„Afsakið hlé“ – Sagan af Möltu Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar 1. ágúst 2013 00:01 Nú þegar ljóst er að gert hefur verið formlegt hlé á aðildarviðræðum Íslands og Evrópusambandsins velta margir því fyrir sér hvaða þýðingu það hafi – hvort raunhæft sé að hefja viðræðurnar að nýju ef aðstæður breytast. Sagan sýnir að það er vel mögulegt að gera hlé á aðildarviðræðum og snúa aftur sterkari til leiks. Fátt ætti að vera því til fyrirstöðu að Ísland geti tekið upp þráðinn í aðildarviðræðum við ESB seinna og í öðru tómi sem hentar bæði Íslendingum og Evrópu betur. Aðildarferli Möltu er gott dæmi um slíkt og vert að skoða þá sögu nánar. Malta er eins og Ísland eyja á jaðri álfunnar. Þar skipti almenningur sér í tvær nokkuð jafnar fylkingar með og á móti inngöngu í ESB. Saga og menning Möltu hefur verið samofin Evrópu frá örófi alda en þrátt fyrir það var þjóðin ekki tilbúin að taka skrefið til fulls fyrr en árið 2003 þegar innganga var samþykkt með þjóðaratkvæði. Það var síðan í maí 2004 sem Malta gekk formlega inn í sambandið ásamt níu öðrum ríkjum. Aðildarferli landsins var þyrnum stráð og varði í 14 ár með fjögurra ára hléi. Malta sótti fyrst um aðild að ESB árið 1990 undir stjórn Þjóðernisflokksins og var í aðildarviðræðum við sambandið í sex ár, eða þar til Verkamannaflokkurinn kom til valda árið 1996. Þá var gert formlegt hlé á aðildarviðræðunum því formaður Verkamannaflokksins taldi betra að gera fríverslunarsamning við ESB en að ganga alla leið með aðild.Sterkari að samningaborðinu Þetta hlé varði í tvö ár, eða þangað til Þjóðernisflokkurinn komst aftur til valda og fyrsta verk nýrrar ríkisstjórnar var að taka ákvörðun um að endurvekja aðildarviðræðurnar. Árið 2000 hófust formlegar aðildarviðræður aftur milli Möltu og ESB. Aðildarsamningurinn var tilbúinn árið 2003 og var sama ár haldin þjóðaratkvæðagreiðsla eins og kjósendum hafði verið lofað. Rétt ríflega helmingur maltneskra kjósenda, eða 53%, samþykkti aðildarsamninginn og 47% voru á móti. Stuttu seinna voru haldnar þingkosningar þar sem Þjóðernisflokkurinn, sem barist hafði fyrir inngöngu í ESB frá árinu 1979, hafði betur með naumindum, eða 52% atkvæða. Þegar ljóst var að Maltverjar myndu ganga í ESB féll Verkamannaflokkurinn frá skýrri andstöðu sinni gegn aðild að sambandinu. Þar sem flokkurinn hafði ævinlega lagt áherslu á að skorið yrði úr um aðild að ESB með almennum kosningum átti hann auðveldara með að réttlæta þessa breytingu á afstöðu sinni. Möltu hefur vegnað vel innan ESB og eru landsmenn almennt sáttir við að eiga aðild að sambandinu. Engar formlegar heimildir eru til um það hvort ráðamenn eða ríkisstjórn Möltu hafi verið aðhlátursefni vegna aðildarferlisins þó að á ýmsu hafi gengið í þeirra ranni. Þvert á móti voru þeir taldir mæta sterkari að samningaborðinu eftir fjögurra ára hlé. Við getum hæglega nýtt okkur reynslu og sögu Maltverja, sest aftur að samningaborðinu ef svo ber undir og nýtt þannig það mikla og góða starf sem hefur verið unnið við aðildarviðræðurnar. Það er óþarfi að láta hræðslu við viðhorf annarra þjóða koma í veg fyrir að íslenska þjóðin geti kosið um hvort hún vilji áframhald viðræðna eins og henni hefur verið lofað. