Hjón frá Eþíópíu sáust fyrst í strætó á Íslandi Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar 30. september 2013 08:00 Tsgie og Haile, sem eru frá Eþíópu, vilja að börnin þeirra fái góða menntun. fréttablaðið/gva Þegar Haile Kebede kom frá Eþíópíu til Íslands árið 2002 til að taka þátt í námskeiði í Jarðhitaskóla Sameinuðu þjóðanna átti hann ekki von að því að hann myndi snúa hingað aftur til þess að setjast hér að. „Ég er með BS-próf í rafmagnsverkfræði og kom hingað á vegum orkufyrirtækis sem ég starfaði hjá í höfuðborg Eþíópíu, Addis Ababa. Það var mjög dýrmætt að fá að taka þátt í námskeiðinu. Eþíópía býr yfir miklum möguleikum á nýtingu jarðhita og það var fróðlegt að kynnast þessum málum á Íslandi.“ Haile sneri heim og miðlaði af þekkingu sinni en sneri aftur til Íslands 2003 þar sem örlögin höfðu gripið í taumana. Hér hafði hann nefnilega kynnst Tsgie Yirga. „Við sáumst fyrst í strætó og köstuðum kveðju hvort á annað þar sem við sáum að við vorum bæði frá Eþíópíu. Það er hægt að sjá slíkt á andlitsfallinu,“ útskýra þau. Það var svo í boði hjá íslenskri konu, sem dvalið hafði langdvölum í Eþíópíu, sem þau Haile sáust aftur og komust að því að þau hefðu bæði búið og starfað í Addis Ababa, ekki langt frá hvort öðru. Tsgie hafði komið til Íslands árið 2000 og starfað hér sem au pair í sex mánuði. „Ég vann við matreiðslu í norska skólanum í Addis Ababa og frétti af Íslandi og möguleikunum hér hjá trúboðum. Mér leist strax mjög vel á íslenskt samfélag og ákvað að reyna að fá vinnu hér að loknu au pair-starfinu. Ég fékk fljótlega starf við ræstingar í Menntaskólanum í Hamrahlíð og vinn þar enn. Ég elda líka eþíópískan mat fyrir hópa og fyrir afmæli. Mig langar til þess að komast í kokkaskóla en ég var búin að ljúka framhaldsskólanámi heima í Eþíópíu.“ Haile, sem sneri aftur til Íslands til þess að kvænast konunni frá Eþíópíu sem hann hafði kynnst hér, starfar nú við viðgerðir á kaffivélum. „Auðvitað langar mig til þess að starfa við mitt fag hér og vonandi tekst það. En vissulega langar mig líka til þess að nýta þekkingu mína í Eþíópíu,“ segir hann. Það var meðal annars vegna skólagöngu barnanna sem fjölskyldan ákvað að setjast að á Íslandi. „Við eigum tvö börn, Jóhönnu, sem er 9 ára, og Jónatan, sem er 7 ára. Þau eiga marga vini hér og vilja vera áfram í skólanum sínum á Íslandi. Við verðum þess vegna hér, að minnsta kosti í nokkur ár. Við viljum að þau fái góða menntun,“ segja þau Haile og Tsgie. Hún tekur sérstaklega fram að þau eigi góða að á Íslandi. „Hér hafa íslenskar fjölskyldur opnað heimili sín fyrir okkur. Það er gott að hafa bakhjarl hér þegar ættingjarnir eru langt í burtu.“ Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Þegar Haile Kebede kom frá Eþíópíu til Íslands árið 2002 til að taka þátt í námskeiði í Jarðhitaskóla Sameinuðu þjóðanna átti hann ekki von að því að hann myndi snúa hingað aftur til þess að setjast hér að. „Ég er með BS-próf í rafmagnsverkfræði og kom hingað á vegum orkufyrirtækis sem ég starfaði hjá í höfuðborg Eþíópíu, Addis Ababa. Það var mjög dýrmætt að fá að taka þátt í námskeiðinu. Eþíópía býr yfir miklum möguleikum á nýtingu jarðhita og það var fróðlegt að kynnast þessum málum á Íslandi.“ Haile sneri heim og miðlaði af þekkingu sinni en sneri aftur til Íslands 2003 þar sem örlögin höfðu gripið í taumana. Hér hafði hann nefnilega kynnst Tsgie Yirga. „Við sáumst fyrst í strætó og köstuðum kveðju hvort á annað þar sem við sáum að við vorum bæði frá Eþíópíu. Það er hægt að sjá slíkt á andlitsfallinu,“ útskýra þau. Það var svo í boði hjá íslenskri konu, sem dvalið hafði langdvölum í Eþíópíu, sem þau Haile sáust aftur og komust að því að þau hefðu bæði búið og starfað í Addis Ababa, ekki langt frá hvort öðru. Tsgie hafði komið til Íslands árið 2000 og starfað hér sem au pair í sex mánuði. „Ég vann við matreiðslu í norska skólanum í Addis Ababa og frétti af Íslandi og möguleikunum hér hjá trúboðum. Mér leist strax mjög vel á íslenskt samfélag og ákvað að reyna að fá vinnu hér að loknu au pair-starfinu. Ég fékk fljótlega starf við ræstingar í Menntaskólanum í Hamrahlíð og vinn þar enn. Ég elda líka eþíópískan mat fyrir hópa og fyrir afmæli. Mig langar til þess að komast í kokkaskóla en ég var búin að ljúka framhaldsskólanámi heima í Eþíópíu.“ Haile, sem sneri aftur til Íslands til þess að kvænast konunni frá Eþíópíu sem hann hafði kynnst hér, starfar nú við viðgerðir á kaffivélum. „Auðvitað langar mig til þess að starfa við mitt fag hér og vonandi tekst það. En vissulega langar mig líka til þess að nýta þekkingu mína í Eþíópíu,“ segir hann. Það var meðal annars vegna skólagöngu barnanna sem fjölskyldan ákvað að setjast að á Íslandi. „Við eigum tvö börn, Jóhönnu, sem er 9 ára, og Jónatan, sem er 7 ára. Þau eiga marga vini hér og vilja vera áfram í skólanum sínum á Íslandi. Við verðum þess vegna hér, að minnsta kosti í nokkur ár. Við viljum að þau fái góða menntun,“ segja þau Haile og Tsgie. Hún tekur sérstaklega fram að þau eigi góða að á Íslandi. „Hér hafa íslenskar fjölskyldur opnað heimili sín fyrir okkur. Það er gott að hafa bakhjarl hér þegar ættingjarnir eru langt í burtu.“
Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira