Tvöfalt fleiri lágtekjumenn hafa ekki efni á tannlækni Jóhanna Margrét Einarsdóttir skrifar 28. september 2013 07:15 Rannsóknir benda til að þeir sem láta ekki hreinsa tennurnar reglulega eigi frekar á hættu að fá hjarta- og æðasjúkdóma. Mynd/Hari Frá hruni hefur fjölgað um helming í hópi tekulágra sem telja sig ekki hafa efni á að fara til tannlæknis. Einungis í Lettlandi og Búlgaríu er fleira lágtekjufólk sem leitar ekki til tannlæknis vegna efnahags. „Ég velti því fyrir mér hvort tannlækningar séu fyrir alla eða einungis þá efnameiri,“ segir Börkur Thoroddsen, tannlæknir og varaformaður Tannlæknafélags Íslands. Stefán Ólafsson, prófessor við Háskóla Íslands, hefur birt tölur á bloggi sínu um hve stór hluti lágtekjufólks neitaði sér um tannlækningar á árinu 2011 vegna kostnaðar við þær. Lágtekjufólk eru þau 20 prósent einstaklinga 16 ára og eldri sem hafa lægstu tekjurnar í þjóðfélaginu. Tölurnar er fengnar frá Hagstofu Evrópu og eru frá 31 ríki. Samkvæmt þeim er Ísland aftarlega á merinni, eða með þriðju verstu stöðuna í Evrópu. Hér á landi neitar fimmtungur lágtekjufólks sér um tannlækningar. Það er einungis í Lettlandi og Búlgaríu þar sem fleiri neita sér um tannlækningar. Næstir á eftir Íslendingum eru Rúmenar, Ítalir, Portúgalar, Eistar og Kýpverjar. „Þarna sér merki kreppunnar og hinnar miklu skerðingar kaupmáttar sem varð hér á landi með hruni krónunnar 2008 til 2009,“ segir Stefán og bendir á að eftir hrun hafi tekjulágum sem neita sér um tannlæknaþjónustu fjölgað úr níu í nítján prósent. Stefán segir að ef miðtekjufólk sé skoðað komi í ljós að tíu prósent Íslendinga í þeim tekjuhópi hafi ekki talið sig hafa fjárhagslega burði til að fara til tannlæknis. „Þarna gætir í senn lágs kaupmáttar og lítilla niðurgreiðslna á tannlækningum. Verðlag þjónustunnar gæti einnig verið frekar hátt miðað við kaupmátt almennings,“ segir Stefán. Börkur Thoroddsen segir að tannlæknar hafi greint versnandi tannheilsu hjá fólki. „Eftir hrun hefur fólk sparað við sig tannlækningar. Fólk annað hvort kemur ekki eða frestar dýrum aðgerðum eins og krónuviðgerðum eða rótarfyllingum.“ Börkur segir að þetta geti leitt til þess að fólk missi tennur sem hefði verið hægt að bjarga. „Tekjulágir hópar eins og öryrkjar koma ekki til tannlæknis nema verkir og bólgur reki þá til þess,“ segir Börkur. Að sögn Barkar getur slæm tannheilsa haft alvarlegar afleiðingar. „Rannsóknir benda til að bakteríur í munninum geti valdið hjarta- og æðasjúkdómum. Ef fólk fer ekki í tannhreinsun reglulega geta bakteríurnar farið út í blóðið og valdið þessum sjúkdómum,“ segir hann. Börkur kveður þó heldur hafa rofað til hvað barnatannlækningar varðar eftir að stjórnvöld ákváðu að hópar barna og unglinga ættu rétt á ókeypis tannlækningum. Það verði þó ekki fyrr en eftir fimm ár sem öll börn og unglingar eigi rétt á fríum tannlækningum. „Það skiptir miklu máli að börnin okkar fari út í lífið með heilar tennur,“ segir hann. Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Fleiri fréttir Líkamsrækt World Class í Laugum rýmd vegna eldsvoða Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Sjá meira
Frá hruni hefur fjölgað um helming í hópi tekulágra sem telja sig ekki hafa efni á að fara til tannlæknis. Einungis í Lettlandi og Búlgaríu er fleira lágtekjufólk sem leitar ekki til tannlæknis vegna efnahags. „Ég velti því fyrir mér hvort tannlækningar séu fyrir alla eða einungis þá efnameiri,“ segir Börkur Thoroddsen, tannlæknir og varaformaður Tannlæknafélags Íslands. Stefán Ólafsson, prófessor við Háskóla Íslands, hefur birt tölur á bloggi sínu um hve stór hluti lágtekjufólks neitaði sér um tannlækningar á árinu 2011 vegna kostnaðar við þær. Lágtekjufólk eru þau 20 prósent einstaklinga 16 ára og eldri sem hafa lægstu tekjurnar í þjóðfélaginu. Tölurnar er fengnar frá Hagstofu Evrópu og eru frá 31 ríki. Samkvæmt þeim er Ísland aftarlega á merinni, eða með þriðju verstu stöðuna í Evrópu. Hér á landi neitar fimmtungur lágtekjufólks sér um tannlækningar. Það er einungis í Lettlandi og Búlgaríu þar sem fleiri neita sér um tannlækningar. Næstir á eftir Íslendingum eru Rúmenar, Ítalir, Portúgalar, Eistar og Kýpverjar. „Þarna sér merki kreppunnar og hinnar miklu skerðingar kaupmáttar sem varð hér á landi með hruni krónunnar 2008 til 2009,“ segir Stefán og bendir á að eftir hrun hafi tekjulágum sem neita sér um tannlæknaþjónustu fjölgað úr níu í nítján prósent. Stefán segir að ef miðtekjufólk sé skoðað komi í ljós að tíu prósent Íslendinga í þeim tekjuhópi hafi ekki talið sig hafa fjárhagslega burði til að fara til tannlæknis. „Þarna gætir í senn lágs kaupmáttar og lítilla niðurgreiðslna á tannlækningum. Verðlag þjónustunnar gæti einnig verið frekar hátt miðað við kaupmátt almennings,“ segir Stefán. Börkur Thoroddsen segir að tannlæknar hafi greint versnandi tannheilsu hjá fólki. „Eftir hrun hefur fólk sparað við sig tannlækningar. Fólk annað hvort kemur ekki eða frestar dýrum aðgerðum eins og krónuviðgerðum eða rótarfyllingum.“ Börkur segir að þetta geti leitt til þess að fólk missi tennur sem hefði verið hægt að bjarga. „Tekjulágir hópar eins og öryrkjar koma ekki til tannlæknis nema verkir og bólgur reki þá til þess,“ segir Börkur. Að sögn Barkar getur slæm tannheilsa haft alvarlegar afleiðingar. „Rannsóknir benda til að bakteríur í munninum geti valdið hjarta- og æðasjúkdómum. Ef fólk fer ekki í tannhreinsun reglulega geta bakteríurnar farið út í blóðið og valdið þessum sjúkdómum,“ segir hann. Börkur kveður þó heldur hafa rofað til hvað barnatannlækningar varðar eftir að stjórnvöld ákváðu að hópar barna og unglinga ættu rétt á ókeypis tannlækningum. Það verði þó ekki fyrr en eftir fimm ár sem öll börn og unglingar eigi rétt á fríum tannlækningum. „Það skiptir miklu máli að börnin okkar fari út í lífið með heilar tennur,“ segir hann.
Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Fleiri fréttir Líkamsrækt World Class í Laugum rýmd vegna eldsvoða Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent