Innlent

Fegra Hverfisgötuna og bæta öryggi vegfarenda

Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Endurnýjun Hverfisgötunnar er hafin.
Endurnýjun Hverfisgötunnar er hafin. Fréttablaðið/gva
Framkvæmdir eru hafnar við endurnýjun Hverfisgötu á milli Klapparstígs og Vitastígs. Kemur þetta fram í tilkynningu á vef Reykjavíkurborgar. Til stendur að fegra götuna, skipta út úr sér gengnum lögnum og koma upp malbikuðum hjólastígum. Einnig á að koma fyrir snjóbræðslu í götuna og gróðursetja tré.

Samkvæmt tilkynningunni er eitt af markmiðum framkvæmdanna að bæta öryggi vegfarenda, bæði gangandi, hjólandi og akandi.

Framkvæmdum lýkur í lok nóvember.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×