Innlent

Solberg og Siv ætla í samstarf

Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Forystukonurnar Erna Solberg og Siv Jensen hyggjast mynda ríkisstjórn.
Forystukonurnar Erna Solberg og Siv Jensen hyggjast mynda ríkisstjórn. Mynd/AFP
Hægri flokkurinn, með Ernu Solberg í fararbroddi, ætlar í ríkisstjórnarviðræður með Framfaraflokknum. Formaður flokksins er Siv Jensen.

Solberg segist ekki hafa gefið þann draum upp á bátinn að mynda ríkisstjórn með öllum borgaralegu flokkunum sem eru fjórir talsins. Hinir flokkarnir tveir, Venstre og Kristilegi þjóðarflokkurinn, segjast ekki vilja fara í samstarf með Framfaraflokknum vegna stefnu hans í málum innflytjenda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×