Versta byrjun nýliða í hálfa öld Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 16. maí 2013 07:30 Guðmundur Steinn Hafsteinsson Mynd/Valli Að loknum fyrstu tveimur umferðunum í Pepsi-deild karla eru báðir nýliðar deildarinnar enn án stiga. Er það í fyrsta sinn sem það gerist í hálfa öld, eða síðan Keflavík var í sömu stöðu árið 1963. Keflvíkingar voru þá einu nýliðarnir í efstu deild það árið. Þór frá Akureyri og Víkingur frá Ólafsvík komu bæði upp úr 1. deildinni í fyrra og óskuðu sér sjálfsagt betri byrjunar. Sér í lagi Ólsarar, sem eru nú í efstu deild í fyrsta sinn.Sungu enn þrátt fyrir tap „Það er auðvitað stefna að vinna okkar fyrsta stig í leiknum gegn Keflavík á morgun [í kvöld]. Sérstaklega þar sem við erum að spila á heimavelli,“ sagði Guðmundur Steinn Hafsteinsson, fyrirliði Víkings. „En við erum samt ekki farnir að örvænta enn og langt í frá. Fáir leikmenn okkar hafa spilað í efstu deild áður og við erum rólegir enn,“ segir hann og er ánægður með stuðninginn sem liðið hefur fengið. „Menn voru enn að kalla og syngja eftir síðasta leik þrátt fyrir tapið og okkur strákunum þótti vænt um það.“ Guðmundur Steinn segir líklegast að það hafi verið smá skrekkur í leikmönnum í fyrstu leikjum tímabilsins. „Við spiluðum alls ekki nógu vel í þessum leikjum, sérstaklega í upphafi leikjanna. Við getum enn bætt okkur á fjölmörgum sviðum.“ Ingi Freyr Hilmarsson, leikmaður Þórs, missir af leik liðsins gegn KR á morgun vegna meiðsla en hann segir engan bilbug á sínum mönnum.8-0 tap í síðasta leik gegn KR „Við spiluðum við FH og Breiðablik í fyrstu tveimur umferðunum og mætum KR-ingum núna. Þetta eru allt alvöru lið,“ segir Ingi Freyr en Þórsarar eiga þar að auki slæmar minningar frá leik liðsins gegn KR á undirbúningstímabilinu. „Þá töpuðum við 8-0,“ segir hann en Þór hefur fengið á sig sjö mörk í fyrstu tveimur leikjum tímabilsins. „Varnarlínan hefur vissulega verið viðkvæm en hún á eftir að spila sig betur saman. Þetta er auðvitað allt of mikið en þegar hún nær sér á strik þá getum við hugsanlega gert eitthvað í deildinni.“ Ingi Freyr tognaði aftan í læri í leik liðsins gegn FH í síðustu umferð og fór af velli eftir aðeins fimm mínútur. „Ég verð frá í um þrjár vikur. Það er auðvitað svekkjandi að missa úr leiki en það verður að hafa það.“ Hann segir góða stemningu í herbúðum félagsins þrátt fyrir slæma byrjun. „Það er ekkert stress í okkur. Við erum með mikið breytt lið frá því að við vorum síðast í efstu deild og við ætlum okkur auðvitað að gera betur en í síðustu leikjum.“ Þess má geta að lið Keflavíkur, sem var einnig stigalaust eftir fyrstu tvær umferðir Íslandsmótsins fyrir hálfri öld, hélt sér samt í deildinni og gerði sér lítið fyrir og varð Íslandsmeistari næsta ár á eftir.Fæst stiga nýliða í fyrstu tveimur umferðunumStig nýliða í efstu deild karla að loknum tveimur umferðum efstu deildar karla í knattspyrnu frá árinu 1963: 0 stig - 2013 (Þór Ak. 0 og Víkingur Ó. 0) 0 stig - 1963 (Keflavík 0) 1 stig - 1994 (Breiðablik 0 og Stjarnan 1) 1 stig - 1982 (Keflavík 0 og ÍBÍ 1) 1 stig - 1976 (Breiðablik 1 og Þróttur 0) 1 stig - 1974 (Víkingur 1) 1 stig - 1973 (ÍBA 1) 1 stig - 1972 (Víkingur 1) Pepsi Max-deild karla Mest lesið Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti Slóvenía - Ísland | Allra síðasti séns Handbolti Haukur í hópnum gegn Slóvenum Handbolti „Hún er í afneitun“ Sport Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Handbolti Hver er staðan og hvað tekur við? Handbolti Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Handbolti Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Handbolti Elvar skráður inn á EM Handbolti Fleiri fréttir Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Sjá meira
