Karlmönnum er líka nauðgað María Lilja Þrastardóttir skrifar 27. júlí 2013 08:00 Sveinn Rúnar Einarsson Mynd/Arnþór Sveini Rúnari Einarssyni var nauðgað af hópi karlmanna á Þjóðhátíð í Eyjum í fyrra. Hann hefur ákveðið að stíga fram og segja sögu sína í von um að vekja athygli á því að karlmönnum er líka nauðgað. Hann segir það einnig lið í því að losna við skömmina og sektarkenndina sem fylgir því að verða fyrir slíku ofbeldi. „Ef einhver hefði sagt mér fyrir ári síðan að mér yrði nauðgað á Þjóðhátíð, eða bara yfirhöfuð, hefði ég ekki trúað því. Ég hélt að svona lagað myndi aldrei koma fyrir mig,“ segir Sveinn Rúnar, eða Svenni eins og hann er oftast kallaður. Það er árla morguns þegar Sveinn knýr dyra hjá blaðamanni með fangið fullt af bakkelsi. Við erum gamlir vinir og andrúmsloftið er því tilfinningaþrungið þegar við setjumst út í sólina með morgunmatinn, kaffið og sígaretturnar. Við höfum rætt þetta mál áður okkar á milli en í þetta skipti er það fyrir framan alþjóð.Vaknaði með mann ofan á sér Sveinn er tuttugu og sjö ára gamall þjónn búsettur í Reykjavík. Fyrir ári síðan fór hann ásamt nokkrum vinum sínum á Þjóðhátíð í Eyjum og þar var honum nauðgað að morgni mánudags. Hann vaknaði við verknaðinn þegar einn mannanna var að ljúka sér af. Á meðan stóðu hinir yfir þeim. „Ég veit eiginlega ekkert hvort eða hversu margir þeirra tóku beinan þátt í nauðguninni og hverjir horfðu bara á. Ég var drukkinn og man illa aðstæður og ekkert frá aðdragandanum. Ég man að hafa vaknað með mann ofan á mér. Ég man líka að einn af þeim sem stóð var með kynfærin úti.“ Ég náði einhvern veginn að rífa mig á fætur. Ég man allt frekar þokukennt en ég hljóp í burtu. Þeir gerðu ekki tilraun til þess að hlaupa á eftir mér, eltu mig ekki eða neitt þannig, en ég hljóp samt, með buxurnar hálfvegis niður um mig, grátandi og í mikilli geðshræringu,“ Þannig tóku gæsluliðar á móti honum í dalnum og færðu hann inn í sjúkratjald.Beðinn að fara bara að sofa Inni í tjaldinu var hann settur upp á sjúkrabekk. Þaðan reyndi hann að ná í vinkonu sína sem kom skömmu síðar. Hlúð var að honum og hann róaður niður. Síðan var honum bent á að fara heim að sofa og hafa samband við neyðarmóttöku daginn eftir. Aðspurður segir Sveinn að aldrei hafi lögregla verið kölluð til. „Ef það hefði verið öðruvísi tekið á þessu inni í tjaldinu, ég tek samt fram gæsluliðarnir voru mér mjög góðir, hefði ég til dæmis fengið að tala við lögreglu strax, hefði ég kannski lagt fram kæru. Ég hugsa að ef ég hefði verið kýldur, kjálkabrotinn eða hefði lent í annars konar ofbeldi en þessu þá hefði lögreglan komið um leið til að taka skýrslu.“ „Það er eins og það sé bara farið öðruvísi að hlutunum í þessum málaflokki, eða það er mín tilfinning. Það læddist að mér sá grunur að þessu hafi verið tekið á léttvægari hátt af því að ég er karl og fólk reiknar ekki með því að þeim verði nokkurn tímann nauðgað. Ég fór því bara og hugðist gleyma þessu. Ég vildi heldur ekki eyðileggja skemmtunina fyrir hinum, eins klikkað og það kann að hljóma,“ segir Sveinn.Sveinn segir að það hafi hjálpað að segja frá nauðguninni.Mynd/ArnþórGekk illa að gleyma