Versta byrjun nýliða í hálfa öld Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 16. maí 2013 07:30 Guðmundur Steinn Hafsteinsson Mynd/Valli Að loknum fyrstu tveimur umferðunum í Pepsi-deild karla eru báðir nýliðar deildarinnar enn án stiga. Er það í fyrsta sinn sem það gerist í hálfa öld, eða síðan Keflavík var í sömu stöðu árið 1963. Keflvíkingar voru þá einu nýliðarnir í efstu deild það árið. Þór frá Akureyri og Víkingur frá Ólafsvík komu bæði upp úr 1. deildinni í fyrra og óskuðu sér sjálfsagt betri byrjunar. Sér í lagi Ólsarar, sem eru nú í efstu deild í fyrsta sinn.Sungu enn þrátt fyrir tap „Það er auðvitað stefna að vinna okkar fyrsta stig í leiknum gegn Keflavík á morgun [í kvöld]. Sérstaklega þar sem við erum að spila á heimavelli,“ sagði Guðmundur Steinn Hafsteinsson, fyrirliði Víkings. „En við erum samt ekki farnir að örvænta enn og langt í frá. Fáir leikmenn okkar hafa spilað í efstu deild áður og við erum rólegir enn,“ segir hann og er ánægður með stuðninginn sem liðið hefur fengið. „Menn voru enn að kalla og syngja eftir síðasta leik þrátt fyrir tapið og okkur strákunum þótti vænt um það.“ Guðmundur Steinn segir líklegast að það hafi verið smá skrekkur í leikmönnum í fyrstu leikjum tímabilsins. „Við spiluðum alls ekki nógu vel í þessum leikjum, sérstaklega í upphafi leikjanna. Við getum enn bætt okkur á fjölmörgum sviðum.“ Ingi Freyr Hilmarsson, leikmaður Þórs, missir af leik liðsins gegn KR á morgun vegna meiðsla en hann segir engan bilbug á sínum mönnum.8-0 tap í síðasta leik gegn KR „Við spiluðum við FH og Breiðablik í fyrstu tveimur umferðunum og mætum KR-ingum núna. Þetta eru allt alvöru lið,“ segir Ingi Freyr en Þórsarar eiga þar að auki slæmar minningar frá leik liðsins gegn KR á undirbúningstímabilinu. „Þá töpuðum við 8-0,“ segir hann en Þór hefur fengið á sig sjö mörk í fyrstu tveimur leikjum tímabilsins. „Varnarlínan hefur vissulega verið viðkvæm en hún á eftir að spila sig betur saman. Þetta er auðvitað allt of mikið en þegar hún nær sér á strik þá getum við hugsanlega gert eitthvað í deildinni.“ Ingi Freyr tognaði aftan í læri í leik liðsins gegn FH í síðustu umferð og fór af velli eftir aðeins fimm mínútur. „Ég verð frá í um þrjár vikur. Það er auðvitað svekkjandi að missa úr leiki en það verður að hafa það.“ Hann segir góða stemningu í herbúðum félagsins þrátt fyrir slæma byrjun. „Það er ekkert stress í okkur. Við erum með mikið breytt lið frá því að við vorum síðast í efstu deild og við ætlum okkur auðvitað að gera betur en í síðustu leikjum.“ Þess má geta að lið Keflavíkur, sem var einnig stigalaust eftir fyrstu tvær umferðir Íslandsmótsins fyrir hálfri öld, hélt sér samt í deildinni og gerði sér lítið fyrir og varð Íslandsmeistari næsta ár á eftir.Fæst stiga nýliða í fyrstu tveimur umferðunumStig nýliða í efstu deild karla að loknum tveimur umferðum efstu deildar karla í knattspyrnu frá árinu 1963: 0 stig - 2013 (Þór Ak. 0 og Víkingur Ó. 0) 0 stig - 1963 (Keflavík 0) 1 stig - 1994 (Breiðablik 0 og Stjarnan 1) 1 stig - 1982 (Keflavík 0 og ÍBÍ 1) 1 stig - 1976 (Breiðablik 1 og Þróttur 0) 1 stig - 1974 (Víkingur 1) 1 stig - 1973 (ÍBA 1) 1 stig - 1972 (Víkingur 1) Pepsi Max-deild karla Mest lesið Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Enski boltinn Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Fótbolti Öll augu á Ally Pally þegar barist er um sæti í úrslitaleiknum Sport Van Veen síðastur inn í undanúrslit: „Hætti ekki að brosa næstu 24 tímana“ Sport Kemst bakdyramegin inn í sína bestu grein á Ólympíuleikunum Sport Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Giftu sig á gamlársdag Handbolti Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Fleiri fréttir „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Sjá meira
