Innlent

Lögreglumaður ekki ákærður fyrir kynferðisbrot

Stígur Helgason skrifar
Maðurinn hafði verið í leyfi frá störfum hjá lögreglunni á Fáskrúðsfirði frá því í fyrrahaust.
Maðurinn hafði verið í leyfi frá störfum hjá lögreglunni á Fáskrúðsfirði frá því í fyrrahaust.
Lögreglumál Ríkissaksóknari hefur lokið rannsókn á máli lögreglumanns á Fáskrúðsfirði sem kærður var fyrir kynferðisbrot gegn tólf ára stúlku. Málið var látið niður falla þar sem það sem fram var komið þótti ekki nægjanlegt eða líklegt til sakfellingar.

DV greindi fyrst frá málinu um miðjan maí síðastliðinn. Þar kom fram að lögreglumaðurinn hefði verið sendur í leyfi í fyrrahaust eftir að kæran barst. Haft var eftir manninum að enginn fótur væri fyrir ásökununum og að þær stöfuðu af óvild föður stúlkunnar í hans garð.

Lögreglumaðurinn var áður í sambandi við móður stúlkunnar og hefur umgengist hana reglulega síðan. Hann var sakaður um að hafa leitað á stúlkuna utan klæða í ferðalagi til Reykjavíkur.

Í samtali við Fréttablaðið í gær sagðist lögreglumaðurinn vera snúinn aftur til starfa hjá lögreglunni þótt hann væri um þessar mundir í sumarleyfi. Málið hefði fengið mjög á hann og fjölskyldu hans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×