Sveini rann atvikið þó ekki auðveldlega úr minni. Eftir heimkomuna reyndi hann að dreifa huganum með því að sökkva sér í vinnu og þess á milli drekka úr hófi. „Það var mjög stuttur í mér þráðurinn og ég var oft mjög reiður yfir smámunum. Ég fjarlægðist marga góða vini mína á tímabili og fjölskylduna einnig. Þetta sótti stöðugt á mig og ég reyndi að ýta því frá,“ segir Sveinn. Það var svo fyrir nokkrum mánuðum að Sveinn byrjaði að fara til sálfræðings vegna málsins. Það hjálpaði honum mikið og loks var hann tilbúinn að viðurkenna með sjálfum sér að honum hefði verið nauðgað. Hann sagði vinum og fjölskyldu frá í rólegheitum og fann að það hjálpaði honum. „Það var svo mikil losun að segja loksins frá og ég fann að með hverju skiptinu sem ég ræddi þetta opinskátt leið mér betur og skömmin fór að hverfa. Núna langar mig að vera öðrum körlum í sömu stöðu fyrirmynd. Ég tel mig vita að það eru töluvert margir þarna úti sem hefur verið nauðgað, en hafa aldrei sagt neinum það.“Ofbeldi ekki kynbundið Sveinn útskýrir það að samfélagið geri körlum oft erfiðara fyrir. Staðalmyndir kynjanna séu ekki síður skaðlegar körlum en konum. „Það þykir ekki karlmannlegt að verða nauðgað, hvað þá að tala um það. Vandamálið er málað upp líkt og það sé kvenlægt og það finnst mér ósmekklegt. Mér finnst líka sárt þegar talað er um nauðganir sem kynbundið ofbeldi því með slíkri orðræðu horfum við fram hjá öllum körlunum sem hefur verið nauðgað og gerum þeim erfiðara um vik að tjá sig.“ Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Innlent Fleiri fréttir Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Sjá meira
Sveini Rúnari Einarssyni var nauðgað af hópi karlmanna á Þjóðhátíð í Eyjum í fyrra. Hann hefur ákveðið að stíga fram og segja sögu sína í von um að vekja athygli á því að karlmönnum er líka nauðgað. Hann segir það einnig lið í því að losna við skömmina og sektarkenndina sem fylgir því að verða fyrir slíku ofbeldi. „Ef einhver hefði sagt mér fyrir ári síðan að mér yrði nauðgað á Þjóðhátíð, eða bara yfirhöfuð, hefði ég ekki trúað því. Ég hélt að svona lagað myndi aldrei koma fyrir mig,“ segir Sveinn Rúnar, eða Svenni eins og hann er oftast kallaður. Það er árla morguns þegar Sveinn knýr dyra hjá blaðamanni með fangið fullt af bakkelsi. Við erum gamlir vinir og andrúmsloftið er því tilfinningaþrungið þegar við setjumst út í sólina með morgunmatinn, kaffið og sígaretturnar. Við höfum rætt þetta mál áður okkar á milli en í þetta skipti er það fyrir framan alþjóð.Vaknaði með mann ofan á sér Sveinn er tuttugu og sjö ára gamall þjónn búsettur í Reykjavík. Fyrir ári síðan fór hann ásamt nokkrum vinum sínum á Þjóðhátíð í Eyjum og þar var honum nauðgað að morgni mánudags. Hann vaknaði við verknaðinn þegar einn mannanna var að ljúka sér af. Á meðan stóðu hinir yfir þeim. „Ég veit eiginlega ekkert hvort eða hversu margir þeirra tóku beinan þátt í nauðguninni og hverjir horfðu bara á. Ég var drukkinn og man illa aðstæður og ekkert frá aðdragandanum. Ég man að hafa vaknað með mann ofan á mér. Ég man líka að einn af þeim sem stóð var með kynfærin úti.