Íslenski boltinn

Gat ekki sætt mig við þessa launalækkun

Stefán Árni Pálsson skrifar
Stendur á sínu. Guðjón hefur stefnt Grindvíkingum.
Stendur á sínu. Guðjón hefur stefnt Grindvíkingum.
„Grindavík segir mér upp störfum þann fjórða október 2012 þegar forráðamenn félagsins afhenda mér uppsagnarbréf,“ segir Guðjón Þórðarson í samtali við Fréttablaðið í gær.

Guðjón hefur stefnt knattspyrnudeild Grindavíkur vegna vangoldinna launa og verður málið tekið fyrir þann 15. október í Héraðsdómi Reykjaness. Þjálfaranum var sagt upp störfum haustið 2012 eftir að Grindavík hafði fallið úr Pepsi-deildinni.

„Tveimur dögum síðar kemur fram í Morgunblaðinu í viðtali við formann knattspyrnudeildar Grindavíkur að Milan Stefán Jankovic muni taka við liðinu.“

„Þann 23. október fæ ég tilboð frá Grindavík sem ég gat ekki sætt mig við. Um var að ræða 80% launalækkun. Um það snýst þessi ágreiningur.“

Grindavík mun hafa boðið Guðjóni fimmtíu þúsund krónur í mánaðarlaun í lok októbermánaðar.

„Það er ekki forsvaranlegt að bjóða manni 80% launalækkun ef maður fellur um deild, það er ekki slíkur munur á milli Pepsi-deildarinnar og 1. deildar.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×