Aldrei stóð til að slá striki yfir gjaldið 24. maí 2013 06:00 Sigurður ingi jóhannsson Aldrei stóð til að afnema sérstakt veiðigjald með einu pennastriki í sumar, segir Sigurður Ingi Jóhannsson, nýr sjávarútvegsráðherra, spurður um fréttaflutning þess efnis, en alltaf var ljóst að því yrði breytt í grundvallaratriðum. Staðinn verður vörður um strandveiðar og fleiri byggðaleg úrræði. Athugað verður hvort aflaregla í þorski megi vera sveigjanlegri. „Það að afnema þetta sérstaka veiðigjald, eins og það er útfært, hefur ævinlega staðið til, en það þýddi það ekki að sérstakt gjald yrði ekki útfært með öðrum hætti,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegsráðherra spurður um texta um sjávarútvegsmál í stefnuyfirlýsingu nýrrar ríkisstjórnar. Í yfirlýsingunni segir að almenna veiðigjaldið skuli endurspegla afkomu útgerðarinnar í heild en sérstakt gjald taka sem mest mið af afkomu einstakra fyrirtækja. Sigurður bætir við að breytingar á veiðigjöldum tengist jafnframt hugmyndum ríkisstjórnarinnar um að skapa skilyrði fyrir sjávarútvegsfyrirtækin að endurnýja skipastól sinn og atvinnutæki í landi – slíkt sé tímabært enda skipastóllinn einn sá elsti á byggðu bóli. Um sumt er texti yfirlýsingarinnar ekki skýr – fyrir leikmenn. Þar stendur til dæmis: „Stefnt er að því að auka sveigjanleika í nýtingarstefnu án þess að fórna ábyrgri stjórnun og nýtingu veiðistofna.“ Sigurður skýrir að þessi texti víki til dæmis að aflareglu í þorski. „Við erum með 20% aflareglu í þorski og það er markmið að setja slíkar reglur á aðrar tegundir til að tryggja sjálfbærni og að menn gangi skynsamlega um auðlindina. Því hefur hins vegar ekki verið mótmælt að það væri hægt að hafa stefnuna sveigjanlegri. Það gæti falist í því að í stað tuttugu prósentanna gæti hlutfallið verið 19 til 23 prósent, svo dæmi sé tekið,“ segir Sigurður og bætir við að stefna um að setja aflareglur fyrir fleiri tegundir muni standa óbreytt. Strandveiðar munu halda sínum sessi og vísar Sigurður í texta yfirlýsingarinnar þar sem stendur að „stuðst verður áfram við þau félagslegu, byggðalegu og atvinnulegu úrræði sem gildandi löggjöf kveður á um“. Það sama á við um byggðakvóta og fleiri atriði, en nýr ráðherra tekur þó fram að allt sé breytingum undirorpið við mat á hvernig auðlindin nýtist þjóðinni best. svavar@frettabladid.is Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Fleiri fréttir Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Sjá meira
Aldrei stóð til að afnema sérstakt veiðigjald með einu pennastriki í sumar, segir Sigurður Ingi Jóhannsson, nýr sjávarútvegsráðherra, spurður um fréttaflutning þess efnis, en alltaf var ljóst að því yrði breytt í grundvallaratriðum. Staðinn verður vörður um strandveiðar og fleiri byggðaleg úrræði. Athugað verður hvort aflaregla í þorski megi vera sveigjanlegri. „Það að afnema þetta sérstaka veiðigjald, eins og það er útfært, hefur ævinlega staðið til, en það þýddi það ekki að sérstakt gjald yrði ekki útfært með öðrum hætti,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegsráðherra spurður um texta um sjávarútvegsmál í stefnuyfirlýsingu nýrrar ríkisstjórnar. Í yfirlýsingunni segir að almenna veiðigjaldið skuli endurspegla afkomu útgerðarinnar í heild en sérstakt gjald taka sem mest mið af afkomu einstakra fyrirtækja. Sigurður bætir við að breytingar á veiðigjöldum tengist jafnframt hugmyndum ríkisstjórnarinnar um að skapa skilyrði fyrir sjávarútvegsfyrirtækin að endurnýja skipastól sinn og atvinnutæki í landi – slíkt sé tímabært enda skipastóllinn einn sá elsti á byggðu bóli. Um sumt er texti yfirlýsingarinnar ekki skýr – fyrir leikmenn. Þar stendur til dæmis: „Stefnt er að því að auka sveigjanleika í nýtingarstefnu án þess að fórna ábyrgri stjórnun og nýtingu veiðistofna.“ Sigurður skýrir að þessi texti víki til dæmis að aflareglu í þorski. „Við erum með 20% aflareglu í þorski og það er markmið að setja slíkar reglur á aðrar tegundir til að tryggja sjálfbærni og að menn gangi skynsamlega um auðlindina. Því hefur hins vegar ekki verið mótmælt að það væri hægt að hafa stefnuna sveigjanlegri. Það gæti falist í því að í stað tuttugu prósentanna gæti hlutfallið verið 19 til 23 prósent, svo dæmi sé tekið,“ segir Sigurður og bætir við að stefna um að setja aflareglur fyrir fleiri tegundir muni standa óbreytt. Strandveiðar munu halda sínum sessi og vísar Sigurður í texta yfirlýsingarinnar þar sem stendur að „stuðst verður áfram við þau félagslegu, byggðalegu og atvinnulegu úrræði sem gildandi löggjöf kveður á um“. Það sama á við um byggðakvóta og fleiri atriði, en nýr ráðherra tekur þó fram að allt sé breytingum undirorpið við mat á hvernig auðlindin nýtist þjóðinni best. svavar@frettabladid.is
Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Fleiri fréttir Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Sjá meira