“ Ég náði einhvern veginn að rífa mig á fætur. Ég man allt frekar þokukennt en ég hljóp í burtu. Þeir gerðu ekki tilraun til þess að hlaupa á eftir mér, eltu mig ekki eða neitt þannig, en ég hljóp samt, með buxurnar hálfvegis niður um mig, grátandi og í mikilli geðshræringu,“ Þannig tóku gæsluliðar á móti honum í dalnum og færðu hann inn í sjúkratjald.Beðinn að fara bara að sofa Inni í tjaldinu var hann settur upp á sjúkrabekk. Þaðan reyndi hann að ná í vinkonu sína sem kom skömmu síðar. Hlúð var að honum og hann róaður niður. Síðan var honum bent á að fara heim að sofa og hafa samband við neyðarmóttöku daginn eftir. Aðspurður segir Sveinn að aldrei hafi lögregla verið kölluð til. „Ef það hefði verið öðruvísi tekið á þessu inni í tjaldinu, ég tek samt fram gæsluliðarnir voru mér mjög góðir, hefði ég til dæmis fengið að tala við lögreglu strax, hefði ég kannski lagt fram kæru. Ég hugsa að ef ég hefði verið kýldur, kjálkabrotinn eða hefði lent í annars konar ofbeldi en þessu þá hefði lögreglan komið um leið til að taka skýrslu.“ „Það er eins og það sé bara farið öðruvísi að hlutunum í þessum málaflokki, eða það er mín tilfinning. Það læddist að mér sá grunur að þessu hafi verið tekið á léttvægari hátt af því að ég er karl og fólk reiknar ekki með því að þeim verði nokkurn tímann nauðgað. Ég fór því bara og hugðist gleyma þessu. Ég vildi heldur ekki eyðileggja skemmtunina fyrir hinum, eins klikkað og það kann að hljóma,“ segir Sveinn.Sveinn segir að það hafi hjálpað að segja frá nauðguninni.Mynd/ArnþórGekk illa að gleyma Sveini rann atvikið þó ekki auðveldlega úr minni. Eftir heimkomuna reyndi hann að dreifa huganum með því að sökkva sér í vinnu og þess á milli drekka úr hófi. „Það var mjög stuttur í mér þráðurinn og ég var oft mjög reiður yfir smámunum. Ég fjarlægðist marga góða vini mína á tímabili og fjölskylduna einnig. Þetta sótti stöðugt á mig og ég reyndi að ýta því frá,“ segir Sveinn. Það var svo fyrir nokkrum mánuðum að Sveinn byrjaði að fara til sálfræðings vegna málsins. Það hjálpaði honum mikið og loks var hann tilbúinn að viðurkenna með sjálfum sér að honum hefði verið nauðgað. Hann sagði vinum og fjölskyldu frá í rólegheitum og fann að það hjálpaði honum. „Það var svo mikil losun að segja loksins frá og ég fann að með hverju skiptinu sem ég ræddi þetta opinskátt leið mér betur og skömmin fór að hverfa. Núna langar mig að vera öðrum körlum í sömu stöðu fyrirmynd. Ég tel mig vita að það eru töluvert margir þarna úti sem hefur verið nauðgað, en hafa aldrei sagt neinum það.“Ofbeldi ekki kynbundið Sveinn útskýrir það að samfélagið geri körlum oft erfiðara fyrir. Staðalmyndir kynjanna séu ekki síður skaðlegar körlum en konum. „Það þykir ekki karlmannlegt að verða nauðgað, hvað þá að tala um það. Vandamálið er málað upp líkt og það sé kvenlægt og það finnst mér ósmekklegt. Mér finnst líka sárt þegar talað er um nauðganir sem kynbundið ofbeldi því með slíkri orðræðu horfum við fram hjá öllum körlunum sem hefur verið nauðgað og gerum þeim erfiðara um vik að tjá sig.“
Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Innlent Fleiri fréttir Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Sjá meira