Atli Viðar orðinn meðlimur í klúbbnum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. september 2013 08:00 Það hefur bara einn leikmaður skorað fleiri mörk fyrir eitt lið en Atli Viðar, sem hefur skorað 88 mörk fyrir FH. Mynd/Daníel Aðalmælikvarðinn á frammistöðu framherja í íslensku deildinni hefur ávallt verið miðaður við það hvort þeir nái tíu mörkum á sumri. 158 sinnum hafa leikmenn náð að brjóta tíu marka múrinn frá því að deildaskipting var tekin upp árið 1955 en það eru bara sjö kappar sem hafa náð þessu höfuðmarkmiði fimm sinnum. Sjöundi félaginn bættist í klúbbinn um síðustu helgi þegar Atli Viðar Björnsson skoraði sitt 10. og 11. mark í Pepsi-deildinni í sumar. Hann var þá að ná fimmta tíu marka tímabili sínu á sex árum og það þrátt fyrir að missa af talsverðum hluta tímabilsins vegna meiðsla. Matthías Hallgrímsson var stofnmeðlimur klúbbsins þegar hann skoraði fimmtán mörk á sínu fyrsta ári með Val sumarið 1980 en kappinn hafði þá áður átt fjögur tíu marka tímabil með Skagamönnum. Sigurlás Þorleifsson bættist í hópinn tveimur árum síðar og ári síðar varð Ingi Björn Albertsson þriðji meðlimurinn. Guðmundur Steinsson komst í klúbbinn 1990 og varð síðan sá fyrsti til að ná sex tíu marka tímabilum ári síðar. Hörður Magnússon (1994) og Tryggvi Guðmundsson (2008) voru þeir einu sem höfðu komist í klúbbinn á síðustu 22 árum. Atli Viðar setti met á árunum 2008 til 2011 þegar hann varð sá fyrsti til að rjúfa tíu marka múrinn fjögur sumur í röð en alls skoraði Atli Viðar 52 mörk á þessum fjórum tímabilum. Atli Viðar náði aðeins að spila tíu leiki í fyrra og hefur verið að glíma við meiðsli í sumar alveg eins og þá. Endasprettur hans hefur hins vegar verið magnaður. Hann hefur skorað fimm mörk í síðustu fjórum leikjum og það þrátt fyrir að byrja aðeins einn þeirra. Atli Viðar varð á sunnudaginn sjötti elsti maðurinn sem nær því að brjóta tíu marka múrinn en aðeins þeir Tryggvi Guðmundsson (tvisvar sinnum, ÍBV 2011 og FH 2008), Atli Eðvaldsson (KR 1991), Jónas Grani Garðarsson (Fram 2007) og Helgi Sigurðsson sem voru eldri. Tryggvi Guðmundsson, markahæsti leikmaður efstu deildar, skoraði 41 mark eftir að hann komst á sama aldur og Atli Viðar er nú. Þeir voru sem sagt með jafnmörg mörk á þessum tímapunkti á ferli sínum. Hvort Atli Viðar komist í hundrað marka klúbbinn er önnur saga. Meðlimir í 5 x 10 klúbburinnGuðmundur Steinsson - 6 tímabil Fram, 1984 - 10 mörk Fram, 1985 - 10 mörk Fram, 1986 - 10 mörk Fram, 1988 - 12 mörk Fram, 1990 - 10 mörk Víkingur, 1991 - 13 mörkTryggvi Guðmundsson - 6 tímabil ÍBV, 1993 - 12 mörk ÍBV, 1995 - 14 mörk ÍBV, 1997 - 19 mörk FH, 2005 - 16 mörk FH, 2008 - 12 mörk ÍBV, 2011 - 10 mörkAtli Viðar Björnsson - 5 tímabil FH, 2008 - 11 mörk FH, 2009 - 14 mörk FH, 2010 - 14 mörk FH, 2011 - 13 mörk FH, 2013 - 11 mörkSigurlás Þorleifsson - 5 tímabil ÍBV, 1977 - 12 mörk ÍBV, 1978 - 10 mörk Víkingur, 1979 - 10 mörk ÍBV, 1981 - 12 mörk ÍBV, 1982 - 10 mörkMatthías Hallgrímsson - 5 tímabil ÍA, 1971 - 11 mörk ÍA, 1973 - 12 mörk ÍA, 1975 - 10 mörk ÍA, 1978 - 11 mörk Valur, 1980 - 15 mörkHörður Magnússon - 5 tímabil FH, 1989 - 12 mörk FH, 1990 - 13 mörk FH, 1991 - 13 mörk FH, 1993 - 13 mörk FH, 1994 - 10 mörkIngi Björn Albertsson - 5 tímabil Valur, 1972 - 11 mörk Valur, 1976 - 16 mörk Valur, 1977 - 15 mörk Valur, 1978 - 15 mörk Valur, 1983 - 14 mörk Flest mörk fyrir eitt félag í efstu deild:Ingi Björn Albertsson, Val 109 Atli Viðar Björnsson, FH 88 Hörður Magnússon, FH 84 Hermann Gunnarsson, Val 81 Guðmundur Steinarsson, Keflavík 81 Guðmundur Steinsson, Fram 80 Matthías Hallgrímsson, ÍA 77 Tryggvi Guðmundsson, ÍBV 75 Steinar Jóhannsson, Keflavík 72 Steingrímur Jóhannesson, ÍBV 72 Pepsi Max-deild karla Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar Handbolti „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti „Langstærsta prófið“ en Danir hafa misstigið sig Handbolti Fleiri fréttir Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Sjá meira
