„Takk Kata“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. júlí 2013 06:00 Katrín Jónsdóttir er hætt að leika með íslenska landsliðinu. Hún hefur staðið fyrir sínu fyrir land og þjóð og unnið ómetanlegt starf fyrir íslenska kvennaknattspyrnu. fréttablaðið/daníel EM-ævintýri stelpnanna okkar endaði í gær með skelli á móti sterku liði Svía. Svíar unnu öruggan 4-0 sigur og tryggðu sér sæti í undanúrslitum á EM. Þetta var frábær keppni hjá íslensku stelpunum þótt endirinn hafi verið snubbóttur. Vissulega voru stelpurnar súrar og svekktar í leikslok að hafa ekki veitt þeim sænsku meiri keppni en byrjun leiksins varð algjör örlagavaldur í þessum stærsta leik í sögu íslensks fótbolta. Allt sem mátti ekki gerast í upphafi leiks gerðist og eftirleikurinn var auðveldur fyrir sænska liðið sem skoraði fyrsta markið á 3. mínútu og var komið 3-0 yfir eftir tuttugu mínútur. Það var hins vegar annars konar dramatík sem tók við eftir leikinn þegar öllum varð ljóst að landsliðsfyrirliðinn væri að kveðja stelpurnar. Mögnuðum ferli lauk nefnilega á Örjans Vall í Halmstad í gær. 19 ára landsliðsferli Katrínar Jónsdóttur lauk þegar hún fékk heiðursskiptingu tíu mínútum fyrir leikslok. Í stað hennar kom Glódís Perla Viggósdóttir inn á, sem margir sjá sem eftirmann hennar í liðinu.Myndir / DaníelTáknræn stund „Það var táknræn stund þegar Glódís kom inn á fyrir Kötu. Kata hefur átt stórkostlegan landsliðsferil. Hún átti frábært mót og á mikinn heiður skilinn að hafa leitt liðið svona langt í þessari keppni,“ sagði landsliðsþjálfarinn Sigurður Ragnar Eyjólfsson. „Það er leiðinlegt að við gátum ekki gefið henni betri leik. Hún er búin að eiga stórkostlegan landsliðsferil og ég vona að hún geti bara hugsað um Hollandsleikinn eða eitthvað,“ sagði Guðbjörg Gunnarsdóttir, markvörður íslenska liðsins, eftir leikinn. „Ég vildi enda þetta á betri leik og var að reyna það eftir leik að sækja einhverjar minningar frá Hollandsleiknum til þess að líða aðeins betur. Ég hugsa að það þurfi að líða smá tími og þá áttum við okkur á því hvaða árangri við höfum náð. Þetta er frábær árangur og nú vona ég að Ísland komi aftur á stórmót og nái að bæta þetta,“ sagði Katrín Jónsdóttir en hún gat ekki haldið aftur af tárunum í leikslok.Grét eins og smábarn„Ég var hálftóm í hausnum þegar ég var tekin út af og eftir leikinn voru meiri tilfinningar í gangi. Ég grét eins og smábarn en svona er þetta bara. Þetta er skrýtið, ég er búin að vera svo lengi í þessu og fótbolti er alltaf búinn að vera númer eitt. Ég elska að spila fótbolta og fórna öllu fyrir hann. Ég flutti 650 kílómetra til þess að geta verið í sem bestu standi til að spila fyrir landsliðið. Það er svolítið skrýtið að þetta sé búið. Það tekur víst eitthvað annað við en það segja þær mér þessar stelpur sem hafa hætt,“ segir Katrín brosandi. „Ég er sátt með mína frammistöðu og með frammistöðu liðsins. Það voru allir að leggja sig hundrað prósent fram og við náðum okkar markmiðum. Við ætluðum ekki að vera saddar og ætluðum að komast lengra. Við lentum á mjög góðum degi hjá Svíþjóð. Við getum byggt ofan á þetta. Það eru að koma upp ungar og efnilegar stelpur sem eru orðnar góðar. Ég held að framtíðin sé björt,“ sagði Katrín.Fyrirmynd fyrir okkur allarÞað voru fleiri en Katrín sem táruðust í leikslok. „Það er að sjálfsögðu erfitt að horfa á eftir henni. Katrín er frábær manneskja og frábær knattspyrnukona. Hún er mikil fyrirmynd fyrir okkur hinar með því að vera svona lengi í þessu og standa sig svona vel. Hennar verður sárt saknað,“ sagði Margrét Láta, sem reyndi að setja sig í spor Kötu. „Ég fór að hágráta þegar hún kom út af því ég á eftir að sakna hennar og ég veit líka hvað þetta er erfitt fyrir hana. Hún getur verið virkilega stolt af sinni frammistöðu og öllu sem hún hefur gert fyrir íslenska kvennaknattspyrnu,“ sagði Margrét Lára. Það verður vissulega skrýtið að sjá enga Katrínu Jónsdóttur þegar íslenska kvennalandsliðið mætir til leiks í undankeppni HM. Það spilar enginn endalaust og það vissu allir að það kæmi að þessari stundu. Við kvöddum Ólaf Stefánsson í júní og kveðjum Katrínu Jónsdóttur í júlí. Mikilvægi þessara tveggja miklu leiðtoga verður aldrei metið til fulls og það er full ástæða til að segja: „Takk Kata“. Mest lesið Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Fótbolti Unnu gull á HM en fengu ekki að heyra þjóðsönginn Sport Fleiri fréttir „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Sjá meira
