Innlent

Óheimilt að afhenda upptöku

Valur Grettisson skrifar
Atvikið átti sér stað á veitingastaðnum Portinu í Kringlunni.
Atvikið átti sér stað á veitingastaðnum Portinu í Kringlunni. Fréttablaðið/Valli
Maður sem taldi sig hafa verið beittan harðræði við handtöku á veitingastað í Kringlunni mátti ekki fá upptöku af handtökunni úr eftirlitsmyndavél, samkvæmt úrskurði Persónuverndar.

Það var lögreglumaðurinn sem sá um handtökuna sem kvartaði vegna málsins. Maðurinn sem var handtekinn fékk sér lögfræðing vegna málsins og sá fékk upptökuna af meinta harðræðinu afhenta.

Lögreglumaðurinn taldi að þegar lögreglan óskaði eftir sömu upptöku hafi hún ekki fengið hana afhenta. Því neitar forsvarsmaður veitingastaðarins og segir í úrskurði Persónuverndar að framkvæmdastjóri hans haldi því fram að hann hafi afhent lögreglu upptökurnar jafnskjótt og þeirra var óskað. Hann gaf jafnframt skýrslu um málið.

Í niðurstöðu Persónuverndar segir að framkvæmdastjóra veitingastaðarins hafi verið óheimilt að afhenda lögmanninum upptökuna, honum hafi einungis verið heimilt að afhenda lögreglu hana.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×