Möguleiki á því að kirkjur fari í þrot Valur Grettisson skrifar 9. október 2013 07:30 Langholtskirkja er verulega illa stödd eins og Fréttablaðið greindi frá í gær. Safnaðarheimilið er sambyggt kirkjunni. Fréttablaðið/GVA „Það er alveg möguleiki,“ segir Svana Helen Björnsdóttir, formaður fjárhagsnefndar kirkjuþings, aðspurð hvort það sé raunverulegur möguleiki á að kirkjur fari í gjaldþrot hér á landi vegna þungrar skuldabyrði. Í skýrslu nefndar innanríkisráðherra til þess að meta afleiðingar niðurskurðarins, sem var kynnt á miðju síðasta ári, sagði orðrétt: „Í mörgum tilvikum, einkum þar sem söfnuðir eru mjög skuldsettir, mun þetta ekki duga og jafnvel þótt helgihald, boðun og fræðsla yrðu dregin saman svo sem kostur er [staðan] þannig að við slíkum söfnuðum blasir ekkert annað en gjaldþrot.“ Greint var frá því í Fréttablaðinu í gær að skuldir sókna á suðvesturhorninu væru nokkuð yfir þrjá milljarða. Að sögn Svönu er helsta ástæða mikillar skuldasöfnunar safnaða viðhaldskostnaður og uppbygging fyrir hrun. Skuldugasta kirkja landsins, Grafarvogskirkja, skuldar um 600 milljónir króna og er skuldin tilkomin vegna kostnaðar við uppbyggingu. Þá skuldar Grensáskirkja um 300 milljónir króna. Aðspurð hvort um óábyrga skuldasöfnun sé að ræða hjá kirkjunum svarar Svana Helen: „Í sóknunum situr fólk sem hefur tekið ákvarðanir um framkvæmdir, sem það metur eftir bestu getu, og áætlar kostnað eftir því en í hruninu varð forsendubrestur.“Svana Helen Björnsdóttir, formaður fjárhagsnefndar kirkjuþings.Svana Helen bendir á að ríkið hafi til að mynda haldið eftir hluta sóknargjaldanna og skorið niður hjá þjóðkirkjunni með þeim hætti að kirkjur hættu að geta staðið undir skuldum sínum. Það gerir það að verkum að skuldir margar safnaða hafa snarhækkað og nú er svo komið, að sögn Svönu Helenar, að það á eftir að taka kirkjur mörg ár að vinna sig almennilega út úr vandanum. „Flestar sóknir sem eru skuldsettar eru í viðræðum við bankana um skuldbreytingarnar og allir fjármunir sóknanna fara í þessar skuldir,“ segir Svana. „Staðan er mjög alvarleg og skuldavandi kirkna verður viðvarandi næstu ár,“ segir hún. Samkvæmt nýju fjárlagafrumvarpi er gert ráð fyrir hærri sóknargjöldum, auk þess sem áformað er að hækkun heildarfjárveitingar til kirkjunnar verði 44,5 milljónir króna. Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Innlent „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ Innlent Fleiri fréttir Löreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi „Lífið er miklu meira en peningar“ Sjá meira
„Það er alveg möguleiki,“ segir Svana Helen Björnsdóttir, formaður fjárhagsnefndar kirkjuþings, aðspurð hvort það sé raunverulegur möguleiki á að kirkjur fari í gjaldþrot hér á landi vegna þungrar skuldabyrði. Í skýrslu nefndar innanríkisráðherra til þess að meta afleiðingar niðurskurðarins, sem var kynnt á miðju síðasta ári, sagði orðrétt: „Í mörgum tilvikum, einkum þar sem söfnuðir eru mjög skuldsettir, mun þetta ekki duga og jafnvel þótt helgihald, boðun og fræðsla yrðu dregin saman svo sem kostur er [staðan] þannig að við slíkum söfnuðum blasir ekkert annað en gjaldþrot.“ Greint var frá því í Fréttablaðinu í gær að skuldir sókna á suðvesturhorninu væru nokkuð yfir þrjá milljarða. Að sögn Svönu er helsta ástæða mikillar skuldasöfnunar safnaða viðhaldskostnaður og uppbygging fyrir hrun. Skuldugasta kirkja landsins, Grafarvogskirkja, skuldar um 600 milljónir króna og er skuldin tilkomin vegna kostnaðar við uppbyggingu. Þá skuldar Grensáskirkja um 300 milljónir króna. Aðspurð hvort um óábyrga skuldasöfnun sé að ræða hjá kirkjunum svarar Svana Helen: „Í sóknunum situr fólk sem hefur tekið ákvarðanir um framkvæmdir, sem það metur eftir bestu getu, og áætlar kostnað eftir því en í hruninu varð forsendubrestur.“Svana Helen Björnsdóttir, formaður fjárhagsnefndar kirkjuþings.Svana Helen bendir á að ríkið hafi til að mynda haldið eftir hluta sóknargjaldanna og skorið niður hjá þjóðkirkjunni með þeim hætti að kirkjur hættu að geta staðið undir skuldum sínum. Það gerir það að verkum að skuldir margar safnaða hafa snarhækkað og nú er svo komið, að sögn Svönu Helenar, að það á eftir að taka kirkjur mörg ár að vinna sig almennilega út úr vandanum. „Flestar sóknir sem eru skuldsettar eru í viðræðum við bankana um skuldbreytingarnar og allir fjármunir sóknanna fara í þessar skuldir,“ segir Svana. „Staðan er mjög alvarleg og skuldavandi kirkna verður viðvarandi næstu ár,“ segir hún. Samkvæmt nýju fjárlagafrumvarpi er gert ráð fyrir hærri sóknargjöldum, auk þess sem áformað er að hækkun heildarfjárveitingar til kirkjunnar verði 44,5 milljónir króna.
Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Innlent „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ Innlent Fleiri fréttir Löreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi „Lífið er miklu meira en peningar“ Sjá meira