Segir nýárskveðjuna eiga skilið ÍMARK-verðlaunin Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 26. september 2013 06:30 Leikmenn Víkings fagna einu af fjölmörgum mörkum sínum í Víkinni í sumar. Mynd/Arnþór „Þetta var skýrt markmið svo árangurinn var alveg í takt við væntingar,“ segir Björn Einarsson, formaður knattspyrnudeildar Víkings. Karlalið félagsins tryggði sér sæti á meðal þeirra bestu í dramatískri lokaumferð í 1. deild karla um liðna helgi. Gengi liðsins var upp og niður í allt sumar en svo fór að góð markatala tryggði liðinu 2. sætið í deildinni á kostnað Hauka og Grindvíkinga. „Þetta var frábært tímabil og við misstum aldrei trúna,“ segir Björn. Hann segir liðið heilt yfir hafa spilað afar vel þótt erfiðlega hafi gengið í upphafi seinni umferðar. Liðið steinlá 6-1 á Selfossi og liðið var án sigurs í næstu þremur leikjum. „Annars spilaði liðið frábærlega og var að mínu mati besta liðið í deildinni.“ Víkingur kom upp úr 1. deildinni sumarið 2010 en féll jafnharðan sumarið á eftir. Þá vann liðið aðeins þrjá leiki og hafnaði í neðsta sæti með 15 stig. „Ég held að við séum mun betur í stakk búnir fyrir skrefið en þegar við fórum upp 2010,“ segir Björn. „Það gekk á ýmsu sumarið 2011 en menn náðu í gríðarlega mikla reynslu.“Björn Einarsson (til hægri) ásamt Kristni Kjærnested, formanni knattspyrnudeildar KR. MYndin var tekin fyrir leik liðanna í Reykjavíkurmótinu árið 2010. Björn er yfirmaður Kristins hjá TVG-Zimsen. Fréttablaðið/AntonÁ skilið ÍMARK-verðlaunin Formaðurinn segir fjárhagsstöðu knattspyrnudeildar Víkings góða og félagið vel búið undir skrefið upp. Liðið verði styrkt. „Félagið er tilbúið að taka þátt í öllu sem hægt er að gera á leikmannamarkaðnum,“ segir Björn en ljóst er að Ólafur Þórðarson verður áfram með liðið. Skagamaðurinn lauk sínu öðru ári á þriggja ára samningi við Fossvogsklúbbinn. Hann fær þá miklu áskorun að festa Víking í sessi en liðið hefur staldrað stutt við í heimsóknum sínum í efstu deild undanfarna tvo áratugi. Í nýárskveðju knattspyrnudeildar Víkings til stuðningsmanna sinna í árslok 2010 var yfirlýst markmið að Víkingur yrði „besta knattspyrnulið landsins eigi síðar en árið 2014“. Liðið féll strax um sumarið en nú er markmiðið aftur orðið að möguleika. „Mér finnst að þessi kveðja ætti að fá ÍMARK-verðlaunin. Þetta situr svo fast í mönnum,“ segir Björn léttur og vísar í árleg markaðsverðlaun. „Kannski þurfum við að dusta rykið af markmiðunum.“ Björn segir að fljótlega muni þeir setjast niður með Ólafi þjálfara og skoða framhaldið. „Við erum rétt að rakna úr rotinu eftir fagnaðarlætin,“ segir Björn sem er stórhuga sem fyrr. Víkingur varð síðast Íslandsmeistari árið 1991. „Við ætlum með liðið í fremstu röð. Það er ljóst.“ Pepsi Max-deild karla Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Handbolti Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti „Þá myndu þeir ljúga að mér“ Handbolti Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Handbolti Fleiri fréttir Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Sjá meira
„Þetta var skýrt markmið svo árangurinn var alveg í takt við væntingar,“ segir Björn Einarsson, formaður knattspyrnudeildar Víkings. Karlalið félagsins tryggði sér sæti á meðal þeirra bestu í dramatískri lokaumferð í 1. deild karla um liðna helgi. Gengi liðsins var upp og niður í allt sumar en svo fór að góð markatala tryggði liðinu 2. sætið í deildinni á kostnað Hauka og Grindvíkinga. „Þetta var frábært tímabil og við misstum aldrei trúna,“ segir Björn. Hann segir liðið heilt yfir hafa spilað afar vel þótt erfiðlega hafi gengið í upphafi seinni umferðar. Liðið steinlá 6-1 á Selfossi og liðið var án sigurs í næstu þremur leikjum. „Annars spilaði liðið frábærlega og var að mínu mati besta liðið í deildinni.“ Víkingur kom upp úr 1. deildinni sumarið 2010 en féll jafnharðan sumarið á eftir. Þá vann liðið aðeins þrjá leiki og hafnaði í neðsta sæti með 15 stig. „Ég held að við séum mun betur í stakk búnir fyrir skrefið en þegar við fórum upp 2010,“ segir Björn. „Það gekk á ýmsu sumarið 2011 en menn náðu í gríðarlega mikla reynslu.“Björn Einarsson (til hægri) ásamt Kristni Kjærnested, formanni knattspyrnudeildar KR. MYndin var tekin fyrir leik liðanna í Reykjavíkurmótinu árið 2010. Björn er yfirmaður Kristins hjá TVG-Zimsen. Fréttablaðið/AntonÁ skilið ÍMARK-verðlaunin Formaðurinn segir fjárhagsstöðu knattspyrnudeildar Víkings góða og félagið vel búið undir skrefið upp. Liðið verði styrkt. „Félagið er tilbúið að taka þátt í öllu sem hægt er að gera á leikmannamarkaðnum,“ segir Björn en ljóst er að Ólafur Þórðarson verður áfram með liðið. Skagamaðurinn lauk sínu öðru ári á þriggja ára samningi við Fossvogsklúbbinn. Hann fær þá miklu áskorun að festa Víking í sessi en liðið hefur staldrað stutt við í heimsóknum sínum í efstu deild undanfarna tvo áratugi. Í nýárskveðju knattspyrnudeildar Víkings til stuðningsmanna sinna í árslok 2010 var yfirlýst markmið að Víkingur yrði „besta knattspyrnulið landsins eigi síðar en árið 2014“. Liðið féll strax um sumarið en nú er markmiðið aftur orðið að möguleika. „Mér finnst að þessi kveðja ætti að fá ÍMARK-verðlaunin. Þetta situr svo fast í mönnum,“ segir Björn léttur og vísar í árleg markaðsverðlaun. „Kannski þurfum við að dusta rykið af markmiðunum.“ Björn segir að fljótlega muni þeir setjast niður með Ólafi þjálfara og skoða framhaldið. „Við erum rétt að rakna úr rotinu eftir fagnaðarlætin,“ segir Björn sem er stórhuga sem fyrr. Víkingur varð síðast Íslandsmeistari árið 1991. „Við ætlum með liðið í fremstu röð. Það er ljóst.“
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Handbolti Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti „Þá myndu þeir ljúga að mér“ Handbolti Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Handbolti Fleiri fréttir Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Sjá meira