Náttúruminjasafn Íslands – gæluverkefni eða þjóðþrifamál? Hilmar J. Malmquist skrifar 16. september 2013 07:00 Dagur íslenskra náttúru er haldinn hátíðlegur í dag, 16. september, en hann ber upp á fæðingardag Ómars Ragnarssonar náttúruverndara og upplýsingamiðlara. Það er við hæfi á þessum degi að velta vöngum yfir stöðu Náttúruminjasafns Íslands, sem er höfuðsafn þjóðarinnar í náttúrufræðum, og er gert að sýsla með upplýsingar og miðlun á fróðleik um náttúru landsins, líkt og Þjóðminjasafni Íslands og Listasafni Íslands, hinum höfuðsöfnunum tveimur, er ætlað að fjalla um þjóðminjar og myndlistarmenningu. Enda þótt Náttúruminjasafnið hafi verið stofnsett fyrir aðeins sex árum, vorið 2007, á það álíka langa sögu að baki og Þjóðminjasafnið, sem heldur upp á 150 ára afmæli í ár. Rætur Náttúruminjasafnsins liggja aftur a.m.k. til ársins 1889 þegar Hið íslenska náttúrufræðifélag var stofnað, en eitt meginmarkmið félagsins samkvæmt lögum þess er „að koma upp sem fullkomnustu náttúrugripasafni á Íslandi, sem sé eign landsins og geymt í Reykjavík“. Þetta markmið er enn við lýði í dag þrátt fyrir ríflega aldargamla sögu og sex ára starfsemi Náttúruminjasafnsins. Því enda þótt haldið hafi verið úti náttúrugripasafni á vegum félagsins og ríkisins á ýmsum stöðum í Reykjavík um langt árabil, þ.á m. í Þjóðmenningarhúsinu á blómaskeiði safnsins árin 1908-47, þá hefur Náttúruminjasafn Íslands ekki haft neina sýningaraðstöðu þau síðastliðin sex ár sem stofnunin hefur starfað. Í dag ræður stofnunin ekki einu sinni yfir eigin skrifstofuaðstöðu! Í raun er staðan verri en fyrir 124 árum þegar náttúrugripasafn Hins íslenska náttúrufræðifélags var til sýnis í Gröndalshúsi, húsi Benedikts Gröndals, sem jafnframt var fyrsti formaður félagsins. Það var því mikið gleðiefni þegar til tals kom fyrir rúmu ári síðan að Perlan í Öskjuhlíð kæmi til greina sem aðsetur fyrir Náttúruminjasafn Íslands. Loksins hillti undir að það rættist úr langvarandi húsnæðisvanda Náttúruminjasafnsins. Skriður komst óvænt á málið og snemma á árinu losnaði um Perluna þegar Reykjavíkurborg keypti húsið af Orkuveitunni og ríkið og borgin gerðu mér sér leigusamning um afnot af Perlunni til sýningahalds á vegum Náttúruminjasafnsins. Ekki var það síður mikið gleðiefni þegar síðasta ríkisstjórn samþykkti stofnfé til sýningarhalds í Perlunni að upphæð 500 milljónir kr. Þá lýsti Reykjavíkurborg því yfir að hún myndi kosta nauðsynlegar breytingar á Perlunni vegna sýningarhalds fyrir a.m.k. 100 milljónir kr. Allt virtist vera í höfn en þá bregður bliku á loft. Ný ríkisstjórn tekur við völdum og úr þeim ranni heyrast úrtöluraddir gagnvart menningu og listum á vegum hins opinbera. Náttúruminjasafn Íslands er tilgreint sérstaklega og höfuðsafn landsins á sviði náttúrufræða er kallað „gæluverkefni“ og því hótað að hætt verði við allt saman í nafni forgangsröðunar og nýtingar á opinberu fé. Er þá æði ólíku saman að jafna við Þjóðminjasafn Íslands sem fær sérstaka meðhöndlun og yfirstjórn þess flutt í nýtt ráðuneytið, þar sem það mun vafalaust njóta ríks skilnings og stuðnings vegna brennandi áhuga forsætisráðherra á málaflokkinum. Hlutverk og starfsemi Náttúruminjasafns Íslands er keimlíkt því sem gildir um hin höfuðsöfnin tvö. Náttúruminjasafnið starfar í samræmi við safnalög nr. 106/2011 og lög um Náttúruminjasafn Íslands nr. 35/2007. Björn Bjarnason, þáv. menntamálaráðherra, tryggði framgang safnalaganna