Að gera úlfalda úr mýflugu Magnús Guðmundsson skrifar 31. júlí 2013 06:00 Undanfarnar vikur hafa fjölmiðlar fjallað um þá ákvörðun kjararáðs frá því í lok júní 2013 að leiðrétta kjör nokkurra forstöðumanna ríkisstofnana. Umfjöllunin hefur verið misvísandi og mátt hefur skilja að allir forstöðumenn hafi fengið launahækkanir. Það er rangt og það sem verra er, kjararáð hefur ekki sinnt þeirri skyldu sinni að upplýsa og leiðrétta misskilninginn. Vegna þessa er mikilvægt að koma eftirfarandi upplýsingum á framfæri: 1. Í Félagi forstöðumanna ríkisstofnana eru um 200 forstöðumenn ríkisstofnana sem hafa hvorki verkfalls- né samningsrétt. 2. Kjararáði er ætlað samkvæmt lögum að ákveða kjör forstöðumanna ríkisstofnana og ber ráðinu að gæta innbyrðis samræmis í starfskjörum þeim sem það ákveður og að þau séu á hverjum tíma í samræmi við laun í þjóðfélaginu hjá þeim sem sambærilegir geta talist með tilliti til starfa og ábyrgðar. Kjararáð skal samkvæmt lögum ætíð taka tillit til almennrar þróunar kjaramála á vinnumarkaði. 3. Ákvörðun kjararáðs frá því í lok júní 2013 varðaði aðeins um tuttugu af 200 forstöðumönnum ríkisstofnana sem eru í forsvari opinberra hlutafélaga. Laun þessa litla hóps voru lækkuð mikið og fryst í kjölfar efnahagshrunsins. Með ákvörðun kjararáðs í lok júní 2013 voru laun þessara stjórnenda færð í átt að því sem þau voru fyrir hrun og því var ekki um að ræða launahækkanir heldur leiðréttingar á launalækkunum. Ákvarðanir um starfskjör forstöðumanna ríkisstofnana eru með sérstökum hætti eins og að framan greinir en því miður kemur ítrekað upp neikvæð umræða þegar kjararáð ákveður laun þessa hóps. Þessi neikvæða umræða er skaðleg, ekki síst vegna þess að flestir vilja njóta góðrar þjónustu opinberra stofnana s.s. sjúkrahúsa, lögreglu, dómstóla, framhaldsskóla og háskóla. Til þess að svo megi verða þarf góða stjórnendur og öflugt vel menntað starfsfólk sem á skilið virðingu og hrós fyrir störf sín. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson Skoðun Vígvellir barna eru víða Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Vígvellir barna eru víða Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Undanfarnar vikur hafa fjölmiðlar fjallað um þá ákvörðun kjararáðs frá því í lok júní 2013 að leiðrétta kjör nokkurra forstöðumanna ríkisstofnana. Umfjöllunin hefur verið misvísandi og mátt hefur skilja að allir forstöðumenn hafi fengið launahækkanir. Það er rangt og það sem verra er, kjararáð hefur ekki sinnt þeirri skyldu sinni að upplýsa og leiðrétta misskilninginn. Vegna þessa er mikilvægt að koma eftirfarandi upplýsingum á framfæri: 1. Í Félagi forstöðumanna ríkisstofnana eru um 200 forstöðumenn ríkisstofnana sem hafa hvorki verkfalls- né samningsrétt. 2. Kjararáði er ætlað samkvæmt lögum að ákveða kjör forstöðumanna ríkisstofnana og ber ráðinu að gæta innbyrðis samræmis í starfskjörum þeim sem það ákveður og að þau séu á hverjum tíma í samræmi við laun í þjóðfélaginu hjá þeim sem sambærilegir geta talist með tilliti til starfa og ábyrgðar. Kjararáð skal samkvæmt lögum ætíð taka tillit til almennrar þróunar kjaramála á vinnumarkaði. 3. Ákvörðun kjararáðs frá því í lok júní 2013 varðaði aðeins um tuttugu af 200 forstöðumönnum ríkisstofnana sem eru í forsvari opinberra hlutafélaga. Laun þessa litla hóps voru lækkuð mikið og fryst í kjölfar efnahagshrunsins. Með ákvörðun kjararáðs í lok júní 2013 voru laun þessara stjórnenda færð í átt að því sem þau voru fyrir hrun og því var ekki um að ræða launahækkanir heldur leiðréttingar á launalækkunum. Ákvarðanir um starfskjör forstöðumanna ríkisstofnana eru með sérstökum hætti eins og að framan greinir en því miður kemur ítrekað upp neikvæð umræða þegar kjararáð ákveður laun þessa hóps. Þessi neikvæða umræða er skaðleg, ekki síst vegna þess að flestir vilja njóta góðrar þjónustu opinberra stofnana s.s. sjúkrahúsa, lögreglu, dómstóla, framhaldsskóla og háskóla. Til þess að svo megi verða þarf góða stjórnendur og öflugt vel menntað starfsfólk sem á skilið virðingu og hrós fyrir störf sín.
Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun
Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun