Fótbolti

Ísland fær stuðning í kvöld

Henry Birgir Gunnarsson í Bern skrifar
Strákarnir æfðu í Sviss í gær.
Strákarnir æfðu í Sviss í gær. mynd / valli
Það er ágætis stemning fyrir leik Sviss og Íslands meðal Íslendinga á svæðinu en von er á allt að 300 Íslendingum á leikinn. Einhverjir koma að heiman en flestir eru þó búsettir í Evrópu.

Íslendingafélagið í Sviss hefur staðið fyrir því að Íslendingarnir sem ætla á völlinn hittist fyrir leik og skemmti sér saman. Þeir ætla einnig að vera í bláu í stúkunni.

Vonandi geta þeir glaðst yfir einhverju í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×