Innlent

Framleiðendur bera ábyrgðina

Gallað jeppadekk Samkvæmt EES-rétti bera framleiðendur frumábyrgð á gölluðum vörum.Fréttablaðið/Pjetur
Gallað jeppadekk Samkvæmt EES-rétti bera framleiðendur frumábyrgð á gölluðum vörum.Fréttablaðið/Pjetur

Íslenskir dreifingaraðilar á vörum bera á þeim ábyrgð umfram það sem heimilt er samkvæmt Evrópulöggjöf. Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) hefur sent íslenska ríkinu lokaviðvörun vegna þessa.

Í niðurstöðu rökstudds álits ESA er bent á að íslenskar reglur um skaðsemisábyrgð séu ekki í samræmi við EES-rétt. „Rökstudda álitið telst lokaaðvörun til Íslands. Ísland fær nú tækifæri til að gera viðeigandi ráðstafanir til að bregðast við álitinu, ella getur ESA ákveðið að fara með málið fyrir EFTA-dómstólinn,“ segir í tilkynningu ESA um málið.

Bent er á að samkvæmt íslenskum lögum sé dreifingaraðili vara ábyrgur fyrir skaða sem rekja má til gallaðrar vöru. Samkvæmt EES-rétti er dreifingaraðilinn hins vegar bara ábyrgur í tilvikum þar sem framleiðandinn er óþekktur. „Af þessu leiðir að samkvæmt íslenskum lögum ber dreifingaraðilinn ábyrgð umfram það sem heimilt er samkvæmt EES-rétti.“ - óká




Fleiri fréttir

Sjá meira


×