Vindmyllurnar tvær á Hafinu gætu sinnt orkuþörf 1.200 heimila 2. ágúst 2013 08:00 Vindmyllurnar tvær sem Landsvirkjun setti upp í tilraunaskyni hafa þegar framleitt um 2.660 megavattstundir og gætu annað raforkuþörf 1.200 íslenskra heimila á ársgrundvelli. Landsvirkjun/Aldís Pálsdóttir Tilraunaverkefni Landsvirkjunar með beislun vindorku þykir hafa gengið vonum framar. Vindmyllurnar tvær, sem voru settar upp á hraunsléttu norðan við Búrfell, Hafinu svokallaða, undir lok síðasta árs, gætu annað raforkuþörf 1.200 íslenskra heimila. Úlfar Linnet, deildarstjóri rannsóknardeildar Landsvirkjunar, segir að niðurstöður fyrstu mælinga hafi verið vonum framar. „Fyrstu mælingar sýna að vindmyllurnar á Hafinu hafa það sem af er ári framleitt 2.660 megavattsstundir,“ segir Úlfar. „Það er 500 megavattsstundum meiri orka en meðalvindmylla í heiminum hefði náð að vinna, en munurinn svarar til allrar raforkunotkunar 111 heimila.“ Úlfar bætir því við að spennandi verði að sjá hvernig málin muni þróast með haustinu þegar öflugir haustvindar fara að gera vart við sig. Rannsóknin miðar að því að kanna hvort hægt sé að breyta hinu íslenska roki í verðmæta auðlind; hvernig sé að reka vindmyllur við séríslenskar aðstæður og hvaða áhrif ísing, skafrenningur og sand- og öskufok hafi þar á. Vindmyllurnar eru hvor um sig um 900 vött. Áætluð ársframleiðsla þeirra beggja er 5,4 gígavattsstundir og myndi nægja til að sjá um 1.200 íslenskum heimilum fyrir raforku til daglegra nota, eins og fyrr segir. Staðsetningin á Hafinu ræðst af aðstæðum, en þar liggja náttúruleg vindgöng með stöðugum vindstyrk á bilinu tíu til tólf metrar á sekúndu. Þá er þar lítið fuglalíf og nægt rými til að setja upp fleiri myllur ef þurfa þykir. Notkun vindorku hefur aukist mikið á heimsvísu síðustu ár og komu til dæmis þrjú prósent af allri raforkuframleiðslu heimsins í fyrra frá vindmyllum, að því er fram kemur í upplýsingum frá Landsvirkjun. Þá spá Alþjóðlegu vindorkusamtökin því að uppsett afl frá vindmyllum muni tvöfaldast í heiminum fyrir lok árs 2016. Aðspurður um framhaldið hér á landi segir Úlfar að möguleikarnir séu miklir. „Til framtíðar getur vindorka hugsanlega orðið þriðja stoðin í orkukerfi Landsvirkjunar.“ Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Sjá meira
Tilraunaverkefni Landsvirkjunar með beislun vindorku þykir hafa gengið vonum framar. Vindmyllurnar tvær, sem voru settar upp á hraunsléttu norðan við Búrfell, Hafinu svokallaða, undir lok síðasta árs, gætu annað raforkuþörf 1.200 íslenskra heimila. Úlfar Linnet, deildarstjóri rannsóknardeildar Landsvirkjunar, segir að niðurstöður fyrstu mælinga hafi verið vonum framar. „Fyrstu mælingar sýna að vindmyllurnar á Hafinu hafa það sem af er ári framleitt 2.660 megavattsstundir,“ segir Úlfar. „Það er 500 megavattsstundum meiri orka en meðalvindmylla í heiminum hefði náð að vinna, en munurinn svarar til allrar raforkunotkunar 111 heimila.“ Úlfar bætir því við að spennandi verði að sjá hvernig málin muni þróast með haustinu þegar öflugir haustvindar fara að gera vart við sig. Rannsóknin miðar að því að kanna hvort hægt sé að breyta hinu íslenska roki í verðmæta auðlind; hvernig sé að reka vindmyllur við séríslenskar aðstæður og hvaða áhrif ísing, skafrenningur og sand- og öskufok hafi þar á. Vindmyllurnar eru hvor um sig um 900 vött. Áætluð ársframleiðsla þeirra beggja er 5,4 gígavattsstundir og myndi nægja til að sjá um 1.200 íslenskum heimilum fyrir raforku til daglegra nota, eins og fyrr segir. Staðsetningin á Hafinu ræðst af aðstæðum, en þar liggja náttúruleg vindgöng með stöðugum vindstyrk á bilinu tíu til tólf metrar á sekúndu. Þá er þar lítið fuglalíf og nægt rými til að setja upp fleiri myllur ef þurfa þykir. Notkun vindorku hefur aukist mikið á heimsvísu síðustu ár og komu til dæmis þrjú prósent af allri raforkuframleiðslu heimsins í fyrra frá vindmyllum, að því er fram kemur í upplýsingum frá Landsvirkjun. Þá spá Alþjóðlegu vindorkusamtökin því að uppsett afl frá vindmyllum muni tvöfaldast í heiminum fyrir lok árs 2016. Aðspurður um framhaldið hér á landi segir Úlfar að möguleikarnir séu miklir. „Til framtíðar getur vindorka hugsanlega orðið þriðja stoðin í orkukerfi Landsvirkjunar.“
Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Sjá meira