Gamli grásleppan selst en ekki hrognin Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar 24. ágúst 2013 07:15 Ormur Arnarson, framkvæmdastjóri Tritons, með grásleppuna eða sjógúrkuna eins og þeir kalla hana í Kína. Áður var grásleppu fleygt eftir að búið var að kreista úr henni hrognin. Eftir mikla markaðssetningu og undirbúning er hins vegar svo komið að grásleppan rokselst sem sjógúrka í Kína en hrognin síður. Ný uppskrift á að hressa upp á hrognasölu. Stutt er síðan grásleppu var fleygt um leið og búið var að kreista úr henni hrognin enda mönnum alls óljóst hver myndi leggja sér hana til munns. Eftir mikla þróunarvinnu við nýtingu grásleppunnar og átak í markaðsmálum opnuðust markaðir í Kína. Nú er svo komið að Íslendingar anna ekki eftirspurn við sölu á grásleppunni sjálfri en illa gengur með hrognin. „Já, þetta er nokkuð undarlegt staða svona í þessu ljósi,“ segir Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landsambands smábátaeigenda. Hvað hrognin varðar segir Örn markaðinn mjög viðkvæman. Þar sem framboðið hafi verið honum ofviða hafi verðið hríðlækkað. „Útflutningsverðmæti saltaðra grásleppuhrogna og grásleppukavíars á fyrri helmingi ársins er aðeins 44 prósent af því sem það var á sama tíma í fyrra,“ segir hann. Staðan er allt önnur hvað varðar grásleppuna sjálfa. Gunnar Þórðarson, starfstjóri Matís á Ísafirði, segir að hún hafi slegið svo rækilega í gegn í Kína að Íslendingar anna ekki eftirspurn þar annað árið í röð. Gunnar segir að Örn Erlendsson og sonur hans Ormur hjá fyrirtækinu Triton hafi unnið brautryðjendastarf við að ryðja grásleppunni til rúms á kínverskum mörkuðum. Engin hefð var fyrir grásleppuáti í Kína og reyndar var fiskurinn heimamönnum svo ókunnur að byrja varð á því að gefa honum nafn og er hann nú kallaður sjógúrka þar eystra. „Við fundum á sínum tíma réttu aðilana og þeir ráðfærðu sig við kokka á veitingastöðum í Kína hvernig matreiða mætti þennan fisk,“ segir Örn Erlendsson hjá Triton. „Þegar þeir voru búnir að finna út úr því kynntu þeir árangurinn fyrir eigendum og þannig tókst okkur að komast með þetta inn á markaðinn. Við unnum þetta því frá gólfinu og upp í topp, ef svo má segja.“ Örn Pálsson, hjá Landsambandinu, segir að nú verði vörn sett í sókn varðandi hrognin. „Við erum í samvinnu við Matís og ætlum að prófa aðra uppskrift þannig að þetta verði allt fersklegra,“ segir Örn „Það er kannski hægt að koma því á borð hjá Kínverjum.“ Hrognin eru nú seld hér innanlands, í Svíþjóð, Þýskalandi og Danmörku. Til marks um hve sjómönnum þótti lítið til grásleppunnar koma má geta þess að árið 2010 voru sett lög sem skylda þá til að koma með hana að landi. Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Fleiri fréttir „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Sjá meira
Áður var grásleppu fleygt eftir að búið var að kreista úr henni hrognin. Eftir mikla markaðssetningu og undirbúning er hins vegar svo komið að grásleppan rokselst sem sjógúrka í Kína en hrognin síður. Ný uppskrift á að hressa upp á hrognasölu. Stutt er síðan grásleppu var fleygt um leið og búið var að kreista úr henni hrognin enda mönnum alls óljóst hver myndi leggja sér hana til munns. Eftir mikla þróunarvinnu við nýtingu grásleppunnar og átak í markaðsmálum opnuðust markaðir í Kína. Nú er svo komið að Íslendingar anna ekki eftirspurn við sölu á grásleppunni sjálfri en illa gengur með hrognin. „Já, þetta er nokkuð undarlegt staða svona í þessu ljósi,“ segir Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landsambands smábátaeigenda. Hvað hrognin varðar segir Örn markaðinn mjög viðkvæman. Þar sem framboðið hafi verið honum ofviða hafi verðið hríðlækkað. „Útflutningsverðmæti saltaðra grásleppuhrogna og grásleppukavíars á fyrri helmingi ársins er aðeins 44 prósent af því sem það var á sama tíma í fyrra,“ segir hann. Staðan er allt önnur hvað varðar grásleppuna sjálfa. Gunnar Þórðarson, starfstjóri Matís á Ísafirði, segir að hún hafi slegið svo rækilega í gegn í Kína að Íslendingar anna ekki eftirspurn þar annað árið í röð. Gunnar segir að Örn Erlendsson og sonur hans Ormur hjá fyrirtækinu Triton hafi unnið brautryðjendastarf við að ryðja grásleppunni til rúms á kínverskum mörkuðum. Engin hefð var fyrir grásleppuáti í Kína og reyndar var fiskurinn heimamönnum svo ókunnur að byrja varð á því að gefa honum nafn og er hann nú kallaður sjógúrka þar eystra. „Við fundum á sínum tíma réttu aðilana og þeir ráðfærðu sig við kokka á veitingastöðum í Kína hvernig matreiða mætti þennan fisk,“ segir Örn Erlendsson hjá Triton. „Þegar þeir voru búnir að finna út úr því kynntu þeir árangurinn fyrir eigendum og þannig tókst okkur að komast með þetta inn á markaðinn. Við unnum þetta því frá gólfinu og upp í topp, ef svo má segja.“ Örn Pálsson, hjá Landsambandinu, segir að nú verði vörn sett í sókn varðandi hrognin. „Við erum í samvinnu við Matís og ætlum að prófa aðra uppskrift þannig að þetta verði allt fersklegra,“ segir Örn „Það er kannski hægt að koma því á borð hjá Kínverjum.“ Hrognin eru nú seld hér innanlands, í Svíþjóð, Þýskalandi og Danmörku. Til marks um hve sjómönnum þótti lítið til grásleppunnar koma má geta þess að árið 2010 voru sett lög sem skylda þá til að koma með hana að landi.
Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Fleiri fréttir „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Sjá meira