Flughræddi framherjinn Henry Birgir Gunnarsson skrifar 31. maí 2013 00:01 Jóhann hrökk í gírinn á sínum gamla heimavelli. Hann er hér í búningi Fylkis síðasta sumar. fréttablaðið/vilhelm Jóhann Þórhallsson er leikmaður 5. umferðar hjá Fréttablaðinu. Framherjinn fór á kostum með Þór í 4-1 sigri gegn sínum gömlu félögum í Fylki. Hann segir stefnu Þórs að enda fyrir ofan miðja deild í lok sumars. Það gekk ekki vel hjá Þórsurum í upphafi móts. Liðið tapaði fyrstu þremur leikjum sínum en hefur síðan rétt úr kútnum og unnið síðustu tvo leiki. Leikurinn gegn Fylki í síðustu umferð var sérstaklega góður en Þórsarar unnu þar stórsigur, 4-1. „Það eru forréttindi að fá að búa á Akureyri. Ég er harður Akureyringur sem hefur verið í útlegð fyrir sunnan í tíu ár,“ segir Jóhann en bætir við að sér hafi nú engu að síður liðið vel fyrir sunnan. „Við vorum mjög lélegir í fyrstu leikjunum. Það verður að viðurkennast. Þetta er aðeins að koma hjá okkur og við vorum mjög sáttir við Fylkisleikinn.“Verðum fyrir ofan miðja deild Jóhann segir að hópurinn hjá Þór sé góður og vel samstilltur. „Ég geri mér væntingar um að við verðum fyrir ofan miðja deild. Það býr mjög mikið í þessum hópi þó svo að hann sé lítill. Getan hjá okkur er til staðar. Við höfum reynt að æfa að halda bolta þó svo að það hafi ekki alltaf sést í leikjum sumarsins.“ Jóhann er orðinn 33 ára gamall og segir að á þessum tímapunkti taki hann aðeins eitt ár í einu. Það liggi ekki fyrir hvenær hann leggi skóna á hilluna. „Ég sagði nú við Einsa Dan og þessa kalla í gamla daga að það væri eitthvað að mér ef ég væri enn að spila eftir þrítugt. Þetta er greinilega einhver baktería sem erfitt er að losna við.“ Jóhann glímir við ákveðið vandamál, sem er flughræðsla. Hann var ekki alltaf flughræddur en erfitt flug til Eyja fyrir rúmum tíu árum breytti því. Erfitt flug til Eyja „Við Þórsarar vorum að fljúga til Vestmannaeyja í leik. Aðstæður voru mjög erfiðar og flugið ansi skrautlegt. Við flugum þarna yfir í einhvern tíma, reyndum að lenda en það gekk ekki svo við flugum aftur til baka. Ég held að helmingurinn af þeim sem voru í þessu flugi séu flughræddir í dag. Þetta var ekkert spes,“ segir Jóhann þegar hann rifjar upp þetta eftirminnilega flug. „Ég flýg ekki mikið innanlands en þurfti að fljúga út er ég var í framhaldsnámi í Englandi. Þetta er vond fóbía og ég þarf að gera eitthvað í þessu. Það þarf að komast yfir þetta. Það er ekki hægt að vera svona búandi á eyju.“ Þórsarar hafa ekkert flogið í útileik enn sem komið er en mun Jóhann fljúga með þeim ef á reynir síðar í sumar? „Ég ætla ekki að koma með neinar yfirlýsingar um það núna. Það verður bara að koma í ljós þegar á reynir. Það er líka alltaf fínt að keyra,“ sagði Jóhann léttur. Þór mætir næst Valsmönnum á heimavelli sínum þann 9. júní næstkomandi en fram undan er landsleikjafrí í Pepsi-deildinni. Lið 5. umferðar Pepsi-deildar karla. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn „Við erum meistarar, ekki þeir“ Enski boltinn Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi Enski boltinn Hafnaði Val og fer heim til Eyja Handbolti Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Íslenski boltinn Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Fótbolti Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Enski boltinn Fleiri fréttir Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Sjá meira
