Innlent

Ferðaþjónusta styrkt í bænum

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Líf vantar í húsin næst höfninni.
Líf vantar í húsin næst höfninni. Fréttablaðið/GVA
Stjórn Faxaflóahafna vill stuðla að hafnsækinni ferðaþjónustu á Akranesi. Félagið á húseignir við Faxabraut.

„Ef stuðla skal að ferðaþjónustu í Akraneshöfn er ljóst að breyta þarf notkun einhverra húsa á svæðinu, en sem stendur er ekki mikið líf í þeim byggingum sem liggja með Faxabraut,“ segir í minnisblaði sem lagt var fyrir stjórn Faxaflóahafna. Samþykkt var að auglýsa svokallað hafnarhús til sölu eða leigu undir veitingastarfsemi eða annað sem styrkir ferðaþjónustu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×