Innlent

Fengu gallaðar pípur frá Kína

straumsvík Grænu pípurnar sem umlykja kerskála álversins í Straumsvík eru hluti af lofthreinsibúnaði álversins.Fréttablaðið/Daníel
straumsvík Grænu pípurnar sem umlykja kerskála álversins í Straumsvík eru hluti af lofthreinsibúnaði álversins.Fréttablaðið/Daníel

Tafir urðu á endurbótum á lofthreinsibúnaði álversins í Straumsvík þar sem pípur sem álverið hafði pantað frá Kína reyndust gallaðar þegar þær komu til landsins. „Málningunni á talsverðum hluta af þeim búnaði sem fer í loftræstistöðvarnar var ábótavant. Við þurftum því að láta endurmála búnaðinn hér heima,“ segir Ólafur Teitur Guðnason, framkvæmdastjóri samskiptasviðs Alcan á íslandi.

Ólafur Teitur segir að þetta hafi kostað álverið talsverða peninga en var ekki tilbúinn til að gefa upp nákvæma upphæð. Þá sagði hann ekki komna niðurstöðu í það hvort álverið fái kostnaðinn bættan. Umfangsmiklar framkvæmdir hafa staðið yfir í Straumsvík upp á síðkastið. Munar þar mestu um að auka á framleiðslugetu álversins úr 190 þúsund tonnum á ári í 205 þúsund tonn. Þá á að efla lofthreinsibúnað og auka rekstraröryggi. Kostnaðurinn við þessar framkvæmdir var áætlaður ríflega 60 milljarðar króna og hefur ríflega 50 milljörðum þegar verið varið í verkefnið, þar af 17 milljörðum í fyrra.- mþl




Fleiri fréttir

Sjá meira


×