EM-ævintýri stelpnanna okkar endaði í gær með skelli á móti sterku liði Svía. Svíar unnu öruggan 4-0 sigur og tryggðu sér sæti í undanúrslitum á EM. Þetta var frábær keppni hjá íslensku stelpunum þótt endirinn hafi verið snubbóttur. Vissulega voru stelpurnar súrar og svekktar í leikslok að hafa ekki veitt þeim sænsku meiri keppni en byrjun leiksins varð algjör örlagavaldur í þessum stærsta leik í sögu íslensks fótbolta. Allt sem mátti ekki gerast í upphafi leiks gerðist og eftirleikurinn var auðveldur fyrir sænska liðið sem skoraði fyrsta markið á 3. mínútu og var komið 3-0 yfir eftir tuttugu mínútur. Það var hins vegar annars konar dramatík sem tók við eftir leikinn þegar öllum varð ljóst að landsliðsfyrirliðinn væri að kveðja stelpurnar. Mögnuðum ferli lauk nefnilega á Örjans Vall í Halmstad í gær. 19 ára landsliðsferli Katrínar Jónsdóttur lauk þegar hún fékk heiðursskiptingu tíu mínútum fyrir leikslok. Í stað hennar kom Glódís Perla Viggósdóttir inn á, sem margir sjá sem eftirmann hennar í liðinu.Myndir / DaníelTáknræn stund „Það var táknræn stund þegar Glódís kom inn á fyrir Kötu. Kata hefur átt stórkostlegan landsliðsferil. Hún átti frábært mót og á mikinn heiður skilinn að hafa leitt liðið svona langt í þessari keppni,“ sagði landsliðsþjálfarinn Sigurður Ragnar Eyjólfsson. „Það er leiðinlegt að við gátum ekki gefið henni betri leik. Hún er búin að eiga stórkostlegan landsliðsferil og ég vona að hún geti bara hugsað um Hollandsleikinn eða eitthvað,“ sagði Guðbjörg Gunnarsdóttir, markvörður íslenska liðsins, eftir leikinn. „Ég vildi enda þetta á betri leik og var að reyna það eftir leik að sækja einhverjar minningar frá Hollandsleiknum til þess að líða aðeins betur. Ég hugsa að það þurfi að líða smá tími og þá áttum við okkur á því hvaða árangri við höfum náð. Þetta er frábær árangur og nú vona ég að Ísland komi aftur á stórmót og nái að bæta þetta,“ sagði Katrín Jónsdóttir en hún gat ekki haldið aftur af tárunum í leikslok.Grét eins og smábarn„Ég var hálftóm í hausnum þegar ég var tekin út af og eftir leikinn voru meiri tilfinningar í gangi. Ég grét eins og smábarn en svona er þetta bara. Þetta er skrýtið, ég er búin að vera svo lengi í þessu og fótbolti er alltaf búinn að vera númer eitt. Ég elska að spila fótbolta og fórna öllu fyrir hann. Ég flutti 650 kílómetra til þess að geta verið í sem bestu standi til að spila fyrir landsliðið. Það er svolítið skrýtið að þetta sé búið. Það tekur víst eitthvað annað við en það segja þær mér þessar stelpur sem hafa hætt,“ segir Katrín brosandi. „Ég er sátt með mína frammistöðu og með frammistöðu liðsins. Það voru allir að leggja sig hundrað prósent fram og við náðum okkar markmiðum. Við ætluðum ekki að vera saddar og ætluðum að komast lengra. Við lentum á mjög góðum degi hjá Svíþjóð. Við getum byggt ofan á þetta. Það eru að koma upp ungar og efnilegar stelpur sem eru orðnar góðar. Ég held að framtíðin sé björt,“ sagði Katrín.Fyrirmynd fyrir okkur allarÞað voru fleiri en Katrín sem táruðust í leikslok. „Það er að sjálfsögðu erfitt að horfa á eftir henni. Katrín er frábær manneskja og frábær knattspyrnukona. Hún er mikil fyrirmynd fyrir okkur hinar með því að vera svona lengi í þessu og standa sig svona vel. Hennar verður sárt saknað,“ sagði Margrét Láta, sem reyndi að setja sig í spor Kötu. „Ég fór að hágráta þegar hún kom út af því ég á eftir að sakna hennar og ég veit líka hvað þetta er erfitt fyrir hana. Hún getur verið virkilega stolt af sinni frammistöðu og öllu sem hún hefur gert fyrir íslenska kvennaknattspyrnu,“ sagði Margrét Lára. Það verður vissulega skrýtið að sjá enga Katrínu Jónsdóttur þegar íslenska kvennalandsliðið mætir til leiks í undankeppni HM. Það spilar enginn endalaust og það vissu allir að það kæmi að þessari stundu. Við kvöddum Ólaf Stefánsson í júní og kveðjum Katrínu Jónsdóttur í júlí. Mikilvægi þessara tveggja miklu leiðtoga verður aldrei metið til fulls og það er full ástæða til að segja: „Takk Kata“.
Mest lesið Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Fótbolti Unnu gull á HM en fengu ekki að heyra þjóðsönginn Sport Fleiri fréttir „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Sjá meira