„Ætlum upp næsta sumar“ Henry Birgir Gunnarsson skrifar 24. september 2013 07:00 Víkingar fagna marki í sumar. Mynd/Daníel Vera Víkings frá Ólafsvík í deild þeirra bestu var stutt. Eftir eitt ár í Pepsi-deildinni er liðið fallið og spilar því í 1. deildinni að ári. Það gekk mjög brösuglega hjá Víkingum framan af móti en liðið fékk fínan liðsstyrk í júlí og eftir það var mikill stígandi í leik liðsins. Þessi stígandi kom þó of seint. „Við vorum mjög vaxandi og mótið hefði bara þurft að vera aðeins lengra,“ segir Jónas Gestur Jónasson, formaður knattspyrnudeildar Víkings. „Við reyndum að fá leikmenn til okkar fyrir mót en það gekk erfiðlega. Við fengum ekki þau gæði sem við vildum fyrr en of seint,“ segir Jónas, en félagið skipti út fjórum leikmönnum í júlí. Þá komu inn fjórir Spánverjar sem styrktu liðið mikið.Insa Fransisco fær hér að líta gula spjaldið í leik með Víkingi. Hann var sterkur og spurning hvort hann verði áfram.fréttablaðið/antonÁnægður með Spánverjana „Þetta voru flottir strákar. Góðir fótboltamenn og karakterar. Þeim leið vel hjá okkur. Voru mjög duglegir að skoða landið og ferðuðust líklega meira um landið en ég hef gert undanfarin tíu ár. Þetta var ævintýri fyrir þá og þeir litu á það þannig. Þannig að þeir nutu tímans hjá okkur.“ Jónas Gestur segir að menn séu farnir að skoða framhaldið í Ólafsvík en þar á ekki að slá slöku við. „Það eru einhverjir með lausan samning og við förum að skoða það núna. Við erum ekki af baki dottnir. Ætlum að mæta til leiks með sterkt lið næsta sumar og reyna að komast aftur upp í Pepsi-deildina.“ Spánverjarnir sterku eru samningslausir en Jónas segir að sá möguleiki verði skoðaður að fá eitthvað af þeim aftur. „Þetta mun koma allt í ljós á næstu tveimur vikum hvernig framhaldið verður hjá okkur.“ Ejub Purisevic hefur náð flottum árangri með liðið og hann fær að halda sínu starfi áfram. „Ejub á tvö ár eftir af samningi sínum við félagið þannig að hann er ekkert að fara. Það er ekkert endurskoðunarákvæði í samningnum við hann.“ Víkingar fóru í talsverða útgerð í sumar. Margir erlendir leikmenn og sumarið hefur því væntanlega kostað skildinginn.Tjöldum ekki til einnar nætur „Tekjurnar duga fyrir gjöldunum hjá okkur. Við fáum til að mynda aukatekjur í sumar út af sjónvarpsréttindum. Svo koma fleiri áhorfendur. Mér sýnist að endar nái saman, sem er gott. Við erum með styrktaraðila bæði hér á Snæfellsnesi og á höfuðborgarsvæðinu. Það má ekki tjalda til einnar nætur í þessum rekstri. Við erum sáttir við rekstrarlegu útkomuna þó svo að við hefðum að sjálfsögðu viljað sjá betri árangur á vellinum,“ segir Jónas og bætir við að Spánverjarnir hafi ekkert verið sérstaklega dýrir.“ „Það gleymdist stundum í umræðunni að fjórir fóru er við tókum inn fjóra leikmenn. Spánverjarnir voru á viðráðanlegu verði. Það er erfitt atvinnuástand á Spáni. Þeir hafa átt það til að gera fínan samning í föðurlandinu en lenda síðan í því að fá ekkert greitt. Við erum mjög ánægðir með reynsluna af þessum mönnum og við munum eflaust horfa til Spánar og fleiri landa fyrir næsta sumar.“ Pepsi Max-deild karla Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Handbolti EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Handbolti „Þá myndu þeir ljúga að mér“ Handbolti Fleiri fréttir Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Sjá meira
