Toppliðin öll með nýja stjóra Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. ágúst 2013 07:30 David Moyes, stjóri Man. Utd. Vísir/Getty Spennan leynir sér ekki hjá áhugamönnum um enska boltann sem fer af stað í dag, enda urðu söguleg umskipti í sumar þegar þrjú efstu liðin á síðustu leiktíð skiptu öll um knattspyrnustjóra. Það flæða því ferskir straumar um deildina í upphafi leiktíðar. Manchester United hefur verið tákn stöðugleikans undanfarin ár. Liðið hefur unnið fimm meistaratitla á síðustu sjö árum og hin tvö árin hefur liðið misst naumlega af titlinum. Það er því óvenjulegt ástand að menn setji einhver spurningarmerki við United-liðið eftir yfirburðarsigur á síðustu leiktíð en brotthvarf Sir Alex Ferguson úr stjórastólnum hefur þessi áhrif. David Moyes er tekinn við en þrátt fyrir frábæran árangur hans með peningalítið Everton-lið á hann enn eftir að vinna titil eða kynnast pressunni að stýra einu besta liði deildarinnar. Titilvörnin gekk ekki vel hjá Manchester City í fyrra og Roberto Mancini var látinn taka pokann sinn. Manuel Pellegrini er tekinn við og félagið eyddi langmest allra í nýja leikmenn í sumar. Lítil mótstaða City-manna í titilbaráttu síðustu leiktíðar voru mikil vonbrigði en háværu nágrannarnir eru ekki hljóðnaðir. Liðið eyddi í kringum 90 milljónum punda í þá Alvaro Negredo, Jesus Navas, Fernandinho og Stevan Jovetic og allir lykilmenn liðsins eru áfram til staðar. Pellegrini þarf hins vegar að læra fljótt á enska boltann ef hlutirnir eiga að ganga upp.Vann alla titlana síðast Chelsea hefur ekki verið með í titilbaráttunni fyrir alvöru undanfarin tvö tímabil en fagnar aftur á móti sigri í báðum Evrópukeppnunum. Jose Mourinho vann alla ensku titlana þegar hann var síðast við stjórnvölinn á Brúnni og margir veðja á Chelsea-liðið í vetur. Mourinho hefur í millitíðinni unnið ítalska og spænska titilinn sem og Meistaradeildina Nú bíða menn spenntir eftir því að sjá hvort „The Special One“ mæti nú þroskaðri og vitrari til leiks eins og hann vill sjálfur halda fram. Það er þó nokkuð sem breytist aldrei en það er að Arsene Wenger situr sem fastast í stjórastólnum hjá Arsenal og að hagfræðingurinn er ekki tilbúinn að henda stórum upphæðum í nýja leikmenn. Arsenal hefur ekki unnið titil í átta tímabil en þrátt fyrir yfirlýsingar um annað í upphafi sumars hefur Frakkanum gengið illa að styrkja „veiku“ stöðurnar í liðinu. André Villas-Boas er áfram með Tottenham líkt og Brendan Rodgers hjá Liverpool en báðir hafa þurft að berjast við áhuga liða á þeirra stærstu stjörnum. Gareth Bale hefur verið á leiðinni til Real Madrid í allt sumar og Luis Suarez vill ekkert frekar en losna frá Anfield. Bæði lið ætla sér Meistaradeildarsæti eftir vonbrigði síðustu leiktíðar en þurfa eflaust bæði á súpertímabili hjá sínum stjörnuleikmönnum að halda ef það á að takast.Dæmisagan um Van Persie Þriðja óánægða stórstjarnan er síðan Wayne Rooney hjá Manchester United. Jose Mourinho vill endilega fá hann til Chelsea og Rooney vill fara. Einhverjir ganga svo langt að telja að baráttan um Rooney geti ráðið úrslitum í baráttunni um enska titilinn en flestir sjá ekki fyrir sér að United selji leikmanninn til sinna helstu keppinauta. Sala Arsenal á Robin van Persie til United í fyrra ætti í það minnsta að vera víti til varnaðar. Enski boltinn Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Körfubolti Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Fótbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Fleiri fréttir Benóný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Sjá meira
