Vilja klára aðildarviðræður og kjósa Karen Kjartansdóttir skrifar 27. september 2013 07:30 Vinnumarkaðssamtök vilja í úttekt beina sérstakri athygli að gjaldmiðilssamstarfinu og þróun þess í ljósi efnahagsörðugleika undanfarinna ára. Alþýðusamband Íslands, Samtök atvinnulífsins og Viðskiptaráð Íslands „telja öll æskilegt að aðildarviðræðum við ESB verði lokið og að besti fáanlegur samningur um aðild verði borinn upp í þjóðaratkvæðagreiðslu,“ eins og segir í bréfi forsvarsmanna samtakanna til forsætisráðherra. Samtökin vilja samstarf við ríkisstjórnina um úttekt á stöðu aðildarviðræðnanna, eins og Fréttablaðið greindi frá í gær. Í bréfinu, sem Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra fengu afrit af, segir að samtökin þrenn hyggist standa fyrir úttekt á aðildarviðræðum við Evrópusambandið, þróun ESB og valkostum í efnahagsmálum. Samtökin telja meðal annars mikilvægt að meta hvaða áhrif hléið sem ríkisstjórnin hefur gert á viðræðunum hafi á framvindu þeirra. Í fylgiskjali með bréfinu segir að skoða þurfi með hvaða hætti viðræður yrðu teknar upp að nýju ef vilji stæði til þess og svara spurningum eins og þeirri hvort aðildarviðræðum yrði haldið áfram þar sem frá var horfið eða hvort taka þyrfti upp að nýju mál sem þegar hefur verið lokið. „Liður í úttektinni verði einnig að kanna kosti og galla þeirra leiða sem koma til greina til að tryggja hér á landi til langframa stöðugleika í gengis- og peningamálum, verðlagi og festu í stjórn efnahagsmála og um leið hvernig unnt sé að skapa umgjörð fyrir öflugt atvinnulíf og búa heimilunum lífskjör í fremstu röð,“ segir í fylgiskjalinu. Samtökin telja að úttektin á stöðu viðræðnanna og þróun mála í ESB, sem stjórnarsáttmálinn kveður á um, og úttekt þeirra geti farið vel saman og bjóða ríkisstjórninni samstarf. „Telji stjórnvöld ekki ávinning af slíku samstarfi munu samtökin engu að síður standa fyrir úttekt á þessum málum,“ segir í bréfinu sem Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri SA, og Hreggviður Jónsson, formaður Viðskiptaráðs, undirrita.Sigmundur Davíð GunnlaugssonAfstaða þriggja manna Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra segir að ríkisstjórnin hafi ekki haft tækifæri til að ræða bréf vinnumarkaðssamtakanna. „Þetta er væntanlega liður í því að kynna ákveðin sjónarmið sem forystumenn þessara samtaka hafa staðið fyrir alllengi þótt það sé ekki endilega í samræmi við afstöðu allra félagsmanna þeirra. En það kemur reyndar fram í bréfinu hvaða niðurstöðu þeir vilja fá og þá er spurning hvort þeir hafi einhverja þörf fyrir aðkomu ríkisstjórnarinnar,“ segir Sigmundur. Hann segir að ætlunin sé að gera faglega úttekt á vegum ríkisstjórnarinnar, sem varpi ljósi á staðreyndir málsins. Þá liggi afstaða stjórnarinnar í ESB-málum fyrir. „Það liggur fyrir að hún er ólík afstöðu þessara þriggja manna eða hversu stór sem þessi hópur er. Það er hins vegar ekkert að því að skoða öll erindin sem berast frá þeim og við gerum það af opnum hug. En áhersla okkar verður á þessa hlutlausu og faglegu úttekt til þess að umræðan geti byggst á staðreyndum en ekki skjali sem er ætlað að ná fram ákveðinni fyrir fram mótaðri afstöðu.“ Mest lesið Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Erlent Fleiri fréttir Lögregla lýsir eftir ökumanni sem ók á konu Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Sjá meira
Alþýðusamband Íslands, Samtök atvinnulífsins og Viðskiptaráð Íslands „telja öll æskilegt að aðildarviðræðum við ESB verði lokið og að besti fáanlegur samningur um aðild verði borinn upp í þjóðaratkvæðagreiðslu,“ eins og segir í bréfi forsvarsmanna samtakanna til forsætisráðherra. Samtökin vilja samstarf við ríkisstjórnina um úttekt á stöðu aðildarviðræðnanna, eins og Fréttablaðið greindi frá í gær. Í bréfinu, sem Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra fengu afrit af, segir að samtökin þrenn hyggist standa fyrir úttekt á aðildarviðræðum við Evrópusambandið, þróun ESB og valkostum í efnahagsmálum. Samtökin telja meðal annars mikilvægt að meta hvaða áhrif hléið sem ríkisstjórnin hefur gert á viðræðunum hafi á framvindu þeirra. Í fylgiskjali með bréfinu segir að skoða þurfi með hvaða hætti viðræður yrðu teknar upp að nýju ef vilji stæði til þess og svara spurningum eins og þeirri hvort aðildarviðræðum yrði haldið áfram þar sem frá var horfið eða hvort taka þyrfti upp að nýju mál sem þegar hefur verið lokið. „Liður í úttektinni verði einnig að kanna kosti og galla þeirra leiða sem koma til greina til að tryggja hér á landi til langframa stöðugleika í gengis- og peningamálum, verðlagi og festu í stjórn efnahagsmála og um leið hvernig unnt sé að skapa umgjörð fyrir öflugt atvinnulíf og búa heimilunum lífskjör í fremstu röð,“ segir í fylgiskjalinu. Samtökin telja að úttektin á stöðu viðræðnanna og þróun mála í ESB, sem stjórnarsáttmálinn kveður á um, og úttekt þeirra geti farið vel saman og bjóða ríkisstjórninni samstarf. „Telji stjórnvöld ekki ávinning af slíku samstarfi munu samtökin engu að síður standa fyrir úttekt á þessum málum,“ segir í bréfinu sem Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri SA, og Hreggviður Jónsson, formaður Viðskiptaráðs, undirrita.Sigmundur Davíð GunnlaugssonAfstaða þriggja manna Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra segir að ríkisstjórnin hafi ekki haft tækifæri til að ræða bréf vinnumarkaðssamtakanna. „Þetta er væntanlega liður í því að kynna ákveðin sjónarmið sem forystumenn þessara samtaka hafa staðið fyrir alllengi þótt það sé ekki endilega í samræmi við afstöðu allra félagsmanna þeirra. En það kemur reyndar fram í bréfinu hvaða niðurstöðu þeir vilja fá og þá er spurning hvort þeir hafi einhverja þörf fyrir aðkomu ríkisstjórnarinnar,“ segir Sigmundur. Hann segir að ætlunin sé að gera faglega úttekt á vegum ríkisstjórnarinnar, sem varpi ljósi á staðreyndir málsins. Þá liggi afstaða stjórnarinnar í ESB-málum fyrir. „Það liggur fyrir að hún er ólík afstöðu þessara þriggja manna eða hversu stór sem þessi hópur er. Það er hins vegar ekkert að því að skoða öll erindin sem berast frá þeim og við gerum það af opnum hug. En áhersla okkar verður á þessa hlutlausu og faglegu úttekt til þess að umræðan geti byggst á staðreyndum en ekki skjali sem er ætlað að ná fram ákveðinni fyrir fram mótaðri afstöðu.“
Mest lesið Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Erlent Fleiri fréttir Lögregla lýsir eftir ökumanni sem ók á konu Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Sjá meira
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent