Skoða ríkari þátttöku einkaaðila í samgönguverkefnum Valur Grettisson skrifar 7. október 2013 07:00 Hanna Birna Kristjánsdóttir Innanríkisráðherra skoðar einkaframkvæmdir í samöngum. Fréttablaðið/Valli „Við viljum fjölga samgöngukostum almennings og hraða framkvæmdum með það í huga að auka samstarf hins opinbera við einkaaðila,“ segir Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra. Í fjárlagafrumvarpinu kemur fram að innanríkisráðherra hafi hafið skoðun á hugsanlegri aðkomu einkaaðila að samgöngubótum hér á landi á næstu árum. Hanna Birna segir það þó algjörlega skýra kröfu að slíkar framkvæmdir komi ekki til álita nema íbúar og vegfarendur hafi kost á annarri leið samhliða einkaframkvæmdinni. „Það er alveg skýrt í mínum huga,“ bætir Hanna Birna við. Í þessu samhengi bendir Hanna Birna á Hvalfjarðargöngin, sem eru einkaframkvæmd, en hægt er að keyra Hvalfjörðinn vilji einstaklingar ekki nýta sér göngin vegna kostnaðar. Aðspurð til hvaða framkvæmda ríkið horfir í þessu samhengi segir Hanna Birna að nú sé verið að kanna fýsilega kosti. „Ég vona að Vegagerðin skili fyrstu tillögum sínum í næsta mánuði.“ Hún segir hugmyndina um aukna aðkomu einkaaðila ekki eingöngu snúast um sparnað, „heldur viljum við koma af stað aðgerðum og framkvæmdum sem eru ekki aðeins drifnar áfram af hinu opinbera“. Það eru ekki aðeins vegaframkvæmdir sem ráðuneytið lítur til. Hanna Birna segir það einnig koma til greina að einkaaðilar komi að uppbyggingu hafna og flugvalla. Hún segir þegar nokkurn áhuga á uppbyggingu innviða hafna, meðal annars vegna áforma um siglingaleiðir um norðurslóðir. Hanna Birna segir mikilvægt að skoða reynslu annarra landa í þessu sambandi. „Víða hefur þetta gefist mjög vel,“ segir Hanna Birna um samstarf einkaaðila og ríkis við uppbyggingu á úrbótum í samgöngum og bendir í því tilliti á Holland. Framkvæmdastofnun og framkvæmdahluti Siglingastofnunar voru sameinuð undir merkjum Vegagerðarinnar 1. júlí síðastliðinn. Gert er ráð fyrir að útgjöld sameinaðrar stofnunar aukist um 600 milljónir króna á næsta ári og verði alls tuttugu milljarðar króna. Mest lesið Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Fleiri fréttir Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Sjá meira
„Við viljum fjölga samgöngukostum almennings og hraða framkvæmdum með það í huga að auka samstarf hins opinbera við einkaaðila,“ segir Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra. Í fjárlagafrumvarpinu kemur fram að innanríkisráðherra hafi hafið skoðun á hugsanlegri aðkomu einkaaðila að samgöngubótum hér á landi á næstu árum. Hanna Birna segir það þó algjörlega skýra kröfu að slíkar framkvæmdir komi ekki til álita nema íbúar og vegfarendur hafi kost á annarri leið samhliða einkaframkvæmdinni. „Það er alveg skýrt í mínum huga,“ bætir Hanna Birna við. Í þessu samhengi bendir Hanna Birna á Hvalfjarðargöngin, sem eru einkaframkvæmd, en hægt er að keyra Hvalfjörðinn vilji einstaklingar ekki nýta sér göngin vegna kostnaðar. Aðspurð til hvaða framkvæmda ríkið horfir í þessu samhengi segir Hanna Birna að nú sé verið að kanna fýsilega kosti. „Ég vona að Vegagerðin skili fyrstu tillögum sínum í næsta mánuði.“ Hún segir hugmyndina um aukna aðkomu einkaaðila ekki eingöngu snúast um sparnað, „heldur viljum við koma af stað aðgerðum og framkvæmdum sem eru ekki aðeins drifnar áfram af hinu opinbera“. Það eru ekki aðeins vegaframkvæmdir sem ráðuneytið lítur til. Hanna Birna segir það einnig koma til greina að einkaaðilar komi að uppbyggingu hafna og flugvalla. Hún segir þegar nokkurn áhuga á uppbyggingu innviða hafna, meðal annars vegna áforma um siglingaleiðir um norðurslóðir. Hanna Birna segir mikilvægt að skoða reynslu annarra landa í þessu sambandi. „Víða hefur þetta gefist mjög vel,“ segir Hanna Birna um samstarf einkaaðila og ríkis við uppbyggingu á úrbótum í samgöngum og bendir í því tilliti á Holland. Framkvæmdastofnun og framkvæmdahluti Siglingastofnunar voru sameinuð undir merkjum Vegagerðarinnar 1. júlí síðastliðinn. Gert er ráð fyrir að útgjöld sameinaðrar stofnunar aukist um 600 milljónir króna á næsta ári og verði alls tuttugu milljarðar króna.
Mest lesið Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Fleiri fréttir Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Sjá meira