Að loknum fyrstu tveimur umferðunum í Pepsi-deild karla eru báðir nýliðar deildarinnar enn án stiga. Er það í fyrsta sinn sem það gerist í hálfa öld, eða síðan Keflavík var í sömu stöðu árið 1963. Keflvíkingar voru þá einu nýliðarnir í efstu deild það árið. Þór frá Akureyri og Víkingur frá Ólafsvík komu bæði upp úr 1. deildinni í fyrra og óskuðu sér sjálfsagt betri byrjunar. Sér í lagi Ólsarar, sem eru nú í efstu deild í fyrsta sinn.Sungu enn þrátt fyrir tap „Það er auðvitað stefna að vinna okkar fyrsta stig í leiknum gegn Keflavík á morgun [í kvöld]. Sérstaklega þar sem við erum að spila á heimavelli,“ sagði Guðmundur Steinn Hafsteinsson, fyrirliði Víkings. „En við erum samt ekki farnir að örvænta enn og langt í frá. Fáir leikmenn okkar hafa spilað í efstu deild áður og við erum rólegir enn,“ segir hann og er ánægður með stuðninginn sem liðið hefur fengið. „Menn voru enn að kalla og syngja eftir síðasta leik þrátt fyrir tapið og okkur strákunum þótti vænt um það.“ Guðmundur Steinn segir líklegast að það hafi verið smá skrekkur í leikmönnum í fyrstu leikjum tímabilsins. „Við spiluðum alls ekki nógu vel í þessum leikjum, sérstaklega í upphafi leikjanna. Við getum enn bætt okkur á fjölmörgum sviðum.“ Ingi Freyr Hilmarsson, leikmaður Þórs, missir af leik liðsins gegn KR á morgun vegna meiðsla en hann segir engan bilbug á sínum mönnum.8-0 tap í síðasta leik gegn KR „Við spiluðum við FH og Breiðablik í fyrstu tveimur umferðunum og mætum KR-ingum núna. Þetta eru allt alvöru lið,“ segir Ingi Freyr en Þórsarar eiga þar að auki slæmar minningar frá leik liðsins gegn KR á undirbúningstímabilinu. „Þá töpuðum við 8-0,“ segir hann en Þór hefur fengið á sig sjö mörk í fyrstu tveimur leikjum tímabilsins. „Varnarlínan hefur vissulega verið viðkvæm en hún á eftir að spila sig betur saman. Þetta er auðvitað allt of mikið en þegar hún nær sér á strik þá getum við hugsanlega gert eitthvað í deildinni.“ Ingi Freyr tognaði aftan í læri í leik liðsins gegn FH í síðustu umferð og fór af velli eftir aðeins fimm mínútur. „Ég verð frá í um þrjár vikur. Það er auðvitað svekkjandi að missa úr leiki en það verður að hafa það.“ Hann segir góða stemningu í herbúðum félagsins þrátt fyrir slæma byrjun. „Það er ekkert stress í okkur. Við erum með mikið breytt lið frá því að við vorum síðast í efstu deild og við ætlum okkur auðvitað að gera betur en í síðustu leikjum.“ Þess má geta að lið Keflavíkur, sem var einnig stigalaust eftir fyrstu tvær umferðir Íslandsmótsins fyrir hálfri öld, hélt sér samt í deildinni og gerði sér lítið fyrir og varð Íslandsmeistari næsta ár á eftir.Fæst stiga nýliða í fyrstu tveimur umferðunumStig nýliða í efstu deild karla að loknum tveimur umferðum efstu deildar karla í knattspyrnu frá árinu 1963: 0 stig - 2013 (Þór Ak. 0 og Víkingur Ó. 0) 0 stig - 1963 (Keflavík 0) 1 stig - 1994 (Breiðablik 0 og Stjarnan 1) 1 stig - 1982 (Keflavík 0 og ÍBÍ 1) 1 stig - 1976 (Breiðablik 1 og Þróttur 0) 1 stig - 1974 (Víkingur 1) 1 stig - 1973 (ÍBA 1) 1 stig - 1972 (Víkingur 1)
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti Slóvenía - Ísland | Allra síðasti séns Handbolti Haukur í hópnum gegn Slóvenum Handbolti „Hún er í afneitun“ Sport Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Handbolti Hver er staðan og hvað tekur við? Handbolti Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Handbolti Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Handbolti Elvar skráður inn á EM Handbolti Fleiri fréttir Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Sjá meira