„Afsakið hlé“ – Sagan af Möltu Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar 1. ágúst 2013 00:01 Nú þegar ljóst er að gert hefur verið formlegt hlé á aðildarviðræðum Íslands og Evrópusambandsins velta margir því fyrir sér hvaða þýðingu það hafi – hvort raunhæft sé að hefja viðræðurnar að nýju ef aðstæður breytast. Sagan sýnir að það er vel mögulegt að gera hlé á aðildarviðræðum og snúa aftur sterkari til leiks. Fátt ætti að vera því til fyrirstöðu að Ísland geti tekið upp þráðinn í aðildarviðræðum við ESB seinna og í öðru tómi sem hentar bæði Íslendingum og Evrópu betur. Aðildarferli Möltu er gott dæmi um slíkt og vert að skoða þá sögu nánar. Malta er eins og Ísland eyja á jaðri álfunnar. Þar skipti almenningur sér í tvær nokkuð jafnar fylkingar með og á móti inngöngu í ESB. Saga og menning Möltu hefur verið samofin Evrópu frá örófi alda en þrátt fyrir það var þjóðin ekki tilbúin að taka skrefið til fulls fyrr en árið 2003 þegar innganga var samþykkt með þjóðaratkvæði. Það var síðan í maí 2004 sem Malta gekk formlega inn í sambandið ásamt níu öðrum ríkjum. Aðildarferli landsins var þyrnum stráð og varði í 14 ár með fjögurra ára hléi. Malta sótti fyrst um aðild að ESB árið 1990 undir stjórn Þjóðernisflokksins og var í aðildarviðræðum við sambandið í sex ár, eða þar til Verkamannaflokkurinn kom til valda árið 1996. Þá var gert formlegt hlé á aðildarviðræðunum því formaður Verkamannaflokksins taldi betra að gera fríverslunarsamning við ESB en að ganga alla leið með aðild.Sterkari að samningaborðinu Þetta hlé varði í tvö ár, eða þangað til Þjóðernisflokkurinn komst aftur til valda og fyrsta verk nýrrar ríkisstjórnar var að taka ákvörðun um að endurvekja aðildarviðræðurnar. Árið 2000 hófust formlegar aðildarviðræður aftur milli Möltu og ESB. Aðildarsamningurinn var tilbúinn árið 2003 og var sama ár haldin þjóðaratkvæðagreiðsla eins og kjósendum hafði verið lofað. Rétt ríflega helmingur maltneskra kjósenda, eða 53%, samþykkti aðildarsamninginn og 47% voru á móti. Stuttu seinna voru haldnar þingkosningar þar sem Þjóðernisflokkurinn, sem barist hafði fyrir inngöngu í ESB frá árinu 1979, hafði betur með naumindum, eða 52% atkvæða. Þegar ljóst var að Maltverjar myndu ganga í ESB féll Verkamannaflokkurinn frá skýrri andstöðu sinni gegn aðild að sambandinu. Þar sem flokkurinn hafði ævinlega lagt áherslu á að skorið yrði úr um aðild að ESB með almennum kosningum átti hann auðveldara með að réttlæta þessa breytingu á afstöðu sinni. Möltu hefur vegnað vel innan ESB og eru landsmenn almennt sáttir við að eiga aðild að sambandinu. Engar formlegar heimildir eru til um það hvort ráðamenn eða ríkisstjórn Möltu hafi verið aðhlátursefni vegna aðildarferlisins þó að á ýmsu hafi gengið í þeirra ranni. Þvert á móti voru þeir taldir mæta sterkari að samningaborðinu eftir fjögurra ára hlé. Við getum hæglega nýtt okkur reynslu og sögu Maltverja, sest aftur að samningaborðinu ef svo ber undir og nýtt þannig það mikla og góða starf sem hefur verið unnið við aðildarviðræðurnar. Það er óþarfi að láta hræðslu við viðhorf annarra þjóða koma í veg fyrir að íslenska þjóðin geti kosið um hvort hún vilji áframhald viðræðna eins og henni hefur verið lofað. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Sjá meira