Aðalmælikvarðinn á frammistöðu framherja í íslensku deildinni hefur ávallt verið miðaður við það hvort þeir nái tíu mörkum á sumri. 158 sinnum hafa leikmenn náð að brjóta tíu marka múrinn frá því að deildaskipting var tekin upp árið 1955 en það eru bara sjö kappar sem hafa náð þessu höfuðmarkmiði fimm sinnum. Sjöundi félaginn bættist í klúbbinn um síðustu helgi þegar Atli Viðar Björnsson skoraði sitt 10. og 11. mark í Pepsi-deildinni í sumar. Hann var þá að ná fimmta tíu marka tímabili sínu á sex árum og það þrátt fyrir að missa af talsverðum hluta tímabilsins vegna meiðsla. Matthías Hallgrímsson var stofnmeðlimur klúbbsins þegar hann skoraði fimmtán mörk á sínu fyrsta ári með Val sumarið 1980 en kappinn hafði þá áður átt fjögur tíu marka tímabil með Skagamönnum. Sigurlás Þorleifsson bættist í hópinn tveimur árum síðar og ári síðar varð Ingi Björn Albertsson þriðji meðlimurinn. Guðmundur Steinsson komst í klúbbinn 1990 og varð síðan sá fyrsti til að ná sex tíu marka tímabilum ári síðar. Hörður Magnússon (1994) og Tryggvi Guðmundsson (2008) voru þeir einu sem höfðu komist í klúbbinn á síðustu 22 árum. Atli Viðar setti met á árunum 2008 til 2011 þegar hann varð sá fyrsti til að rjúfa tíu marka múrinn fjögur sumur í röð en alls skoraði Atli Viðar 52 mörk á þessum fjórum tímabilum. Atli Viðar náði aðeins að spila tíu leiki í fyrra og hefur verið að glíma við meiðsli í sumar alveg eins og þá. Endasprettur hans hefur hins vegar verið magnaður. Hann hefur skorað fimm mörk í síðustu fjórum leikjum og það þrátt fyrir að byrja aðeins einn þeirra. Atli Viðar varð á sunnudaginn sjötti elsti maðurinn sem nær því að brjóta tíu marka múrinn en aðeins þeir Tryggvi Guðmundsson (tvisvar sinnum, ÍBV 2011 og FH 2008), Atli Eðvaldsson (KR 1991), Jónas Grani Garðarsson (Fram 2007) og Helgi Sigurðsson sem voru eldri. Tryggvi Guðmundsson, markahæsti leikmaður efstu deildar, skoraði 41 mark eftir að hann komst á sama aldur og Atli Viðar er nú. Þeir voru sem sagt með jafnmörg mörk á þessum tímapunkti á ferli sínum. Hvort Atli Viðar komist í hundrað marka klúbbinn er önnur saga. Meðlimir í 5 x 10 klúbburinnGuðmundur Steinsson - 6 tímabil Fram, 1984 - 10 mörk Fram, 1985 - 10 mörk Fram, 1986 - 10 mörk Fram, 1988 - 12 mörk Fram, 1990 - 10 mörk Víkingur, 1991 - 13 mörkTryggvi Guðmundsson - 6 tímabil ÍBV, 1993 - 12 mörk ÍBV, 1995 - 14 mörk ÍBV, 1997 - 19 mörk FH, 2005 - 16 mörk FH, 2008 - 12 mörk ÍBV, 2011 - 10 mörkAtli Viðar Björnsson - 5 tímabil FH, 2008 - 11 mörk FH, 2009 - 14 mörk FH, 2010 - 14 mörk FH, 2011 - 13 mörk FH, 2013 - 11 mörkSigurlás Þorleifsson - 5 tímabil ÍBV, 1977 - 12 mörk ÍBV, 1978 - 10 mörk Víkingur, 1979 - 10 mörk ÍBV, 1981 - 12 mörk ÍBV, 1982 - 10 mörkMatthías Hallgrímsson - 5 tímabil ÍA, 1971 - 11 mörk ÍA, 1973 - 12 mörk ÍA, 1975 - 10 mörk ÍA, 1978 - 11 mörk Valur, 1980 - 15 mörkHörður Magnússon - 5 tímabil FH, 1989 - 12 mörk FH, 1990 - 13 mörk FH, 1991 - 13 mörk FH, 1993 - 13 mörk FH, 1994 - 10 mörkIngi Björn Albertsson - 5 tímabil Valur, 1972 - 11 mörk Valur, 1976 - 16 mörk Valur, 1977 - 15 mörk Valur, 1978 - 15 mörk Valur, 1983 - 14 mörk Flest mörk fyrir eitt félag í efstu deild:Ingi Björn Albertsson, Val 109 Atli Viðar Björnsson, FH 88 Hörður Magnússon, FH 84 Hermann Gunnarsson, Val 81 Guðmundur Steinarsson, Keflavík 81 Guðmundur Steinsson, Fram 80 Matthías Hallgrímsson, ÍA 77 Tryggvi Guðmundsson, ÍBV 75 Steinar Jóhannsson, Keflavík 72 Steingrímur Jóhannesson, ÍBV 72
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar Handbolti „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti „Langstærsta prófið“ en Danir hafa misstigið sig Handbolti Fleiri fréttir Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Sjá meira