og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þáv. menntamálaráðherra, tryggði framgang laganna um Náttúruminjasafn Íslands. Samkvæmt lögunum hefur Náttúruminjasafnið ríkum skyldum að gegna á sviði náttúrufræða og á það að gera náttúru Íslands og náttúrusögu skil og fjalla um náttúruvernd og nýtingu náttúruauðlinda og önnur samskipti manns við náttúru. Hlutverk Náttúruminjasafns Íslands er í hnotskurn það sama og gildir almennt um söfn – að vera musteri fróðleiks um fortíð og nútíð og upplýsingaveitur fyrir farsæla framtíð. Söfn eru menntastofnanir, þó jafnan með óformlegra sniði en innan skólakerfisins. Söfn eru líka gleði- og hamingjugjafar - að lokinni heimsókn eiga gestir að fara heim helst ánægðari og glaðari í bragði en þeir komu. Fyrir þjóð sem státar af jafn einstæðri og fagurri náttúru og einkennir Ísland og á afkomu sína jafn eindregið undir auðlindum náttúrunnar og Íslendingar gera þá er það með ólíkindum að þjóðin hafi ekki enn eignast verðugt og glæsilegt náttúruminjasafn handa sér og þeim fjölmörgu gestum sem hingað koma að njóta íslenskrar náttúru. Athuganir sérfróðra manna, þ. á m. helstu arkitekta landsins, sýningahönnuða, náttúru-, verk- og rekstrarfræðinga, á fýsileika þess að starfrækja Náttúruminjasafn Íslands í Perlunni benda eindregið til þess að Perlan sé góður kostur, bæði m.t.t. faglegrar starfsemi og, ekki síður, í fjárhagslegu tilliti. Það er óskandi að forráðamenn þjóðarinnar beri gæfu til að standa vörð um Náttúruminjasafn Íslands og styrki stofnunina í sessi með því að forgangsraða rétt og veita fé til safnsins sem sómi er að. Starfsemi Náttúruminjasafns Íslands er, líkt og starfsemi hinna höfuðsafnanna tveggja, sannarlega þjóðþrifamál en ekki gæluverkefni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Skoðun Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Dagur íslenskra náttúru er haldinn hátíðlegur í dag, 16. september, en hann ber upp á fæðingardag Ómars Ragnarssonar náttúruverndara og upplýsingamiðlara. Það er við hæfi á þessum degi að velta vöngum yfir stöðu Náttúruminjasafns Íslands, sem er höfuðsafn þjóðarinnar í náttúrufræðum, og er gert að sýsla með upplýsingar og miðlun á fróðleik um náttúru landsins, líkt og Þjóðminjasafni Íslands og Listasafni Íslands, hinum höfuðsöfnunum tveimur, er ætlað að fjalla um þjóðminjar og myndlistarmenningu. Enda þótt Náttúruminjasafnið hafi verið stofnsett fyrir aðeins sex árum, vorið 2007, á það álíka langa sögu að baki og Þjóðminjasafnið, sem heldur upp á 150 ára afmæli í ár. Rætur Náttúruminjasafnsins liggja aftur a.m.k. til ársins 1889 þegar Hið íslenska náttúrufræðifélag var stofnað, en eitt meginmarkmið félagsins samkvæmt lögum þess er „að koma upp sem fullkomnustu náttúrugripasafni á Íslandi, sem sé eign landsins og geymt í Reykjavík“. Þetta markmið er enn við lýði í dag þrátt fyrir ríflega aldargamla sögu og sex ára starfsemi Náttúruminjasafnsins. Því enda þótt haldið hafi verið úti náttúrugripasafni á vegum félagsins og ríkisins á ýmsum stöðum í Reykjavík um langt árabil, þ.