Jóhann Þórhallsson er leikmaður 5. umferðar hjá Fréttablaðinu. Framherjinn fór á kostum með Þór í 4-1 sigri gegn sínum gömlu félögum í Fylki. Hann segir stefnu Þórs að enda fyrir ofan miðja deild í lok sumars. Það gekk ekki vel hjá Þórsurum í upphafi móts. Liðið tapaði fyrstu þremur leikjum sínum en hefur síðan rétt úr kútnum og unnið síðustu tvo leiki. Leikurinn gegn Fylki í síðustu umferð var sérstaklega góður en Þórsarar unnu þar stórsigur, 4-1. „Það eru forréttindi að fá að búa á Akureyri. Ég er harður Akureyringur sem hefur verið í útlegð fyrir sunnan í tíu ár,“ segir Jóhann en bætir við að sér hafi nú engu að síður liðið vel fyrir sunnan. „Við vorum mjög lélegir í fyrstu leikjunum. Það verður að viðurkennast. Þetta er aðeins að koma hjá okkur og við vorum mjög sáttir við Fylkisleikinn.“Verðum fyrir ofan miðja deild Jóhann segir að hópurinn hjá Þór sé góður og vel samstilltur. „Ég geri mér væntingar um að við verðum fyrir ofan miðja deild. Það býr mjög mikið í þessum hópi þó svo að hann sé lítill. Getan hjá okkur er til staðar. Við höfum reynt að æfa að halda bolta þó svo að það hafi ekki alltaf sést í leikjum sumarsins.“ Jóhann er orðinn 33 ára gamall og segir að á þessum tímapunkti taki hann aðeins eitt ár í einu. Það liggi ekki fyrir hvenær hann leggi skóna á hilluna. „Ég sagði nú við Einsa Dan og þessa kalla í gamla daga að það væri eitthvað að mér ef ég væri enn að spila eftir þrítugt. Þetta er greinilega einhver baktería sem erfitt er að losna við.“ Jóhann glímir við ákveðið vandamál, sem er flughræðsla. Hann var ekki alltaf flughræddur en erfitt flug til Eyja fyrir rúmum tíu árum breytti því. Erfitt flug til Eyja „Við Þórsarar vorum að fljúga til Vestmannaeyja í leik. Aðstæður voru mjög erfiðar og flugið ansi skrautlegt. Við flugum þarna yfir í einhvern tíma, reyndum að lenda en það gekk ekki svo við flugum aftur til baka. Ég held að helmingurinn af þeim sem voru í þessu flugi séu flughræddir í dag. Þetta var ekkert spes,“ segir Jóhann þegar hann rifjar upp þetta eftirminnilega flug. „Ég flýg ekki mikið innanlands en þurfti að fljúga út er ég var í framhaldsnámi í Englandi. Þetta er vond fóbía og ég þarf að gera eitthvað í þessu. Það þarf að komast yfir þetta. Það er ekki hægt að vera svona búandi á eyju.“ Þórsarar hafa ekkert flogið í útileik enn sem komið er en mun Jóhann fljúga með þeim ef á reynir síðar í sumar? „Ég ætla ekki að koma með neinar yfirlýsingar um það núna. Það verður bara að koma í ljós þegar á reynir. Það er líka alltaf fínt að keyra,“ sagði Jóhann léttur. Þór mætir næst Valsmönnum á heimavelli sínum þann 9. júní næstkomandi en fram undan er landsleikjafrí í Pepsi-deildinni. Lið 5. umferðar Pepsi-deildar karla.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn „Við erum meistarar, ekki þeir“ Enski boltinn Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi Enski boltinn Hafnaði Val og fer heim til Eyja Handbolti Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Íslenski boltinn Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Fótbolti Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Enski boltinn Fleiri fréttir Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Sjá meira