Umdeilt mál á fyrsta degi Brynhildur Pétursdóttir skrifar 26. júlí 2013 08:51 Fyrsta mál nýrrar ríkisstjórnar var að draga til baka áður boðaða hækkun á virðisaukaskatti á gistingu. Rökin eru kunnugleg; lægri skattar munu bæta samkeppnisstöðuna og skila meiri tekjum til lengri tíma. Það var einmitt það já. Árið 1994 var lagður 14% virðisaukaskattur á gistingu og árið 2007 var skatturinn lækkaður í 7%. Á síðasta þingi lagði ríkisstjórnin til að virðisaukaskattur á gistingu yrði hækkaður í 25,5% í samræmi við flestar vörur og þjónustu. Þingmenn Bjartrar framtíðar lögðust gegn svo hárri hækkun og gagnrýndu að hana bæri of brátt að. Seljendur þyrftu tíma til aðlögunar. Fallist var á þessi rök að hluta og ákveðið að setja gistingu í nýtt 14% skattþrep. Gert var ráð fyrir að skatturinn myndi skila ríkinu 500 milljónum í ár og 1.500 milljónum árið 2014 og eftirleiðis. Við vissum ekki betur en að sátt hefði verið um þessa niðurstöðu. Ferðaþjónustan er öflug atvinnugrein sem nýtur lágs gengis krónunnar og er aflögufær. Skatturinn er auk þess mest greiddur af ferðamönnum í erlendum gjaldeyri sem okkur bráðvantar. Í umræðum á þingi kom m.a. fram að gisting er um 11% af þeim heildarkostnaði sem ferðamaður leggur út vegna heimsóknar sinnar til Íslands. Hækkun um 7 prósentustig hefði því ekki úrslitaáhrif og er varla meira en flöktið á krónunni á „góðum“ degi. Þá var bent á að ferðaþjónustan greiðir 7% vask af gistingu en innheimtir 25,5% vask af keyptri vöru og þjónustu. Innskattur hefur því verið hærri en útskattur frá 2007. Það væri vissulega draumastaða að geta lækkað skatta og aukið tekjur á sama tíma. Ég held að þetta sé hins vegar ekki rétti tíminn til að láta reyna á þessa umdeildu kenningu. Ég andmæli því ekki að skattheimta getur orðið of mikil en í þessu tilfelli var engin ástæða til að draga í land. Staða ríkissjóðs er nefnilega mjög slæm eins og stjórnvöld uppgötvuðu jú skyndilega eftir kosningar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vígvellir barna eru víða Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Vígvellir barna eru víða Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Fyrsta mál nýrrar ríkisstjórnar var að draga til baka áður boðaða hækkun á virðisaukaskatti á gistingu. Rökin eru kunnugleg; lægri skattar munu bæta samkeppnisstöðuna og skila meiri tekjum til lengri tíma. Það var einmitt það já. Árið 1994 var lagður 14% virðisaukaskattur á gistingu og árið 2007 var skatturinn lækkaður í 7%. Á síðasta þingi lagði ríkisstjórnin til að virðisaukaskattur á gistingu yrði hækkaður í 25,5% í samræmi við flestar vörur og þjónustu. Þingmenn Bjartrar framtíðar lögðust gegn svo hárri hækkun og gagnrýndu að hana bæri of brátt að. Seljendur þyrftu tíma til aðlögunar. Fallist var á þessi rök að hluta og ákveðið að setja gistingu í nýtt 14% skattþrep. Gert var ráð fyrir að skatturinn myndi skila ríkinu 500 milljónum í ár og 1.500 milljónum árið 2014 og eftirleiðis. Við vissum ekki betur en að sátt hefði verið um þessa niðurstöðu. Ferðaþjónustan er öflug atvinnugrein sem nýtur lágs gengis krónunnar og er aflögufær. Skatturinn er auk þess mest greiddur af ferðamönnum í erlendum gjaldeyri sem okkur bráðvantar. Í umræðum á þingi kom m.a. fram að gisting er um 11% af þeim heildarkostnaði sem ferðamaður leggur út vegna heimsóknar sinnar til Íslands. Hækkun um 7 prósentustig hefði því ekki úrslitaáhrif og er varla meira en flöktið á krónunni á „góðum“ degi. Þá var bent á að ferðaþjónustan greiðir 7% vask af gistingu en innheimtir 25,5% vask af keyptri vöru og þjónustu. Innskattur hefur því verið hærri en útskattur frá 2007. Það væri vissulega draumastaða að geta lækkað skatta og aukið tekjur á sama tíma. Ég held að þetta sé hins vegar ekki rétti tíminn til að láta reyna á þessa umdeildu kenningu. Ég andmæli því ekki að skattheimta getur orðið of mikil en í þessu tilfelli var engin ástæða til að draga í land. Staða ríkissjóðs er nefnilega mjög slæm eins og stjórnvöld uppgötvuðu jú skyndilega eftir kosningar.
Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun
Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun