Innlent

Segir mikinn stuðning við álver í Helguvík

Haraldur Guðmundsson skrifar
Helguvík Century Aluminum, móðurfélag Norðuráls, stefnir enn að byggingu álvers í Helguvík.
Helguvík Century Aluminum, móðurfélag Norðuráls, stefnir enn að byggingu álvers í Helguvík.
Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, segir það skýran vilja allra hlutaðeigandi að álver Norðuráls í Helguvík taki sem fyrst til starfa.

Þetta kemur fram í svari ráðherra við fyrirspurn Oddnýjar G. Harðardóttur alþingismanns um álversframkvæmdir í Helguvík.

Þar segir að iðnaðarráðherra hafi á undanförnum mánuðum fundað með flestum þeim aðilum sem tengjast verkefninu, þar á meðal fulltrúum orkufyrirtækjanna, og að ráðherra ætli að beita sér fyrir framgangi verkefnisins.

„Frá því að núverandi ríkisstjórn tók við hefur iðnaðarráðherra lýst mjög skýrt yfir stuðningi við byggingu álvers í Helguvík og hafa stjórnarflokkarnir talað einni röddu í því máli. Er þar um grundvallarbreytingu að ræða frá því sem var í tíð fyrri ríkisstjórnar,“ segir í svari ráðherra.

Ragnheiður segir Century Aluminum, móðurfélag Norðuráls, stefna ótrautt að byggingu álversins.

„Ríkisstjórnin mun styðja við þau áform af heilum hug og gera allt sem í hennar valdi stendur til að verkefnið geti orðið að veruleika,“ segir iðnaðarráðherra.


Tengdar fréttir

Krefjast aðkomu að skipulagi Reykvíkur

Skipulagsmál höfuðborgar Íslands eru ekki einkamál íbúa Reykjavíkur eða kjörinna sveitarstjórnarmanna borgarinnar, heldur þjóðarinnar allrar,“ segir í bókun sveitarstjórnar Bláskógabyggðar sem fulltrúar annarra sveitarfélaga í skipulagsnefnd uppsveita Árnessýslu taka heils hugar undir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×