Lífið

Liam Neeson styður Quinn

Leikarinn styður við bakið á Christine Quinn.
Leikarinn styður við bakið á Christine Quinn. nordicphotos/getty
Norðurírski leikarinn Liam Neeson styður við bakið á Christine Quinn sem hefur boðið sig fram sem borgarstjóri í New York. Forfeður hennar eru írskir.

„Ég er stoltur af því að styðja Chris Quinn sem næsta borgarstjórann okkar. Ég var áhugaboxari áður en ég gerðist leikari og ég þekki góðan bardagamann þegar ég kom auga á hann. Enginn mun leggja harðar að sér en Chris Quinn fyrir íbúa New York,“ sagði leikarinn.

Kosið verður um borgarstjóra í New York í nóvember næstkomandi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.