Vera Víkings frá Ólafsvík í deild þeirra bestu var stutt. Eftir eitt ár í Pepsi-deildinni er liðið fallið og spilar því í 1. deildinni að ári. Það gekk mjög brösuglega hjá Víkingum framan af móti en liðið fékk fínan liðsstyrk í júlí og eftir það var mikill stígandi í leik liðsins. Þessi stígandi kom þó of seint. „Við vorum mjög vaxandi og mótið hefði bara þurft að vera aðeins lengra,“ segir Jónas Gestur Jónasson, formaður knattspyrnudeildar Víkings. „Við reyndum að fá leikmenn til okkar fyrir mót en það gekk erfiðlega. Við fengum ekki þau gæði sem við vildum fyrr en of seint,“ segir Jónas, en félagið skipti út fjórum leikmönnum í júlí. Þá komu inn fjórir Spánverjar sem styrktu liðið mikið.Insa Fransisco fær hér að líta gula spjaldið í leik með Víkingi. Hann var sterkur og spurning hvort hann verði áfram.fréttablaðið/antonÁnægður með Spánverjana „Þetta voru flottir strákar. Góðir fótboltamenn og karakterar. Þeim leið vel hjá okkur. Voru mjög duglegir að skoða landið og ferðuðust líklega meira um landið en ég hef gert undanfarin tíu ár. Þetta var ævintýri fyrir þá og þeir litu á það þannig. Þannig að þeir nutu tímans hjá okkur.“ Jónas Gestur segir að menn séu farnir að skoða framhaldið í Ólafsvík en þar á ekki að slá slöku við. „Það eru einhverjir með lausan samning og við förum að skoða það núna. Við erum ekki af baki dottnir. Ætlum að mæta til leiks með sterkt lið næsta sumar og reyna að komast aftur upp í Pepsi-deildina.“ Spánverjarnir sterku eru samningslausir en Jónas segir að sá möguleiki verði skoðaður að fá eitthvað af þeim aftur. „Þetta mun koma allt í ljós á næstu tveimur vikum hvernig framhaldið verður hjá okkur.“ Ejub Purisevic hefur náð flottum árangri með liðið og hann fær að halda sínu starfi áfram. „Ejub á tvö ár eftir af samningi sínum við félagið þannig að hann er ekkert að fara. Það er ekkert endurskoðunarákvæði í samningnum við hann.“ Víkingar fóru í talsverða útgerð í sumar. Margir erlendir leikmenn og sumarið hefur því væntanlega kostað skildinginn.Tjöldum ekki til einnar nætur „Tekjurnar duga fyrir gjöldunum hjá okkur. Við fáum til að mynda aukatekjur í sumar út af sjónvarpsréttindum. Svo koma fleiri áhorfendur. Mér sýnist að endar nái saman, sem er gott. Við erum með styrktaraðila bæði hér á Snæfellsnesi og á höfuðborgarsvæðinu. Það má ekki tjalda til einnar nætur í þessum rekstri. Við erum sáttir við rekstrarlegu útkomuna þó svo að við hefðum að sjálfsögðu viljað sjá betri árangur á vellinum,“ segir Jónas og bætir við að Spánverjarnir hafi ekkert verið sérstaklega dýrir.“ „Það gleymdist stundum í umræðunni að fjórir fóru er við tókum inn fjóra leikmenn. Spánverjarnir voru á viðráðanlegu verði. Það er erfitt atvinnuástand á Spáni. Þeir hafa átt það til að gera fínan samning í föðurlandinu en lenda síðan í því að fá ekkert greitt. Við erum mjög ánægðir með reynsluna af þessum mönnum og við munum eflaust horfa til Spánar og fleiri landa fyrir næsta sumar.“
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Handbolti EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Handbolti „Þá myndu þeir ljúga að mér“ Handbolti Fleiri fréttir Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Sjá meira