á m. í Þjóðmenningarhúsinu á blómaskeiði safnsins árin 1908-47, þá hefur Náttúruminjasafn Íslands ekki haft neina sýningaraðstöðu þau síðastliðin sex ár sem stofnunin hefur starfað. Í dag ræður stofnunin ekki einu sinni yfir eigin skrifstofuaðstöðu! Í raun er staðan verri en fyrir 124 árum þegar náttúrugripasafn Hins íslenska náttúrufræðifélags var til sýnis í Gröndalshúsi, húsi Benedikts Gröndals, sem jafnframt var fyrsti formaður félagsins. Það var því mikið gleðiefni þegar til tals kom fyrir rúmu ári síðan að Perlan í Öskjuhlíð kæmi til greina sem aðsetur fyrir Náttúruminjasafn Íslands. Loksins hillti undir að það rættist úr langvarandi húsnæðisvanda Náttúruminjasafnsins. Skriður komst óvænt á málið og snemma á árinu losnaði um Perluna þegar Reykjavíkurborg keypti húsið af Orkuveitunni og ríkið og borgin gerðu mér sér leigusamning um afnot af Perlunni til sýningahalds á vegum Náttúruminjasafnsins. Ekki var það síður mikið gleðiefni þegar síðasta ríkisstjórn samþykkti stofnfé til sýningarhalds í Perlunni að upphæð 500 milljónir kr. Þá lýsti Reykjavíkurborg því yfir að hún myndi kosta nauðsynlegar breytingar á Perlunni vegna sýningarhalds fyrir a.m.k. 100 milljónir kr. Allt virtist vera í höfn en þá bregður bliku á loft. Ný ríkisstjórn tekur við völdum og úr þeim ranni heyrast úrtöluraddir gagnvart menningu og listum á vegum hins opinbera. Náttúruminjasafn Íslands er tilgreint sérstaklega og höfuðsafn landsins á sviði náttúrufræða er kallað „gæluverkefni“ og því hótað að hætt verði við allt saman í nafni forgangsröðunar og nýtingar á opinberu fé. Er þá æði ólíku saman að jafna við Þjóðminjasafn Íslands sem fær sérstaka meðhöndlun og yfirstjórn þess flutt í nýtt ráðuneytið, þar sem það mun vafalaust njóta ríks skilnings og stuðnings vegna brennandi áhuga forsætisráðherra á málaflokkinum. Hlutverk og starfsemi Náttúruminjasafns Íslands er keimlíkt því sem gildir um hin höfuðsöfnin tvö. Náttúruminjasafnið starfar í samræmi við safnalög nr. 106/2011 og lög um Náttúruminjasafn Íslands nr. 35/2007. Björn Bjarnason, þáv. menntamálaráðherra, tryggði framgang safnalaganna og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þáv. menntamálaráðherra, tryggði framgang laganna um Náttúruminjasafn Íslands. Samkvæmt lögunum hefur Náttúruminjasafnið ríkum skyldum að gegna á sviði náttúrufræða og á það að gera náttúru Íslands og náttúrusögu skil og fjalla um náttúruvernd og nýtingu náttúruauðlinda og önnur samskipti manns við náttúru. Hlutverk Náttúruminjasafns Íslands er í hnotskurn það sama og gildir almennt um söfn – að vera musteri fróðleiks um fortíð og nútíð og upplýsingaveitur fyrir farsæla framtíð. Söfn eru menntastofnanir, þó jafnan með óformlegra sniði en innan skólakerfisins. Söfn eru líka gleði- og hamingjugjafar - að lokinni heimsókn eiga gestir að fara heim helst ánægðari og glaðari í bragði en þeir komu. Fyrir þjóð sem státar af jafn einstæðri og fagurri náttúru og einkennir Ísland og á afkomu sína jafn eindregið undir auðlindum náttúrunnar og Íslendingar gera þá er það með ólíkindum að þjóðin hafi ekki enn eignast verðugt og glæsilegt náttúruminjasafn handa sér og þeim fjölmörgu gestum sem hingað koma að njóta íslenskrar náttúru. Athuganir sérfróðra manna, þ. á m. helstu arkitekta landsins, sýningahönnuða, náttúru-, verk- og rekstrarfræðinga, á fýsileika þess að starfrækja Náttúruminjasafn Íslands í Perlunni benda eindregið til þess að Perlan sé góður kostur, bæði m.t.t. faglegrar starfsemi og, ekki síður, í fjárhagslegu tilliti. Það er óskandi að forráðamenn þjóðarinnar beri gæfu til að standa vörð um Náttúruminjasafn Íslands og styrki stofnunina í sessi með því að forgangsraða rétt og veita fé til safnsins sem sómi er að. Starfsemi Náttúruminjasafns Íslands er, líkt og starfsemi hinna höfuðsafnanna tveggja, sannarlega þjóðþrifamál en ekki gæluverkefni.
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun