Eilífsliturinn fer mér vel Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 15. maí 2013 06:30 fagnar Baldur Sigurðsson fagnar marki í appelsínugulum varabúningi KR. Mynd/Stefán Baldur Sigurðsson átti stórleik þegar KR hafði betur gegn Keflavík, 2-0, suður með sjó um helgina. Hann skoraði bæði mörkin í leiknum og var þess utan yfirburðamaður á miðsvæðinu, þar sem hann spilaði sem varnartengiliður. „Mér líður vel en það eru bara tveir leikir búnir og ég ætla ekki að ofmetnast,“ sagði Baldur í samtali við Fréttablaðið í gær. Þess má geta að hann skoraði einnig tvö mörk í Keflavík fyrir tveimur árum en í báðum leikjum léku KR-ingar í appelsínugulu varabúningunum sínum. Baldur hefur skorað fleiri mörk í varabúningnum sem líkist búningi hans uppeldisfélags, Eilífi í Mývatnssveit þar sem hann er uppalinn. „Jú, það er rétt,“ sagði Baldur spurður um líkindin við gamla búninginn en hann spilaði með Eilífi þar til hann var fjórtán ára og fór til Völsungs á Húsavík. „Þetta virðist bara fara mér vel,“ bætti hann við í léttum dúr.Meiðslafrír í vetur Síðan þá hefur Baldur spilað með Keflavík og Bryne í Noregi en hann kom árið 2009 til KR þar sem hann hefur verið lykilmaður. Hann segist ánægður með líkamlegt form sitt nú. „Helsti munurinn á mér nú og áður er að ég hef yfirleitt verið að glíma við einhver meiðsli á undirbúningstímabilinu. Það var ekki tilfellið nú og því var ég í toppformi þegar tímabilið hófst,“ segir Baldur sem var þó veikur fyrir leikinn gegn Keflavík. „Ég fékk magavírus og var með hita í þokkabót, en gat sem betur fer spilað. Ég reyndar verð að viðurkenna að ég er enn frekar slappur en ég læt það ekki stoppa mig. Ég mæti á æfingar og verð klár í næsta leik,“ segir Baldur en KR mætir Þór á heimavelli sínum á fimmtudagskvöldið. Þór hefur tapað báðum leikjum sínum til þessa en Baldur varar við vanmati.„Þórsarar veittu okkur harða mótspyrnu í deildinni fyrir tveimur árum og þeir verða bara enn erfiðari fyrir vikið eftir tvo tapleiki í röð. Ég á því von á erfiðum leik og við verðum að passa okkur á því að koma inn í leikinn af fullum krafti.“ Nú þegar tveimur umferðum er lokið í Pepsi-deildinni hefur það helst komið Baldri á óvart hversu stórir sigrar hafa litið dagsins ljós. „Yfirleitt eru fyrstu leikir tímabilsins jafnir og miklir baráttuleikir. En við höfum bara fengið eitt jafntefli og nokkra mjög sannfærandi sigra. Eyjamenn hafa komið skemmtilega á óvart og virðast jafnvel vera með betra lið en menn töldu fyrir fram,“ segir Baldur. „Annars hafa úrslitin verið nokkurn veginn eftir bókinni og hefur það komið mér örlítið á óvart.“ Pepsi Max-deild karla Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Körfubolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Körfubolti Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Sport Fleiri fréttir KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Í beinni: FH - Víkingur | Víkingar á mikilli siglingu Í beinni: Stjarnan - Fram | Stjörnukonur geta komist upp í fjórða sæti en Framarar í fallhættu Í beinni: Þór/KA - Þróttur | Bæði lið með vindinn í fangið Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Sjá meira
Baldur Sigurðsson átti stórleik þegar KR hafði betur gegn Keflavík, 2-0, suður með sjó um helgina. Hann skoraði bæði mörkin í leiknum og var þess utan yfirburðamaður á miðsvæðinu, þar sem hann spilaði sem varnartengiliður. „Mér líður vel en það eru bara tveir leikir búnir og ég ætla ekki að ofmetnast,“ sagði Baldur í samtali við Fréttablaðið í gær. Þess má geta að hann skoraði einnig tvö mörk í Keflavík fyrir tveimur árum en í báðum leikjum léku KR-ingar í appelsínugulu varabúningunum sínum. Baldur hefur skorað fleiri mörk í varabúningnum sem líkist búningi hans uppeldisfélags, Eilífi í Mývatnssveit þar sem hann er uppalinn. „Jú, það er rétt,“ sagði Baldur spurður um líkindin við gamla búninginn en hann spilaði með Eilífi þar til hann var fjórtán ára og fór til Völsungs á Húsavík. „Þetta virðist bara fara mér vel,“ bætti hann við í léttum dúr.Meiðslafrír í vetur Síðan þá hefur Baldur spilað með Keflavík og Bryne í Noregi en hann kom árið 2009 til KR þar sem hann hefur verið lykilmaður. Hann segist ánægður með líkamlegt form sitt nú. „Helsti munurinn á mér nú og áður er að ég hef yfirleitt verið að glíma við einhver meiðsli á undirbúningstímabilinu. Það var ekki tilfellið nú og því var ég í toppformi þegar tímabilið hófst,“ segir Baldur sem var þó veikur fyrir leikinn gegn Keflavík. „Ég fékk magavírus og var með hita í þokkabót, en gat sem betur fer spilað. Ég reyndar verð að viðurkenna að ég er enn frekar slappur en ég læt það ekki stoppa mig. Ég mæti á æfingar og verð klár í næsta leik,“ segir Baldur en KR mætir Þór á heimavelli sínum á fimmtudagskvöldið. Þór hefur tapað báðum leikjum sínum til þessa en Baldur varar við vanmati.„Þórsarar veittu okkur harða mótspyrnu í deildinni fyrir tveimur árum og þeir verða bara enn erfiðari fyrir vikið eftir tvo tapleiki í röð. Ég á því von á erfiðum leik og við verðum að passa okkur á því að koma inn í leikinn af fullum krafti.“ Nú þegar tveimur umferðum er lokið í Pepsi-deildinni hefur það helst komið Baldri á óvart hversu stórir sigrar hafa litið dagsins ljós. „Yfirleitt eru fyrstu leikir tímabilsins jafnir og miklir baráttuleikir. En við höfum bara fengið eitt jafntefli og nokkra mjög sannfærandi sigra. Eyjamenn hafa komið skemmtilega á óvart og virðast jafnvel vera með betra lið en menn töldu fyrir fram,“ segir Baldur. „Annars hafa úrslitin verið nokkurn veginn eftir bókinni og hefur það komið mér örlítið á óvart.“
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Körfubolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Körfubolti Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Sport Fleiri fréttir KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Í beinni: FH - Víkingur | Víkingar á mikilli siglingu Í beinni: Stjarnan - Fram | Stjörnukonur geta komist upp í fjórða sæti en Framarar í fallhættu Í beinni: Þór/KA - Þróttur | Bæði lið með vindinn í fangið Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Sjá meira