Lífið

Man lítið eftir brúðkaupinu

Avril nýtur lífsins enda nýgift.
Avril nýtur lífsins enda nýgift.
Söngkonan Avril Lavigne gekk að eiga Chad Kroeger í sumar en segir í viðtali við Chelsea Handler að hún muni lítið eftir veislunni.

„Brúðkaupið var þriggja daga langt og ég man ekki eftir miklu. Við giftum okkur í kastala í Suður-Frakklandi nálægt vatni. Við giftum okkur klukkan níu um kvöldið og djömmuðum fram til sex um morguninn,“ segir Avril. Hún elskar að skemmta sér en hefur búið til nýja reglu með eiginmanni sínum.

„Við djömmum ekki þegar við erum í burtu frá hvort öðru. Við viljum njóta þess saman.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.