Erfiðara að fá lán eftir að ný neytendalög tóku gildi 13. nóvember 2013 18:30 Ný lög um neytendalán sem tóku gildi síðustu mánaðamót gera það að verkum að erfiðara verður fyrir fólk að fá lán hjá bönkum og fjármálastofnunum. Hagfræðingur hjá ASÍ segir viðbúið að fólk hrekist út á leigumarkað en þar ríkir nú þegar ófremdarástand vegna takmarkaðs framboðs. Lögin voru samþykkt á Alþingi í lok síðasta kjörtímabils en þau tóku gildi 1. nóvember síðastliðinn. Þau fela í sér aukna neytendavernd en herða allar reglur þegar kemur að lánveitingum til einstaklinga. Þannig er bönkum skylt að kanna ekki einungis greiðslugetu heldur einnig framkvæma lánshæfismat sem byggir á viðskiptasögu og upplýsingum úr gagnagrunni um fjárhagsmálefni. Henný Hinz, hagfræðingur hjá ASÍ, segir að þetta þýði að erfiðara verði fyrir fólk að fá lán. „Lögin eru hugsuð til að tryggja meiri ábyrgð í lánveitingum og það þarf ekki að vera slæmt. En þau munu gera það að verkum að fyrir ákveðinn hóp verður erfiðara að fá lán,“ segir Henný. Hún segir að fólk fái þá síður lán til fasteignakaupa og neyðist því til að fara út á leigumarkaðinn. Þar sé leiguverð hátt og framboð af skornum skammti. „Það sem við viljum benda á er að þetta undirstrikar þörfina á því að við byggjum hér upp fjölbreyttari valkosti í húsnæðismálum og að stuðningur hins opinbera sé jafn gagnvart leigjendum og eigendum,“ segir Henný. Karl Garðarsson, þingmaður Framsóknarflokks, tók málið upp á Alþingi í gær. „Þessi lög gera það að verkum, samkvæmt útreikningum Creditinfo, að þarna er hópur upp á 15 til 18 þúsund manns sem hefur fengið lán en mun kannski ekki eiga rétt á því áfram,“ segir Karl. Hann segir nauðsynlegt að bregðast við þessu. „Það þarf að styrkja leigumarkaðinn verulega og það er verið að vinna í því. Húsnæðismálin þarf líka að taka föstum tökum og þar er líka vinna í gangi. Ég ætla að vona að það verði tekið á þessum málum mjög fljótlega,“ segir Karl. Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Fleiri fréttir Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Sjá meira
Ný lög um neytendalán sem tóku gildi síðustu mánaðamót gera það að verkum að erfiðara verður fyrir fólk að fá lán hjá bönkum og fjármálastofnunum. Hagfræðingur hjá ASÍ segir viðbúið að fólk hrekist út á leigumarkað en þar ríkir nú þegar ófremdarástand vegna takmarkaðs framboðs. Lögin voru samþykkt á Alþingi í lok síðasta kjörtímabils en þau tóku gildi 1. nóvember síðastliðinn. Þau fela í sér aukna neytendavernd en herða allar reglur þegar kemur að lánveitingum til einstaklinga. Þannig er bönkum skylt að kanna ekki einungis greiðslugetu heldur einnig framkvæma lánshæfismat sem byggir á viðskiptasögu og upplýsingum úr gagnagrunni um fjárhagsmálefni. Henný Hinz, hagfræðingur hjá ASÍ, segir að þetta þýði að erfiðara verði fyrir fólk að fá lán. „Lögin eru hugsuð til að tryggja meiri ábyrgð í lánveitingum og það þarf ekki að vera slæmt. En þau munu gera það að verkum að fyrir ákveðinn hóp verður erfiðara að fá lán,“ segir Henný. Hún segir að fólk fái þá síður lán til fasteignakaupa og neyðist því til að fara út á leigumarkaðinn. Þar sé leiguverð hátt og framboð af skornum skammti. „Það sem við viljum benda á er að þetta undirstrikar þörfina á því að við byggjum hér upp fjölbreyttari valkosti í húsnæðismálum og að stuðningur hins opinbera sé jafn gagnvart leigjendum og eigendum,“ segir Henný. Karl Garðarsson, þingmaður Framsóknarflokks, tók málið upp á Alþingi í gær. „Þessi lög gera það að verkum, samkvæmt útreikningum Creditinfo, að þarna er hópur upp á 15 til 18 þúsund manns sem hefur fengið lán en mun kannski ekki eiga rétt á því áfram,“ segir Karl. Hann segir nauðsynlegt að bregðast við þessu. „Það þarf að styrkja leigumarkaðinn verulega og það er verið að vinna í því. Húsnæðismálin þarf líka að taka föstum tökum og þar er líka vinna í gangi. Ég ætla að vona að það verði tekið á þessum málum mjög fljótlega,“ segir Karl.
Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Fleiri fréttir Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Sjá meira