Að loknum fyrstu tveimur umferðunum í Pepsi-deild karla eru báðir nýliðar deildarinnar enn án stiga. Er það í fyrsta sinn sem það gerist í hálfa öld, eða síðan Keflavík var í sömu stöðu árið 1963. Keflvíkingar voru þá einu nýliðarnir í efstu deild það árið. Þór frá Akureyri og Víkingur frá Ólafsvík komu bæði upp úr 1. deildinni í fyrra og óskuðu sér sjálfsagt betri byrjunar. Sér í lagi Ólsarar, sem eru nú í efstu deild í fyrsta sinn.Sungu enn þrátt fyrir tap „Það er auðvitað stefna að vinna okkar fyrsta stig í leiknum gegn Keflavík á morgun [í kvöld]. Sérstaklega þar sem við erum að spila á heimavelli,“ sagði Guðmundur Steinn Hafsteinsson, fyrirliði Víkings. „En við erum samt ekki farnir að örvænta enn og langt í frá. Fáir leikmenn okkar hafa spilað í efstu deild áður og við erum rólegir enn,“ segir hann og er ánægður með stuðninginn sem liðið hefur fengið. „Menn voru enn að kalla og syngja eftir síðasta leik þrátt fyrir tapið og okkur strákunum þótti vænt um það.“ Guðmundur Steinn segir líklegast að það hafi verið smá skrekkur í leikmönnum í fyrstu leikjum tímabilsins. „Við spiluðum alls ekki nógu vel í þessum leikjum, sérstaklega í upphafi leikjanna. Við getum enn bætt okkur á fjölmörgum sviðum.“ Ingi Freyr Hilmarsson, leikmaður Þórs, missir af leik liðsins gegn KR á morgun vegna meiðsla en hann segir engan bilbug á sínum mönnum.8-0 tap í síðasta leik gegn KR „Við spiluðum við FH og Breiðablik í fyrstu tveimur umferðunum og mætum KR-ingum núna. Þetta eru allt alvöru lið,“ segir Ingi Freyr en Þórsarar eiga þar að auki slæmar minningar frá leik liðsins gegn KR á undirbúningstímabilinu. „Þá töpuðum við 8-0,“ segir hann en Þór hefur fengið á sig sjö mörk í fyrstu tveimur leikjum tímabilsins. „Varnarlínan hefur vissulega verið viðkvæm en hún á eftir að spila sig betur saman. Þetta er auðvitað allt of mikið en þegar hún nær sér á strik þá getum við hugsanlega gert eitthvað í deildinni.“ Ingi Freyr tognaði aftan í læri í leik liðsins gegn FH í síðustu umferð og fór af velli eftir aðeins fimm mínútur. „Ég verð frá í um þrjár vikur. Það er auðvitað svekkjandi að missa úr leiki en það verður að hafa það.“ Hann segir góða stemningu í herbúðum félagsins þrátt fyrir slæma byrjun. „Það er ekkert stress í okkur. Við erum með mikið breytt lið frá því að við vorum síðast í efstu deild og við ætlum okkur auðvitað að gera betur en í síðustu leikjum.“ Þess má geta að lið Keflavíkur, sem var einnig stigalaust eftir fyrstu tvær umferðir Íslandsmótsins fyrir hálfri öld, hélt sér samt í deildinni og gerði sér lítið fyrir og varð Íslandsmeistari næsta ár á eftir.Fæst stiga nýliða í fyrstu tveimur umferðunumStig nýliða í efstu deild karla að loknum tveimur umferðum efstu deildar karla í knattspyrnu frá árinu 1963: 0 stig - 2013 (Þór Ak. 0 og Víkingur Ó. 0) 0 stig - 1963 (Keflavík 0) 1 stig - 1994 (Breiðablik 0 og Stjarnan 1) 1 stig - 1982 (Keflavík 0 og ÍBÍ 1) 1 stig - 1976 (Breiðablik 1 og Þróttur 0) 1 stig - 1974 (Víkingur 1) 1 stig - 1973 (ÍBA 1) 1 stig - 1972 (Víkingur 1)
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Enski boltinn Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Fótbolti Öll augu á Ally Pally þegar barist er um sæti í úrslitaleiknum Sport Van Veen síðastur inn í undanúrslit: „Hætti ekki að brosa næstu 24 tímana“ Sport Kemst bakdyramegin inn í sína bestu grein á Ólympíuleikunum Sport Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Giftu sig á gamlársdag Handbolti Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Fleiri fréttir „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Sjá meira