Innlent

Kláruðu kvótann á tólf dögum

búnir með kvótann Á réttu dýpi fæst afburða góður karfi á Hryggnum. 
fréttablaðið/valli
búnir með kvótann Á réttu dýpi fæst afburða góður karfi á Hryggnum. fréttablaðið/valli fréttablaðið/valli

Þerney RE 101, skip HB Granda, er á landleið eftir að hafa klárað úthafskarfakvóta sinn á tólf dögum. Hið sama á við um Örfirisey RE en hin tvö skip HB Granda sem stundað hafa úthafskarfaveiðarnar, Helga María AK og Venus HF, eru enn á miðunum.

Frá þessu er sagt á heimasíðu fyrirtækisins en vart þarf að taka fram að aflabrögð eru frábær á Reykjaneshrygg þar sem tugir skipa stunda veiðarnar við góðar aðstæður. Að sögn Kristins Gestssonar, skipstjóra á Þerney, þétti karfinn sig í stóra torfu eftir rólega byrjun á veiðunum. „Í raun erum við að tala um svokallaða aðgæsluveiði.

Það þýðir að við höfum orðið að gæta þess að stytta holin til þess að fá ekki of mikinn afla,“ segir Kristinn. Aðstæðurnar á miðunum úti við 200 mílna lögsögumörkin eru nú allt aðrar og betri en þær voru fyrir réttu ári þegar íslensku skipin máttu hefja veiðar. Í hálfan mánuð fyrir þann tíma var mokveiði en það er mat manna að kólnun sjávar eftir 10. maí í fyrra hafi orðið til þess að karfinn hafi dreift sér og leitað annað.- shá




Fleiri fréttir

Sjá meira


×