Spennan leynir sér ekki hjá áhugamönnum um enska boltann sem fer af stað í dag, enda urðu söguleg umskipti í sumar þegar þrjú efstu liðin á síðustu leiktíð skiptu öll um knattspyrnustjóra. Það flæða því ferskir straumar um deildina í upphafi leiktíðar. Manchester United hefur verið tákn stöðugleikans undanfarin ár. Liðið hefur unnið fimm meistaratitla á síðustu sjö árum og hin tvö árin hefur liðið misst naumlega af titlinum. Það er því óvenjulegt ástand að menn setji einhver spurningarmerki við United-liðið eftir yfirburðarsigur á síðustu leiktíð en brotthvarf Sir Alex Ferguson úr stjórastólnum hefur þessi áhrif. David Moyes er tekinn við en þrátt fyrir frábæran árangur hans með peningalítið Everton-lið á hann enn eftir að vinna titil eða kynnast pressunni að stýra einu besta liði deildarinnar. Titilvörnin gekk ekki vel hjá Manchester City í fyrra og Roberto Mancini var látinn taka pokann sinn. Manuel Pellegrini er tekinn við og félagið eyddi langmest allra í nýja leikmenn í sumar. Lítil mótstaða City-manna í titilbaráttu síðustu leiktíðar voru mikil vonbrigði en háværu nágrannarnir eru ekki hljóðnaðir. Liðið eyddi í kringum 90 milljónum punda í þá Alvaro Negredo, Jesus Navas, Fernandinho og Stevan Jovetic og allir lykilmenn liðsins eru áfram til staðar. Pellegrini þarf hins vegar að læra fljótt á enska boltann ef hlutirnir eiga að ganga upp.Vann alla titlana síðast Chelsea hefur ekki verið með í titilbaráttunni fyrir alvöru undanfarin tvö tímabil en fagnar aftur á móti sigri í báðum Evrópukeppnunum. Jose Mourinho vann alla ensku titlana þegar hann var síðast við stjórnvölinn á Brúnni og margir veðja á Chelsea-liðið í vetur. Mourinho hefur í millitíðinni unnið ítalska og spænska titilinn sem og Meistaradeildina Nú bíða menn spenntir eftir því að sjá hvort „The Special One“ mæti nú þroskaðri og vitrari til leiks eins og hann vill sjálfur halda fram. Það er þó nokkuð sem breytist aldrei en það er að Arsene Wenger situr sem fastast í stjórastólnum hjá Arsenal og að hagfræðingurinn er ekki tilbúinn að henda stórum upphæðum í nýja leikmenn. Arsenal hefur ekki unnið titil í átta tímabil en þrátt fyrir yfirlýsingar um annað í upphafi sumars hefur Frakkanum gengið illa að styrkja „veiku“ stöðurnar í liðinu. André Villas-Boas er áfram með Tottenham líkt og Brendan Rodgers hjá Liverpool en báðir hafa þurft að berjast við áhuga liða á þeirra stærstu stjörnum. Gareth Bale hefur verið á leiðinni til Real Madrid í allt sumar og Luis Suarez vill ekkert frekar en losna frá Anfield. Bæði lið ætla sér Meistaradeildarsæti eftir vonbrigði síðustu leiktíðar en þurfa eflaust bæði á súpertímabili hjá sínum stjörnuleikmönnum að halda ef það á að takast.Dæmisagan um Van Persie Þriðja óánægða stórstjarnan er síðan Wayne Rooney hjá Manchester United. Jose Mourinho vill endilega fá hann til Chelsea og Rooney vill fara. Einhverjir ganga svo langt að telja að baráttan um Rooney geti ráðið úrslitum í baráttunni um enska titilinn en flestir sjá ekki fyrir sér að United selji leikmanninn til sinna helstu keppinauta. Sala Arsenal á Robin van Persie til United í fyrra ætti í það minnsta að vera víti til varnaðar.
Enski boltinn Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Körfubolti Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Fótbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Fleiri fréttir Benóný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Sjá meira