Tvöfalt fleiri lágtekjumenn hafa ekki efni á tannlækni Jóhanna Margrét Einarsdóttir skrifar 28. september 2013 07:15 Rannsóknir benda til að þeir sem láta ekki hreinsa tennurnar reglulega eigi frekar á hættu að fá hjarta- og æðasjúkdóma. Mynd/Hari Frá hruni hefur fjölgað um helming í hópi tekulágra sem telja sig ekki hafa efni á að fara til tannlæknis. Einungis í Lettlandi og Búlgaríu er fleira lágtekjufólk sem leitar ekki til tannlæknis vegna efnahags. „Ég velti því fyrir mér hvort tannlækningar séu fyrir alla eða einungis þá efnameiri,“ segir Börkur Thoroddsen, tannlæknir og varaformaður Tannlæknafélags Íslands. Stefán Ólafsson, prófessor við Háskóla Íslands, hefur birt tölur á bloggi sínu um hve stór hluti lágtekjufólks neitaði sér um tannlækningar á árinu 2011 vegna kostnaðar við þær. Lágtekjufólk eru þau 20 prósent einstaklinga 16 ára og eldri sem hafa lægstu tekjurnar í þjóðfélaginu. Tölurnar er fengnar frá Hagstofu Evrópu og eru frá 31 ríki. Samkvæmt þeim er Ísland aftarlega á merinni, eða með þriðju verstu stöðuna í Evrópu. Hér á landi neitar fimmtungur lágtekjufólks sér um tannlækningar. Það er einungis í Lettlandi og Búlgaríu þar sem fleiri neita sér um tannlækningar. Næstir á eftir Íslendingum eru Rúmenar, Ítalir, Portúgalar, Eistar og Kýpverjar. „Þarna sér merki kreppunnar og hinnar miklu skerðingar kaupmáttar sem varð hér á landi með hruni krónunnar 2008 til 2009,“ segir Stefán og bendir á að eftir hrun hafi tekjulágum sem neita sér um tannlæknaþjónustu fjölgað úr níu í nítján prósent. Stefán segir að ef miðtekjufólk sé skoðað komi í ljós að tíu prósent Íslendinga í þeim tekjuhópi hafi ekki talið sig hafa fjárhagslega burði til að fara til tannlæknis. „Þarna gætir í senn lágs kaupmáttar og lítilla niðurgreiðslna á tannlækningum. Verðlag þjónustunnar gæti einnig verið frekar hátt miðað við kaupmátt almennings,“ segir Stefán. Börkur Thoroddsen segir að tannlæknar hafi greint versnandi tannheilsu hjá fólki. „Eftir hrun hefur fólk sparað við sig tannlækningar. Fólk annað hvort kemur ekki eða frestar dýrum aðgerðum eins og krónuviðgerðum eða rótarfyllingum.“ Börkur segir að þetta geti leitt til þess að fólk missi tennur sem hefði verið hægt að bjarga. „Tekjulágir hópar eins og öryrkjar koma ekki til tannlæknis nema verkir og bólgur reki þá til þess,“ segir Börkur. Að sögn Barkar getur slæm tannheilsa haft alvarlegar afleiðingar. „Rannsóknir benda til að bakteríur í munninum geti valdið hjarta- og æðasjúkdómum. Ef fólk fer ekki í tannhreinsun reglulega geta bakteríurnar farið út í blóðið og valdið þessum sjúkdómum,“ segir hann. Börkur kveður þó heldur hafa rofað til hvað barnatannlækningar varðar eftir að stjórnvöld ákváðu að hópar barna og unglinga ættu rétt á ókeypis tannlækningum. Það verði þó ekki fyrr en eftir fimm ár sem öll börn og unglingar eigi rétt á fríum tannlækningum. „Það skiptir miklu máli að börnin okkar fari út í lífið með heilar tennur,“ segir hann. Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Erlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Fleiri fréttir Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Sjá meira
Frá hruni hefur fjölgað um helming í hópi tekulágra sem telja sig ekki hafa efni á að fara til tannlæknis. Einungis í Lettlandi og Búlgaríu er fleira lágtekjufólk sem leitar ekki til tannlæknis vegna efnahags. „Ég velti því fyrir mér hvort tannlækningar séu fyrir alla eða einungis þá efnameiri,“ segir Börkur Thoroddsen, tannlæknir og varaformaður Tannlæknafélags Íslands. Stefán Ólafsson, prófessor við Háskóla Íslands, hefur birt tölur á bloggi sínu um hve stór hluti lágtekjufólks neitaði sér um tannlækningar á árinu 2011 vegna kostnaðar við þær. Lágtekjufólk eru þau 20 prósent einstaklinga 16 ára og eldri sem hafa lægstu tekjurnar í þjóðfélaginu. Tölurnar er fengnar frá Hagstofu Evrópu og eru frá 31 ríki. Samkvæmt þeim er Ísland aftarlega á merinni, eða með þriðju verstu stöðuna í Evrópu. Hér á landi neitar fimmtungur lágtekjufólks sér um tannlækningar. Það er einungis í Lettlandi og Búlgaríu þar sem fleiri neita sér um tannlækningar. Næstir á eftir Íslendingum eru Rúmenar, Ítalir, Portúgalar, Eistar og Kýpverjar. „Þarna sér merki kreppunnar og hinnar miklu skerðingar kaupmáttar sem varð hér á landi með hruni krónunnar 2008 til 2009,“ segir Stefán og bendir á að eftir hrun hafi tekjulágum sem neita sér um tannlæknaþjónustu fjölgað úr níu í nítján prósent. Stefán segir að ef miðtekjufólk sé skoðað komi í ljós að tíu prósent Íslendinga í þeim tekjuhópi hafi ekki talið sig hafa fjárhagslega burði til að fara til tannlæknis. „Þarna gætir í senn lágs kaupmáttar og lítilla niðurgreiðslna á tannlækningum. Verðlag þjónustunnar gæti einnig verið frekar hátt miðað við kaupmátt almennings,“ segir Stefán. Börkur Thoroddsen segir að tannlæknar hafi greint versnandi tannheilsu hjá fólki. „Eftir hrun hefur fólk sparað við sig tannlækningar. Fólk annað hvort kemur ekki eða frestar dýrum aðgerðum eins og krónuviðgerðum eða rótarfyllingum.“ Börkur segir að þetta geti leitt til þess að fólk missi tennur sem hefði verið hægt að bjarga. „Tekjulágir hópar eins og öryrkjar koma ekki til tannlæknis nema verkir og bólgur reki þá til þess,“ segir Börkur. Að sögn Barkar getur slæm tannheilsa haft alvarlegar afleiðingar. „Rannsóknir benda til að bakteríur í munninum geti valdið hjarta- og æðasjúkdómum. Ef fólk fer ekki í tannhreinsun reglulega geta bakteríurnar farið út í blóðið og valdið þessum sjúkdómum,“ segir hann. Börkur kveður þó heldur hafa rofað til hvað barnatannlækningar varðar eftir að stjórnvöld ákváðu að hópar barna og unglinga ættu rétt á ókeypis tannlækningum. Það verði þó ekki fyrr en eftir fimm ár sem öll börn og unglingar eigi rétt á fríum tannlækningum. „Það skiptir miklu máli að börnin okkar fari út í lífið með heilar tennur,“ segir hann.
Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Erlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Fleiri fréttir Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Sjá meira