Innlent

Spyr enn um kostnaðinn við Hörpu

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Kjartan Magnússon lýsir furðu yfir undarlegri töf á upplýsingum um kostnað við Hörpu.
Kjartan Magnússon lýsir furðu yfir undarlegri töf á upplýsingum um kostnað við Hörpu. Fréttablaðið/Valli
Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, hefur enn lagt fram fyrirspurn í borgarstjórn um heildarkostnað við byggingu Hörpunnar.

Kjartan segir að svar borgarstjóra í janúar við fyrirspurn Kjartans frá því í september í fyrra hafi eingöngu sýnt kostnað frá því verkefnið var yfirtekið árið 2009. Viðhlítandi svör hafi ekki enn fengist.

„Um leið og furðu er lýst yfir þessari undarlegu töf er fyrirspurnin nú lögð lögð fram í þriðja sinn,“ bókaði Kjartan í borgarstjórn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×