Innlent

Sjálfstæði, friður og fegurð í Skálanesi

Friðrika Benónýsdóttir skrifar
Við erum hérna með fjölbreytta starfsemi þar sem við samhæfum sjálfstæða friðlýsingu, rannsóknarsamstarf við háskólastofnanir, bústörf og ferðaþjónustu,“ útskýrir Ólafur Pétursson, húsbóndi í Skálanesi.

„Þetta fór hægt af stað en hefur verið í stöðugri þróun í átta ár. Sprakk svo út í sumar og nú eru hér 33 háskólanemar og fjórir kennarar við ýmiss konar rannsóknir og störf. Þetta samstarf hefur gengið frábærlega. Það er dásamlegt að vera nálægt svona mörgu frjóu fólki sem er á skemmtilegu skeiði í lífinu.“



Háskólanemarnir rannsaka ýmis viðfangsefni, allt frá hamingju Seyðfirðinga til erfðaefnis í jarðvegi, auk þess að hjálpa til við að sinna æðarvarpinu, ræktun alls kyns plantna og svínafóðrun, svo eitthvað sé nefnt.



Ólafur hefur líka komið á fót ferðaþjónustu; hefur gistiaðstöðu fyrir sextán manns auk matsölu og kaffihúss. Hann segir alla velkomna og óttast ekki að ferðamannastraumurinn raski jafnvæginu í Skálanesi. „Það er auðvitað ekki ótakmarkað pláss inni í húsinu en þegar hægt er að dreifa fólkinu á 1.200 hektara verður þetta lítið mál.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×