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Nú þegar ljóst er að gert hefur verið formlegt hlé á aðildarviðræðum Íslands og Evrópusambandsins velta margir því fyrir sér hvaða þýðingu það hafi – hvort raunhæft sé að hefja viðræðurnar að nýju ef aðstæður breytast. Sagan sýnir að það er vel mögulegt að gera hlé á aðildarviðræðum og snúa aftur sterkari til leiks. Fátt ætti að vera því til fyrirstöðu að Ísland geti tekið upp þráðinn í aðildarviðræðum við ESB seinna og í öðru tómi sem hentar bæði Íslendingum og Evrópu betur. Aðildarferli Möltu er gott dæmi um slíkt og vert að skoða þá sögu nánar. Malta er eins og Ísland eyja á jaðri álfunnar. Þar skipti almenningur sér í tvær nokkuð jafnar fylkingar með og á móti inngöngu í ESB. Saga og menning Möltu hefur verið samofin Evrópu frá örófi alda en þrátt fyrir það var þjóðin ekki tilbúin að taka skrefið til fulls fyrr en árið 2003 þegar innganga var samþykkt með þjóðaratkvæði. Það var síðan í maí 2004 sem Malta gekk formlega inn í sambandið ásamt níu öðrum ríkjum. Aðildarferli landsins var þyrnum stráð og varði í 14 ár með fjögurra ára hléi. Malta sótti fyrst um aðild að ESB árið 1990 undir stjórn Þjóðernisflokksins og var í aðildarviðræðum við sambandið í sex ár, eða þar til Verkamannaflokkurinn kom til valda árið 1996. Þá var gert formlegt hlé á aðildarviðræðunum því formaður Verkamannaflokksins taldi betra að gera fríverslunarsamning við ESB en að ganga alla leið með aðild.Sterkari að samningaborðinu Þetta hlé varði í tvö ár, eða þangað til Þjóðernisflokkurinn komst aftur til valda og fyrsta verk nýrrar ríkisstjórnar var að taka ákvörðun um að endurvekja aðildarviðræðurnar. Árið 2000 hófust formlegar aðildarviðræður aftur milli Möltu og ESB. Aðildarsamningurinn var tilbúinn árið 2003 og var sama ár haldin þjóðaratkvæðagreiðsla eins og kjósendum hafði verið lofað. Rétt ríflega helmingur maltneskra kjósenda, eða 53%, samþykkti aðildarsamninginn og 47% voru á móti. Stuttu seinna voru haldnar þingkosningar þar sem Þjóðernisflokkurinn, sem barist hafði fyrir inngöngu í ESB frá árinu 1979, hafði betur með naumindum, eða 52% atkvæða. Þegar ljóst var að Maltverjar myndu ganga í ESB féll Verkamannaflokkurinn frá skýrri andstöðu sinni gegn aðild að sambandinu. Þar sem flokkurinn hafði ævinlega lagt áherslu á að skorið yrði úr um aðild að ESB með almennum kosningum átti hann auðveldara með að réttlæta þessa breytingu á afstöðu sinni. Möltu hefur vegnað vel innan ESB og eru landsmenn almennt sáttir við að eiga aðild að sambandinu. Engar formlegar heimildir eru til um það hvort ráðamenn eða ríkisstjórn Möltu hafi verið aðhlátursefni vegna aðildarferlisins þó að á ýmsu hafi gengið í þeirra ranni. Þvert á móti voru þeir taldir mæta sterkari að samningaborðinu eftir fjögurra ára hlé. Við getum hæglega nýtt okkur reynslu og sögu Maltverja, sest aftur að samningaborðinu ef svo ber undir og nýtt þannig það mikla og góða starf sem hefur verið unnið við aðildarviðræðurnar. Það er óþarfi að láta hræðslu við viðhorf annarra þjóða koma í veg fyrir að íslenska þjóðin geti kosið um hvort hún vilji áframhald viðræðna eins og henni hefur verið lofað.
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun