draga úr notkun greiðslukorta. Það sé ekki bara vont fyrir Borgun og önnur kortafyrirtæki heldur fyrir alla landsmenn. Það kalli á aukið magn seðla í umferð sem hafi eitt og sér umtalsverðan kostnað í för með sér. Seðlarnir beri enga vexti í veskinu ólíkt peningum sem séu geymdir í banka þar til þeir eru notaðir, auk þess sem kostnaður banka og verslana við að nota reiðufé sé umtalsverður.
Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Fleiri fréttir Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Sjá meira