"Færa Landspítalanum 400 milljónir að gjöf“ Ólöf Skaftadóttir skrifar 13. nóvember 2013 17:23 Grímur Atlason Fréttablaðið/Valli „Listamenn voru rétt í þessu að færa Landspítalanum 400 milljónir króna með því að spila popp í fimm daga í nokkrum húsum í Reykjavík í nóvemberbyrjun,“ segir meðal annars í stöðuuppfærslu Gríms Atlasonar, stjórnanda Iceland Airwaves-hátíðarinnar, sem hann birti á Facebook-síðu sinni í gær. Auk þess segir Grímur í stöðuuppfærslunni að listamennirnir sem um ræðir hafa séð þjóðinni fyrir umfjöllun sem verði ekki metin til fjár og segir óskiljanlegt að Alþingi ætli að launa þeim greiðann með því að skera niður tuttugu milljóna króna útflutningssjóð og skera niður tónlistarsjóð um helming. „Við höfum gert kannanir, þá fyrstu 2005 og síðan á hverju ári síðan 2010 sem snýr bara að eyðslu erlendra gesta á Airwaves. Þeir skildu eftir milljarð í gjaldeyri árið 2012 en í ár komu um 600 fleiri erlendir ferðamenn á hátíðina,“ útskýrir Grímur. „Þegar ég segi að þessir listamenn hafi verið að skila 400 milljónum í ríkiskassann er ég að tala varlega, inn í það dæmi vantar eyðslu Íslendinga sem eru líka stórar upphæðir,“ segir Grímur jafnframt.Sænska hljómsveitin Goat spilaði á Airwaves-hátíðinni í ár.Fréttablaðið/Arnþór„Það kom fram í greiningarskýrslu Landsbankans í fyrra að erlend kortavelta á Íslandi jókst um fimmtíu prósent í nóvember á milli ára, og útskýringin er sú að við færðum Airwaves frá því í október 2011 í nóvember 2012.“ Það sem Grímur segir einnig vera tónlistarhátiðum á borð við Airwaves til tekna sé að neikvæð ruðningsáhrif séu engin. „Við getum tekið Laugardagsvöll sem dæmi. Hann mun skila fínum gróða á föstudaginn þegar tíu þúsund manns mæta á landsleikinn – og það er mikil innspýting, en bara í stuttan tíma því svo stendur hann auður í langan tíma og það er líka dýrt,“ bætir hann við. Grímur segist einnig reikna inn í dæmið erlenda umfjöllun sem allir hagnist á. „Tónlistarmenn færa Íslandi umfjöllun sem verður ekki metin til fjár. Það var hálftími áðan á CNN tileinkaður hátíðinni og Íslandi og það mun halda áfram næstu daga. FOX, Rolling Stone, ég gæti nefnt endalaus dæmi þar sem Ísland fær ókeypis umfjöllun út á Airwaves,“ segir Grímur. „Og launin eru þessi. Að útflutningssjóður, sem fékk að standa í eitt er farinn og tónlistarsjóður skorinn niður um 40 milljónir; sem er helmingur sjóðsins. Það er allt og sumt,“ segir Grímur Atlason og kallar eftir viðbrögðum stjórnvalda. Mest lesið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn Lífið Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Lífið Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Lífið Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Fleiri fréttir Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Sjá meira
„Listamenn voru rétt í þessu að færa Landspítalanum 400 milljónir króna með því að spila popp í fimm daga í nokkrum húsum í Reykjavík í nóvemberbyrjun,“ segir meðal annars í stöðuuppfærslu Gríms Atlasonar, stjórnanda Iceland Airwaves-hátíðarinnar, sem hann birti á Facebook-síðu sinni í gær. Auk þess segir Grímur í stöðuuppfærslunni að listamennirnir sem um ræðir hafa séð þjóðinni fyrir umfjöllun sem verði ekki metin til fjár og segir óskiljanlegt að Alþingi ætli að launa þeim greiðann með því að skera niður tuttugu milljóna króna útflutningssjóð og skera niður tónlistarsjóð um helming. „Við höfum gert kannanir, þá fyrstu 2005 og síðan á hverju ári síðan 2010 sem snýr bara að eyðslu erlendra gesta á Airwaves. Þeir skildu eftir milljarð í gjaldeyri árið 2012 en í ár komu um 600 fleiri erlendir ferðamenn á hátíðina,“ útskýrir Grímur. „Þegar ég segi að þessir listamenn hafi verið að skila 400 milljónum í ríkiskassann er ég að tala varlega, inn í það dæmi vantar eyðslu Íslendinga sem eru líka stórar upphæðir,“ segir Grímur jafnframt.Sænska hljómsveitin Goat spilaði á Airwaves-hátíðinni í ár.Fréttablaðið/Arnþór„Það kom fram í greiningarskýrslu Landsbankans í fyrra að erlend kortavelta á Íslandi jókst um fimmtíu prósent í nóvember á milli ára, og útskýringin er sú að við færðum Airwaves frá því í október 2011 í nóvember 2012.“ Það sem Grímur segir einnig vera tónlistarhátiðum á borð við Airwaves til tekna sé að neikvæð ruðningsáhrif séu engin. „Við getum tekið Laugardagsvöll sem dæmi. Hann mun skila fínum gróða á föstudaginn þegar tíu þúsund manns mæta á landsleikinn – og það er mikil innspýting, en bara í stuttan tíma því svo stendur hann auður í langan tíma og það er líka dýrt,“ bætir hann við. Grímur segist einnig reikna inn í dæmið erlenda umfjöllun sem allir hagnist á. „Tónlistarmenn færa Íslandi umfjöllun sem verður ekki metin til fjár. Það var hálftími áðan á CNN tileinkaður hátíðinni og Íslandi og það mun halda áfram næstu daga. FOX, Rolling Stone, ég gæti nefnt endalaus dæmi þar sem Ísland fær ókeypis umfjöllun út á Airwaves,“ segir Grímur. „Og launin eru þessi. Að útflutningssjóður, sem fékk að standa í eitt er farinn og tónlistarsjóður skorinn niður um 40 milljónir; sem er helmingur sjóðsins. Það er allt og sumt,“ segir Grímur Atlason og kallar eftir viðbrögðum stjórnvalda.
Mest lesið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn Lífið Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Lífið Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Lífið Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Fleiri fréttir Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Sjá meira