Nú þegar ljóst er að gert hefur verið formlegt hlé á aðildarviðræðum Íslands og Evrópusambandsins velta margir því fyrir sér hvaða þýðingu það hafi – hvort raunhæft sé að hefja viðræðurnar að nýju ef aðstæður breytast. Sagan sýnir að það er vel mögulegt að gera hlé á aðildarviðræðum og snúa aftur sterkari til leiks. Fátt ætti að vera því til fyrirstöðu að Ísland geti tekið upp þráðinn í aðildarviðræðum við ESB seinna og í öðru tómi sem hentar bæði Íslendingum og Evrópu betur. Aðildarferli Möltu er gott dæmi um slíkt og vert að skoða þá sögu nánar. Malta er eins og Ísland eyja á jaðri álfunnar. Þar skipti almenningur sér í tvær nokkuð jafnar fylkingar með og á móti inngöngu í ESB. Saga og menning Möltu hefur verið samofin Evrópu frá örófi alda en þrátt fyrir það var þjóðin ekki tilbúin að taka skrefið til fulls fyrr en árið 2003 þegar innganga var samþykkt með þjóðaratkvæði. Það var síðan í maí 2004 sem Malta gekk formlega inn í sambandið ásamt níu öðrum ríkjum. Aðildarferli landsins var þyrnum stráð og varði í 14 ár með fjögurra ára hléi. Malta sótti fyrst um aðild að ESB árið 1990 undir stjórn Þjóðernisflokksins og var í aðildarviðræðum við sambandið í sex ár, eða þar til Verkamannaflokkurinn kom til valda árið 1996. Þá var gert formlegt hlé á aðildarviðræðunum því formaður Verkamannaflokksins taldi betra að gera fríverslunarsamning við ESB en að ganga alla leið með aðild.Sterkari að samningaborðinu Þetta hlé varði í tvö ár, eða þangað til Þjóðernisflokkurinn komst aftur til valda og fyrsta verk nýrrar ríkisstjórnar var að taka ákvörðun um að endurvekja aðildarviðræðurnar. Árið 2000 hófust formlegar aðildarviðræður aftur milli Möltu og ESB. Aðildarsamningurinn var tilbúinn árið 2003 og var sama ár haldin þjóðaratkvæðagreiðsla eins og kjósendum hafði verið lofað. Rétt ríflega helmingur maltneskra kjósenda, eða 53%, samþykkti aðildarsamninginn og 47% voru á móti. Stuttu seinna voru haldnar þingkosningar þar sem Þjóðernisflokkurinn, sem barist hafði fyrir inngöngu í ESB frá árinu 1979, hafði betur með naumindum, eða 52% atkvæða. Þegar ljóst var að Maltverjar myndu ganga í ESB féll Verkamannaflokkurinn frá skýrri andstöðu sinni gegn aðild að sambandinu. Þar sem flokkurinn hafði ævinlega lagt áherslu á að skorið yrði úr um aðild að ESB með almennum kosningum átti hann auðveldara með að réttlæta þessa breytingu á afstöðu sinni. Möltu hefur vegnað vel innan ESB og eru landsmenn almennt sáttir við að eiga aðild að sambandinu. Engar formlegar heimildir eru til um það hvort ráðamenn eða ríkisstjórn Möltu hafi verið aðhlátursefni vegna aðildarferlisins þó að á ýmsu hafi gengið í þeirra ranni. Þvert á móti voru þeir taldir mæta sterkari að samningaborðinu eftir fjögurra ára hlé. Við getum hæglega nýtt okkur reynslu og sögu Maltverja, sest aftur að samningaborðinu ef svo ber undir og nýtt þannig það mikla og góða starf sem hefur verið unnið við aðildarviðræðurnar. Það er óþarfi að láta hræðslu við viðhorf annarra þjóða koma í veg fyrir að íslenska þjóðin geti kosið um hvort hún vilji áframhald viðræðna eins og henni hefur verið lofað.
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun